Fréttablaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 22
FÓLK|HEILSA
Piparkökurnar voru smá til-raun sem heppnaðist bara ansi vel. Þær eru krydd-
aðar og með svolitlum appelsínu-
keim en það má sleppa appelsín-
unum ef þið viljið,“ segir Sigrún
sem gefur hér uppskrift að pipar-
kökum.
PIPARKÖKUR
Gerir 20-25 stykki
• 1 tsk. appelsínubörkur,
rifinn fínt á rifjárni
• 160 g hrísmjöl (enska:
rice flour)
• 1 tsk. vínsteinslyftiduft
• 1 tsk. kanill
• 0,5 tsk. negull (enska:
cloves)
• 4 msk. kókosolía
• 70 g rapadura-hrásykur
(eða annar hrásykur)
• 50-100 ml sojamjólk
(eða önnur mjólk)
AÐFERÐ
1. Rífið appelsínubörkinn fínt á
rifjárni. Gætið þess að rífa aðeins
appelsínugula hlutann,
ekki þann hvíta.
2. Í stóra skál skuluð þið sigta
saman hrísmjöl, lyftiduft, kanil
og negul. Bætið appelsínuberk-
inum út í og hrærið vel.
3. Í aðra skál skuluð þið hræra
saman kókosolíu, 50 ml af
sojamjólk og rapadura-hrásykri
þannig að úr verði mjúk blanda.
Hellið út í stóru skálina og hrær-
ið vel. Ef deigið er mjög þurrt
bætið þá meira af sojamjólk út í.
4. Hnoðið deigið í stóra kúlu.
Skiptið deiginu í fjóra hluta
og mótið pylsur í höndunum.
Pakkið pylsunum inn í plastfilmu
og setjið í ísskápinn. Geymið í
klukkustund eða yfir nótt.
5. Setjið bökunarpappír á bök-
unarplötu. Skerið pylsurnar í
1-1,5 cm bita og raðið á bökunar-
plötuna.
6. Mótið bitana aðeins ef þarf
(þannig að þeir verði kringlótt-
ari).
7. Bakið við 180°C í um 15 mín-
útur.
VALHNETU- OG
HUNANGSNAMMI
Valhnetur eru afar hollar og
hjálpa til við að sporna við
hjartasjúkdómum. Sesamfræin
eru kalkrík og innihalda einnig
holla fitu. Skipta má út val-
hnetum fyrir pekanhnetur.
Gerir 10-12 stykki
• 50 g valhnetur, saxaðar
mjög smátt
• 35 g kókosmjöl
• 1,5 msk. carob
• 60 ml agavesíróp eða
acacia-hunang
• 50 g sesamfræ eða
kókosmjöl (gæti þurft
meira)
AÐFERÐ
1. Saxið valhneturnar mjög
smátt. Setjið í skál.
2. Bætið agavesírópi og carobi
út í skálina og hrærið vel. Kælið
deigið í um 30 mínútur.
3. Mótið litlar kúlur í höndunum
(gott að nota plasthanska).
4. Veltið upp úr sesamfræjum
eða kókosmjöli.
5. Kælið.
HOLLT GÓÐGÆTI FYRIR JÓLIN
GÓMSÆTT Sigrún Þorsteinsdóttir heldur úti vefsíðunni Cafe Sigrún þar sem hún birtir uppskriftir að alls kyns hollustugóðgæti.
Sigrún gefur hér lesendum uppskriftir að hollu góðgæti fyrir jólin.
HOLLUSTA
Sigrún hefur
einstakt lag á
að gera hollan
mat góðan.
HÆGT ER AÐ SKOÐA
ÞESSAR UPPSKRIFTIR
OG AÐRAR Á
CAFESIGRUN.COM
•Acacia-hunang fæst í
heilsubúðum en nota má
agavesíróp í staðinn.
•Nota má pekanhnetur í
staðinn fyrir valhnetur.
•Nota má kakó í stað
carobs.
•Nota má carob í stað
kakós. Carob hentar þeim
sem eru viðkvæmir fyrir
örvandi efnum kakósins
og hentar því börnum vel.
Carob fæst í heilsubúð-
um og heilsuhillum mat-
vöruverslana. Það fæst
bæði sem duft (eins og
kakó) og í plötum (eins og
súkkulaði).
GOTT AÐ HAFA Í
HUGA
Nýbýlavegurinn er elsta gata Kópavogs en hann var opnaður árið 1936. Á þeim tíma stóð reisulegt stórbýli við Nýbýlaveg og
fyrsta þéttbýlið í Kópavogi myndaðist meðfram
Nýbýlaveginum.
Ásýndin er önnur í dag, því nú stendur við Ný-
býlaveginn glæsileg íbúðabyggð og öflugt þjón-
ustusvæði sem hefur byggst mikið upp á síðustu
misserum.
Nokkur fyrirtæki hafa verið á Nýbýlaveginum
um árabil, má þar nefna Hárgreiðslustofuna Hárný
sem hefur verið lengst núverandi fyrirtækja á Ný-
býlavegi, eða í 24 ár, fjölskyldurekna gistiheimilið
Lily Guesthouse, Tinnu heildverslun sem einnig
rekur hannyrðaverslunina Mólý, veitingastaðinn
Dominos Pizza með pitsur úr hágæða hráefni og
útivistarverslunina ZO-ON sem selur útivistar-
fatnað hannaðan fyrir íslenska veðráttu. Það er
mikils virði að hafa þjónustu- og verslunarsvæði
í alfaraleið og nauðsynlegt að aðgengi sé gott og
þægilegt. Það er svo sannarlega raunin á þessum
stað.
Undanfarið hafa fleiri fyrirtæki bæst í hópinn og
glætt svæðið lífi. Verslun og vinnustofan Evuklæði
og Ísafold design með íslenska hönnun, Lyfja með
lyf, heilsuvörur, snyrti- og hreinlætisvörur, Kruðerí
Kaffitárs þar sem gott er að fá sér kaffibolla og
gómsætt bakkelsi, garnverslunin Rósa Amma sem
selur allt fyrir prjón og hekl ásamt prjónavélag-
arni og fasteignasalan Domusnova sem býður
upp á sérhæfða ráðgjöf í fasteignaviðskiptum. Það
nýjasta í flórunni er svo CoolCos snyrtivörur og
förðunarstofa Helgu Karólínu.
Á aðventunni verður starfræktur jólamarkaður
sem öllum er velkomið að heimsækja. Eins og sjá
má á þessu hefur Nýbýlavegur gengið í endurnýj-
un lífdaga með spennandi framboði verslunar og
þjónustu. Verið hjartanlega velkomin á Nýbýlaveg.
JÁKVÆÐ UPPBYGGING
Á NÝBÝLAVEGINUM
KÓPAVOGUR KYNNIR Nýbýlavegur í Kópavogi hefur breyst mikið á
undanförnum árum en þar hefur staðið yfir jákvæð uppbygging. Mörg
þjónustufyrirtæki eru við götuna.
UPPBYGGING
Áshildur Braga-
dóttir, fram-
kvæmdastjóri
Markaðsstofu
Kópavogs.
MYND/DANÍEL
30.000
fréttaþyrstir
notendur
Smelltu þér á Fréttablaðsappið og lestu
blaðið hvar sem er og hvenær sem er
Fáðu Fréttablaðið ókeypis í spjaldtölvuna og snjallsímann
með Fréttablaðsappinu. Sláðu inn Fréttablaðið á Google
Play, Windows store eða í App store og náðu í appið.