Fréttablaðið - 27.09.2013, Qupperneq 40
FRÉTTABLAÐIÐ Fataskápurinn. Trendnet.is partý og prinsessan. Spjörunum úr og helgarmaturinn.
8 • LÍFIÐ 27. SEPTEMBER 2013
uppeldi á heimilinu? „Nei. Eða,
ég veit það ekki. Við erum bæði
listamenn og oft skapandi í því sem
við gerum og ég vona að það skili
sér líka inn í uppeldið. Mér finnst
samt mikilvægt að börn fái tæki-
færi til að vera skapandi í dag-
legu lífi og ég reyni að vera hvetj-
andi ef ég verð vör við slíka til-
burði, bæði hjá dóttur minni og
systkinum hennar. Vinnutími
okkar beggja er kannski það sem
er óhefðbundið við heimilishaldið,
hann getur verið ansi óreglulegur
en það er kannski ekki svo ólíkt því
sem fólk í vaktavinnu er vant. Það
hentar mér samt ágætlega, ég skil
ekki hvernig dagvinnufólk finnur
tíma til að útrétta og versla í mat-
inn,“ segir hún og hlær. „Mér líkar
vel að geta ráðið vinnutíma mínum
sjálf, þótt óvissan geti á stundum
verið óþægileg. En leikhúsheim-
urinn á Íslandi er frekar aðgengi-
legur og það er lítið um samkeppni,
fólk sýnir hvert öðru stuðning og
þannig leiðir eitt verkefni yfir-
leitt að öðru.“ En hefur þú hug á
að starfa annars staðar en hér á
landi? „Mér finnst leikhúslífið á
Íslandi mjög spennandi og eins og
ég sagði áðan, frekar aðgengilegt.
Það eru fleiri að berjast um bitana
úti og þess vegna er erfitt að vera
sýnilegur þar. Ég hefði áhuga á
að flytja út í frekara nám, en ekki
endilega til þess að vinna.“
Að lokum, áttu þér drauma-
verkefni sem þú mundir vilja tak-
ast á við í framtíðinni? „Alveg
helling! Til dæmis eru næstu verk-
efnin mín, Svanir skilja ekki og
Wide Slumber, algjör draumaverk-
efni.“
Sandra Matthíasdóttir starfar á veitingahúsinu
Kopar og lýsir sjálfri sér sem rómantískum töff-
ara. Hún hefur mikla unun af öllu sem tengist
mat, hvort sem það er að elda eða baka. Sandra
er einnig mikið fyrir að klæða sig upp hvort
sem það er í pelsa eða leður. Hún segist aðhyll-
ast allt sem er þægilegt og er mjög mikið fyrir
kjóla og prinsessuleiki þegar hún fer út.
HVERSDAGS
Þetta er hversdagsdress. Buxurnar eru
frá Kúltúr og ég á fimm í öðrum
litum því þetta eru einfaldlega geggj-
aðar buxur. Basic hlýrabolur, kósý
peysa og ekki má gleyma húfunni í
fallega haustveðrinu.
KAREN MILLEN-KJÓLLINN
Þetta er einn mínum fyrstu Karen
Millen-kjólum og er í miklu uppá-
haldi. Hann er alltaf sígildur. Iron
Fist-skórnir eru gjöf frá mínum heitt-
elskaða. Chanel-taska, en Cha-
nel er uppáhaldshönnuðurinn minn.
Leður hanskarnir eru úr H&M.
PELSINN
Pelsinn fékk ég í gjöf frá pabba mínum þegar ég
bjó í Kaupmannahöfn en ég gróf hann upp hjá
konu sem hafði fengið hann frá mömmu sinni og því
lofaði ég henni að passa rosalega vel upp á hann.
Buxurnar eru úr Zöru og nota ég þær mikið við öll
tækifæri. Svartir „plain“ hælaskór. Þetta er dress sem ég
myndi skella mér í til að fara út að borða með
unnustanum.
Stundum þurfti maður að segja
vinum sínum að manni þætti vinnan
þeirra ekki nógu góð.
LEÐURJAKKINN
Studs-leðurjakki sem ég keypti af
góðri vinkonu minni Catherine.
Ég held mikið upp á jakkann
þar sem ég veit að það er
bara ein önnur manneskja
sem á svona. Buxurnar
eru úr Kúltúr og einn af
mínum uppáhaldskrögum
sem er úr þvottabjarnar-
skinni. Skórnir eru frá
merkinu Iron Fist og
ég fékk þá í gjöf frá
unnusta mínum.
Sandra Matthías-
dóttir er með flottan
fatastíl en hún tíndi
til nokkrar uppá-
haldsflíkur úr fata-
skápnum sem lýsa
hennar skemmti-
lega stíl.
FATASKÁPURINN
SANDRA ÉG ER
RÓMANTÍSKUR TÖFFARI
Byrjaðu strax að spara. Skráðu kortin ykkar
núna á www.stod2.is/vild
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
F
Í
20% afsláttur af öllum vörum við fyrstu kaup. 10% afsláttur eftir það. Tilboð gildir aðeins
í Fákafeni 11.
T
O
N
/
S
ÍA
AFSLÁTTUR
20
35% afsláttur af matseðli frá
kl. 11 til 16 alla mánudaga,
þriðjudaga og miðvikudaga.
AFSLÁTTUR35