Fréttablaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 10
3. desember 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 10 TAÍLAND Ólgan í Taílandi undan- farna daga á sér langa sögu, en átökin snúast um það hvort lýð- ræðislega kjörin stjórn Yinglucks Shinawatra forsætisráðherra hafi rétt til þess að fara með völdin. Hin gamla valdaklíka auð- ugra höfuðborgarbúa, sem hafði stjórnað landinu áratugum saman, virðist engan veginn geta sætt sig við að Yingluck, og þar áður Thaksin bróðir hennar, hafi verið kosin til valda fyrir tveimur árum með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, sem flest virðast hafa komið frá fátækari landsmönnum utan höfuðborgarinnar, Bangkok. Yingluck, rétt eins og Thaksin, komst til valda með loforðum til almennings, sem gamla valdaklík- an segir lýðskrum eitt. Thaksin var sakaður um spillingu og hlaut dóm fyrir, og Yingluck er sökuð um að láta bróður sinn í reynd stjórna landinu úr útlegð. Suthep Thaugsuban, stjórnar- andstæðingurinn sem er í forystu mótmælanna undanfarið, segist ekki ætla að linna látum fyrr en stjórnin hefur hrakist frá völdum. Hann vill þó ekki láta efna til nýrra kosninga, enda engan veg- inn hægt að reikna með því að Yingluck yrði ekki kosin aftur, heldur vill hann að völdin fari til sérskipaðs ráðs, sem óljóst er hvaða umboð á að hafa til að stjórna. Yingluck segist ekki sjá hvernig hægt sé að verða við kröfum mót- mælenda án þess að brjóta um leið gegn stjórnarskrá landsins. Herinn hefur til þessa kosið að halda sig til hlés í átökunum, en fyrir sjö árum tók hann sér stöðu með höfuðborgarklíkunni og steypti stjórn Thaksins af stóli. Herinn hafði þá margsinnis í sögu landsins gripið inn í pólitísk átök með því að gera stjórnarbylt- ingu. Alls hefur herinn í Taílandi átján sinnum steypt stjórn lands- ins af stóli, eða reynt það. gudsteinn@frettabladid.is Átök harðna í Taílandi Leiðtogi mótmælanna í Taílandi segist staðráðinn í að linna ekki látum fyrr en ríkisstjórnin hefur hrakist frá völdum. Deilurnar eiga sér margra ára aðdraganda. ÁTÖK Í BANGKOK Vel stæðir íbúar höfuðborgarinnar virðast engan veginn geta sætt sig við stjórnina. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA ÚKRAÍNA, AP Búist er við því að vantrauststillaga á ríkisstjórn Úkraínu verði borin undir atkvæði þingmanna, jafnvel strax í dag. Þingfylgi stjórnarinnar hefur minnkað nokkuð síðustu daga, en bæði sumir stjórnarliðar og óháðir þingmenn, sem hafa stutt stjórnina, hafa nú hlaupist undan merkjum. Ólgan á þingi stafar af ákvörð- un stjórnarinnar um að hætta við að undirrita samstarfssamning við Evrópusambandið í síðustu viku. Fjölmenn mótmæli hafa verið nánast daglega á Sjálfstæðistorg- inu í höfuðborginni Kíev, og er farið að nefna torgið Evróputorg. - gb Ríkisstjórn Úkraínu berst fyrir lífi sínu: Þingfylgið minnkar EKKERT LÁT Á MÓTMÆLUM Mótmælendum í Kíev fjölgaði til muna um helgina, eftir að lögreglan beitti valdi. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA lÍs en ku ALPARNIR s www.alparnir.is GLERÁRGÖTU 32, AKUREYRI, SÍMI 461 7879 • KAUPVANGI 6, EGILSSTAÐIR, SÍMI 471 2525 • FAXAFENI 8, REYKJAVÍK, SÍMI 534 2727 Góð gæði Betra verð Góðar jólagjafi r Led-ljós, verð frá kr. 995 Hitabrúsar, verð frá kr. 3.500 Göngustafir, verð frá kr. 9.995 Húfur, verð frá kr. 5.995 Hanskar, verð frá kr. 6.995 MICROspikes keðjubroddar Tilboðsverð kr. 9.995 með geymslupoka Ennisbönd og höfuðklútar ýmsir litir, merino ull og fleece, verð frá kr. 2.995

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.