Fréttablaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 12
3. desember 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 12 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Nú eru þeir kaldir hjá Eirvík Bjóðum takmarkað magn af kæli- og frystiskápum frá Liebherr. Þeir eru búnir nýjustu tækni, hannaðir af alúð og framleiddir af þýskri nákvæmni. Einstök framtíðareign. TILBOÐSDAGAR 25% afsláttur FÉLAGSMÁL Tilkynningum um kynferðislegt ofbeldi gegn börn- um fjölgaði um tæp 42% fyrstu níu mánuði ársins samanborið við sama tímabil 2012. Að óbreyttu verða til- kynningar til barnaverndarnefnd- anna úti um land um 600 þegar árið verður gert upp, samanborið við 463 árið 2011 og 467 í fyrra. Barnaverndarstofa hefur birt samanburð á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda fyrstu níu mánuði þessa árs og sama tímabils í fyrra. Þar kemur fram að tilkynn- ingum til nefndanna fjölgar nokk- uð á milli ára, eða um þrjú prósent á höfuðborgarsvæðinu og 17% á landsbyggðinni. Þegar ástæður til- kynninganna eru skoðaðar sérstak- lega er fjölgun vegna kynferðislegs ofbeldis gegn börnum greinileg. Páll Ólafsson, sviðsstjóri ráðgjaf- ar- og fræðslusviðs Barnaverndar- stofu, segir að skýringar þessa sé fyrst og síðast að leita í umfjöllun um málaflokkinn eftir þátt Kast- ljóss um mál Karls Vignis Þor- steinssonar, sem var dæmdur til sjö ára fangelsisvistar í Hæstarétti í lok október. „Þegar maður ber þessi tíma- bil saman þá er það rétt að þetta er töluvert mikil aukning. Þessi fjölgun skýrist af fjölmiðlaum- fjöllun og almennri vitundavakn- ingu um þessa hluti. Það eru engir aðrir stórir atburðir sem spila hér inn í. Ég slæ þó þann fyrirvara að hér er um tilkynningar að ræða,“ segir Páll. Sjá má fjölgun á tilkynningum um kynferðislegt ofbeldi í skýrslum um samanburð fyrstu þrjá mán- uði, fyrstu sex mánuði og fyrstu níu mánuði áranna 2012 og 2013. Fyrstu þrjá mánuði ársins bárust 187 tilkynningar, 151 mánuðina á eftir og 118 mánuðina júlí til sept- ember. Alls voru þær 456 þessa níu mánuði eða 7,3% tilkynninga þegar allt er talið. Það er mun hærra hlut- fall en árin á undan en það hefur verið á bilinu 4,8 til 5,9% á undan- förnum árum. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær er mikil fjölgun tilkynninga í nokkrum sveitarfélögum á lands- byggðinni; helst Reykjanesbæ, Sandgerði og á Akranesi. „Þær tölur hafa vakið athygli okkar og þetta er áhyggjuefni. Við munum leita til þeirra eftir útskýr- ingum og svo viðbrögðum við þessu,“ segir Páll. svavar@frettabladid.is Kynferðislegt ofbeldi tilkynnt sífellt oftar Að óbreyttu verða tilkynningar til barnaverndarnefnda vegna kynferðisofbeldis um 600 talsins í ár. Fjölgunin er 42% milli fyrstu níu mánaða áranna 2012 og 2013. Fjölmiðlaumfjöllun og vitundarvakning almennings í kjölfarið er skýringin. ÓJAFN LEIKUR Fjölgun tilkynninga hefur valdið miklu álagi á starfsfólk Barnahúss. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES ➜ Tilkynningar um kynferðisofbeldi Ár Fjöldi Hlutfall 2008 479 5,8% 2009 447 4,8% 2010 441 4,8% 2011 463 5,3% 2012 467 5,9% 2013* 456 7,3% *Eftir fyrstu 9 mánuðina VELFERÐARMÁL Atvinnuleitendur fengu ekki greidda desember- uppbót um mánaðamótin eins og undanfarin þrjú ár. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, vildi ekki svara fyrir af hverju desember- uppbót væri ekki greidd enda væri það í höndum velferðarráðuneytis- ins. Árin 2010-2012 fengu atvinnu- leitendur greidda desemberupp- bót eftir samþykkt ríkisstjórnar á tillögu velferðarráðherra. Greiðsla þeirra sem áttu rétt á óskertri upp- bót var 50.512 í fyrra. Fyrir árið 2010 hafði slík uppbót síðast verið greidd árið 2005. Greiðslur hafa verið í hlutfalli við lengd þess tíma sem viðkomandi hefur verið skráð- ur atvinnulaus á árinu. Árið 2012 námu útgjöld Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs vegna greiðslu desem- beruppbótar 325 milljónum króna. Atvinnuleysi mældist 3,9 prósent í október og munu því ríflega sex þúsund manns verða af desember- uppbót þetta árið ef engin tilmæli berast frá velferðarráðuneytinu. Ekki náðist í Eygló Harðardótt- ur velferðarráðherra við vinnslu fréttarinnar. - ebg Engin tilmæli komin frá velferðarráðuneyti: Atvinnulausir fengu ekki jólauppbótina ENGIN SVÖR Gissur Péturs- son, forstjóri Vinnumálastofn- unar, benti á vel- ferðarráðherra til að fá svör um desemberuppbót. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Afstaða mín í málinu er og hefur verið skýr,“ segir Eygló Harðardóttir velferðarráðherra. „Ég hef fullan hug á að berjast fyrir því að samþykkt verði aukafjárveiting í þetta mál og hef þegar lagt fram minnisblað þess efnis í ríkisstjórn,“ segir Eygló sem kveður fjármagn í þennan lið hafa verið áætlaðan af síðustu ríkisstjórn. „Nú hefur komið í ljós að þessi liður var vanáætlaður þar sem fyrri ríkisstjórn gerði ráð fyrir minna atvinnuleysi en raun ber vitni. Ég hef fullan hug á að berjast fyrir því að samþykkt verði aukafjárveiting í þetta mál og hef þegar lagt fram minnisblað þess efnis í ríkisstjórn,“ segir ráðherra. - ebg Ráðherra berst fyrir aukafjáveitingu EYGLÓ HARÐARDÓTT- IR Velferðarráðherra kveðst hafa lagt fram minnisblað um aukafjár- veitingu í ríkisstjórn. Vinsamlega skráið ykkur með því að senda póst á sff@sff.is Setning Höskuldur H. Ólafsson, formaður stjórnar Samtaka fjármálafyrirtækja Ávarp Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra Hollenska leiðin Arthur Reitsma, sérfræðingur frá Hollensku bankasamtökunum Nýjar leiðir í fjármálafræðslu Viggó Ásgeirsson, mannauðsstjóri og stofnandi Meniga Pallborðsumræður um fjármálafræðslu Umsjón: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins Þátttakendur: Mjöll Matthíasdóttir, grunnskólakennari Petra Bragadóttir, formaður Samtaka kennara í viðskipta- og hagfræðigreinum Brynjólfur Sævarsson, útibússtjóri Landsbankans í Vesturbæ Halldóra Gyða Matthíasdóttir, útibússtjóri Íslandsbanka í Garðabæ Fjóla Guðjónsdóttir, forstöðumaður forvarna hjá Sjóvá Fundarstjóri Sigrún Ragna Ólafsdóttir, varaformaður stjórnar SFF SFF DAGURINN 5. DESEMBER 2013 FJÁRMÁLAFRÆÐSLA Á ÍSLANDI 14:00-16:15 Í STÓRA SAL ARION BANKA, BORGARTÚNI 19

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.