Fréttablaðið - 27.09.2013, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 27.09.2013, Blaðsíða 38
Við opnun Vísindavöku verður veitt viðurkenning Rannís fyrir vísinda- miðlun. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, af hendir viðurkenninguna fyrir hönd Rannís og fer afhendingin fram í aðalsal Háskólabíós kl. 17.00 á föstudaginn 27. september. Vísindavakan er ein- mitt kjörinn vettvangur fyrir þá sem stunda rannsóknir og nýsköpun til að miðla þekkingu sinni og uppgötvun- um til gesta á lifandi og auðskiljan- legan hátt, en góð vísindamiðlun snýst oft um að gera flókna hluti ein- falda og tengja þá við daglegt líf. Viðurkenning fyrir vísinda miðlun er veitt stofnun, fyrirtæki, einstak- lingi, samtökum eða verkefni sem þykir hafa staðið ötullega að því að miðla vísindum og fræðum til al- mennings á áhugaverðan hátt. Skal vísindamiðlunin hafa stuðlað að bættum skilningi almennings, barna, ungmenna og fullorðinna á vís indum og fræðum og á mikilvægi þeirra fyrir íslenskt samfélag. Einnig skal vísindamiðlunin hafa vakið athygli á starfi vísindamanna og á mikilvægi rannsókna og nýsköpunar í íslensku samfélagi. Háskólalestin hlaut viðurkenn- ingu Rannís á síðasta ári fyrir vís- indamiðlun, en lestin hefur ferðast um landið, heimsótt bæi og staðið fyrir vísindamiðlun sem ætlað er að fræða alla landsmenn um hin ýmsu svið vísinda og fræða. Viðurkenning fyrir vísindamiðlun ■ FJÖLBREYTT VIÐFANGS EFNI RANNSÓKNASETRA HÍ Á LANDSBYGGÐINNI Viðfangsefni rannsóknasetra Háskóla Íslands á landsbyggðinni mótast af umhverfi á hverjum stað fyrir sig og á Vísindavöku að þessu sinni verður hægt að kynnast rannsóknum sem fara fram á Suðurnesjum og á Snæ- fellsnesi. Rannsóknasetrið í Sandgerði býður gestum að kynna sér landnám grjótkrabba við Ísland og fræðast um það hvernig kræklingur er notaður sem mælitæki við mengunarrann- sóknir á norðurslóðum. Grjótkrabbinn er nýr landnemi en allt frá 2007 hefur hann verið rannsak- aður og fylgst með framvindu hans hér við land. Kræklingurinn hefur hins vegar verið notaður undanfarin ár til rannsókna á mengun sjávar en hann hentar einstaklega vel sem mælitæki við slíkar rannsóknir. Rannsóknasetrið á Snæfellsnesi leggur hins vegar áherslu á rann- sóknir á framleiðni grágæsa og veltir upp spurningum eins og hvernig hægt sé að skjóta fjörutíu þúsund grágæsir ár eftir ár úr stofni sem telur aðeins um 110 þúsund fugla að hausti. Með því að rannsaka mismunandi búsvæði sem standa undir veiðinni er vonast til þess að hægt verði að greina hver þeirra eru mikilvægust fyrir verndun og viðhald grágæsarstofnsins. Kynnt verða rannsóknargögn um breytileika í varpárangri milli mismunandi bú- svæða og landshluta með myndum, myndböndum og spjalli við sjálfan rannsakandann Helga Guðjónsson. Háskólalestin hlaut viðurkenningu Rannís fyrir vísindamiðlun á Vísinda- vöku 2012. Lifandi vísindamiðlun á sviði Háskólabíós föstudaginn 27. september kl. 17:00 - 22:00 Salur 1: Stóri salur: 27. SEPTEMBER 2013 4 ● Vísindavaka Rannís FÖSTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.