Fréttablaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 2
3. desember 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2 SPURNING DAGSINS LÖGREGLUMÁL Sérsveitarmenn réðust inn í blokkaríbúð í Hraunbæ í Reykjavík í gær- morgun og skutu 59 ára karlmann, sem síðar lést af sárum sínum. Maðurinn hafði skotið á lögregluna úr tveimur gluggum á íbúð sinni með haglabyssu, auk þess sem hann hafði skotið á sérsveitar- menn inni í stigaganginum. Mikið hættu- ástand ríkti á svæðinu og stóð það yfir í um þrjár klukkustundir, eða frá klukkan þrjú um nóttina til rúmlega sex þegar maðurinn var yfirbugaður. Um þrjúleytið var lögreglu tilkynnt um að háværir hvellir hefðu borist frá íbúðinni og voru almennir lögreglumenn sendir þangað til að kanna málið. Sérsveitarmenn voru sendir þeim til aðstoðar. Þegar þeir reyndu að hafa samband við íbúann og fengu ekki svar var hurðin að íbúð hans opnuð og skaut maður- inn þá að sérsveitarmönnunum. Skotið lenti í skildi sérsveitarmanns sem kastaðist við það aftur og féll niður stiga. Lögreglan dró sig til baka og kallað var á auka liðsstyrk. Því næst voru íbúðir í stigagang- inum rýmdar og almennu lögreglumönnunum komið út. Einnig voru sjúkrabílar kallaðir á vettvang. Að því loknu, og þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir til að ná sambandi við byssumann- inn, og í ljósi almannahættu vegna fólks sem var á ferli í nágrenni hússins, var ákveðið að reyna að yfirbuga manninn með gasvopnum. Þá byrjaði maðurinn að skjóta út um glugga íbúðarinnar. „Þetta voru alveg nokkur skot í smá tíma þar til lögreglan kom,“ sagði einn sjónarvotta í samtali við Vísi og bætti við að lögreglumenn hefðu falið sig á bak við jeppa og byrjað að skjóta inn um glugga. „Ég var inni í herbergi. Þá var hann hlaupandi um íbúðina í stofunni og eldhúsinu með byssuna. Hann byrjaði að skjóta á lögregluna og skaut á bílinn, en þá fór þjófavörnin í gang. Svo skutu þeir táragasi og íbúðin fylltist af reyk.“ Samkvæmt fréttatilkynningu frá lögreglu var ekki ljóst hvort beiting gasvopna hefði haft fullnægjandi áhrif og þess vegna var ákveðið að sækja manninn. Þegar sérsveitar- menn réðust inn í íbúðina skaut hann nokkr- um skotum að sérsveitarmönnum og hitti í höfuð eins þeirra sem féll við, auk þess sem skot fóru fram hjá höfðum annarra. Á þeirri Byssumaður skotinn til bana Eftir þriggja klukkustunda umsátur í Hraunbæ var 59 ára karlmaður skotinn af sérsveitarmönnum. Hann lést af sárum sínum á Landspítalanum. Maðurinn skaut á lögregluna og sérsveitarmenn, sem sluppu við meiðsli. VEÐUR Veðurstofa Íslands spáir miklu kuldakasti á landinu frá miðvikudegi fram á föstudag. Frostið gæti farið í 20 gráður segir veðurfræðingur. Bíleigendur eru minntir á að búa bíla sína undir frostið. „Það er kalt heimskautaloft að síga yfir landið. Það er stór og voldug hæð suður í hafi sem dreg- ur heimskautaloftið yfir landið og veldur þessum mikla kulda,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræð- ingur á Veðurstofu Íslands. Frostið mun víða verða á bilinu 10 til 15 stig, og staðbundið mun það fara í 20 stig, segir Þorsteinn. Hann segir að spár geri ráð fyrir því að kuldakastið muni vara fram á aðfaranótt laugardags þegar suðvestanáttin muni færa landsmönnum hlýindi. Sigurjón Bruno, bifvélavirki og tæknistjóri hjá Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur, brýnir fyrir bíleig- endum að búa bílana undir kuld- ann. Kanna þarf frostþol á frost- legi á vélinni. Sé frostþolið ekki nóg getur vélin, vatnskassinn og fleira skemmst í frostinu. Þá þarf að gæta þess að rúðuúði þoli nægi- lega mikið frost. Rafgeymar geta farið í frost- inu og raki myndast í gamalli olíu. Hvort tveggja hefur þær afleiðing- ar að bílarnir fara ekki í gang. Sigurjón segir að fólk sem fari reglulega með bílinn sinn í smurn- ingu þurfi ekki að hafa áhyggjur, en þeir sem hafi sparað sér það undanfarið ættu að drífa sig af stað. - bj Veðurstofan spáir kuldakasti seinnipart vikunnar með allt að tuttuga stiga frosti: Bílvélar geta jafnvel skemmst í frostinu „Hann var hlaupandi um íbúðina, í stofunni og eldhúsinu með byssuna. Hann byrjaði að skjóta á lögregluna og skaut á bílinn. Svo skutu þeir táragasi og íbúðin fylltist af reyk,“ segir kona, sem sá inn um glugga í svefnherbergi byssumannsins þar sem hann lagðist í rúm með vopnið. „Hann tók bara Rambó á þetta, bara með risabyssu, sest upp í rúminu og byrjar að skjóta og leggst svo niður aftur. Síðan hringir lög- reglan í mig og ég segi að hann sé í öðru herbergi og þá skjóta þeir einhverju „uniti“ þarna inn og kemur bara sprenging.“ ➜ Tók Rambó á þetta „Þegar víkingasveitin kom byrjuðu þeir að taka fólkið á stigaganginum hans út bakdyramegin, börn og fólk á öllum aldri. Svo byrjar þessi skot- hríð hinum megin og hún stendur yfir í dágóðan tíma,“ segir íbúi. „Ég heyrði alveg fimm, sex, jafnvel sjö „ránd“, alveg örugglega um fimm- tíu skot.“ Hann segist aldrei hafa orðið smeykur. „Nei, nei, það voru fjörutíu löggur fyrir utan. Ég hafði engar áhyggjur af þessu.“ ➜ Um fimmtíu skot Íbúi í stigagangi byssumannsins hélt sig inni þar til lögreglan sótti hann og aðra íbúa. „Ég fattaði ekki hvað var að gerast,“ segir maðurinn og kveðst lítið samband hafa átt við byssu- manninn. Ég talaði einu sinni við hann á göngunum. Hann var til- tölulega nýkominn í stigaganginn en það var búið að ganga svolítið á. Hann virkaði sérstakur.“ ➜ Virkaði sérstakur „Ég var alein hérna og hugsað með mér: „Hvað er að ske?“ Planið orðið fullt af lögreglubíl- um og sjúkrabílum,“ segir Oddný Vestmann. „Svo fattaði ég: „Guð minn góður það er einhver að skjóta og ég gjörsamlega fríkaði út,“ segir Oddný sem fór niður til nágranna sinna. „Sem var ágætt því þá fyrst upphófust stórskotin,“ segir hún. ➜ Fríkaði alveg út Yngri kona segir lætin hafa byrjað með hvelli um tvöleytið. „Stuttu seinna komu löggubílar og sér- sveitin og rýmdu stigaganginn. Seinna sá ég lögregluna bera hann út,“ segir hún. Hún kveður manninn hafa verið skuggalegan og vandræði verið í kringum hann, enda hafi hann oft verið drukkinn „Jú, svona lagað gerist ekki á hverjum degi,“ svarar hún spurð hvort hún hafi verið óttaslegin. ➜ Byrjaði með hvelli „Ég vaknaði við skelli,“ segir eldri kona, sem fylgdist með úr eld- húsglugganum ásamt dóttursyni sínum á menntaskólaaldri. „Ég sá þegar þeir byrjuðu að skjóta. Mér þótti þetta voða ömurlegt.“ ➜ Alveg ömurlegt stundu var maðurinn skotinn af sérsveitinni og hann yfirbugaður. Sérsveitarmenn reyndu strax að bjarga lífi mannsins og skömmu síðar var hann fluttur á slysadeild. Hann var síðan úrskurðaður lát- inn. Meiðsli lögreglumannanna reyndust ekki alvarleg og ljóst að hlífðarbúnaður þeirra kom í veg fyrir mjög alvarleg meiðsli. Einnig er ljóst að lögreglumennirnir sem fóru fyrst á staðinn voru í mikilli hættu. Í tilkynningu lögreglunnar harmaði hún umræddan atburð og vildi koma á fram- færi innilegum samúðarkveðjum til ættingja mannsins. freyr@frettabladid.is Óttaslegnir íbúar í Hraunbæ vöknuðu upp við vondan draum Unnur, er bara allt í þessu fína frá Kína? „Já, fína Kína/er sem safarík appelsína/góð fyrir þig og góð fyrir mig/sem og alla hina.“ Unnur Guðjónsdóttir, hefur heimsótt Kína 37 sinnum og er félagi í Kínversk-íslenska menn- ingarfélaginu sem fagnar nú 60 ára afmæli. MÆLT Hægt er að mæla frostþol á frostlegi bílvéla á bensínstöðvum og smurstöðvum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BANDARÍKIN Bókavefverslunin Amazon hefur verið að þreifa sig áfram með að nota ómönnuð flug- för, svonefnda dróna, til að senda vörur heim til fólks. Flugumferðaryfirvöld í Banda- ríkjunum hafa þó enn ekki gefið samþykki sitt til þess að drónar verði notaðir með þessum hætti. Í viðtali við bandaríska frétta- skýringaþáttinn 60 mínútur sagð- ist Jeff Bezos, framkvæmdastjóri Amazon, þó reikna með að þetta geti orðið að veruleika innan fimm ára. Drónarnir geti þá flutt vörurnar heim til viðskiptavina í Bandaríkjunum á innan við hálf- tíma eftir að pöntun berst. - gb Amazon prófar nýjung: Heimsendingar með drónum PÓSTFLUTNINGADRÓNI Þetta er tækið sem Amazon hefur verið að prófa. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA SÝRLAND Navi Pillay, mannrétt- indafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, segir að rannsókn hafi leitt í ljós að æðstu yfirvöld í Sýrlandi hafi gefið fyrirskipanir um árásir, sem falli undir stríðsglæpi. Þetta er í fyrsta sinn sem Sam- einuðu þjóðirnar ásaka Bashar al Assad Sýrlandsforseta beint um hlutdeild í stríðsglæpum. Hún segir uppreisnarmenn í Sýrlandi einnig hafa gerst seka um alvarlega stríðsglæpi. Bæði stjórn- arliðar sem stjórnarandstæðingar hafi sýnt ótrúlega grimmd. - gb Mannréttindafulltrúi SÞ: Assad sakaður um stríðsglæpi LÖGREGLAN Fjölmennt lið lögreglumanna tók þátt í miklum aðgerðum við Hraunbæ 20 í fyrrinótt og fram eftir degi. ➜ Íbúar voru fluttir á brott um miðja nótt og vettvangurinn girtur af svo tæknideild löreglunnar gæti athafnað sig. Til að byrja með fengu íbúarnir skjól í Árbæjarkirkju. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.