Fréttablaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 3. desember 2013 | SKOÐUN | 17 Þetta orðatiltæki hefur verið notað í niðrandi tilgangi til að gera lítið úr fólki og stríða. Það er í sjálfu sér meiðandi og ekki til mikils sóma fyrir þann sem slíkt notar. Það er hins vegar staðreynd að líkami okkar er stöðugt að glíma við sveppi, sem í flestum tilvikum er tækifæris- sinnaður sýkingarvaldur. Þeir sem eru almennt hraustir eiga yfirleitt ekki í miklum vandræð- um, ónæmiskerfið og hin eðli- lega bakteríuflóra heldur svepp- unum í skefjum, en hjá þeim sem eru ónæmisbældir vegna sjúkdóms, lyfja eða annarra ástæðna geta sveppir hrein- lega tekið yfirhöndina og valdið alvarlegum veikindum. Það eru margar tegundir sveppa til og þeir valda mis- munandi vanda, þeirra algeng- astur og sennilega best þekktur er candida sem veldur þrusku í munni, sýkingum í og á kyn- færum, í fellingum húðar, á bleyjusvæði barna og í nöglum svo dæmi séu tekin. Í alvarlegri tilvikum getur þessi sveppateg- und sýkt innri líffæri og komist í blóðrásina með ófyrirséðum afleiðingum. Alvarlegar sveppa- sýkingar sem við óttumst sér- staklega hjá þeim sem glíma við HIV-sjúkdóm, krabbamein, eru líffæraþegar eða ónæmisbæld- ir af einhverjum orsökum eru einnig vel þekktar og útheimta öfluga meðferð greinist þær hjá slíkum einstaklingum. Þá má ekki gleyma þeim sveppum sem eru í umhverfi okkar og í samhengi við raka geta valdið alvarlegum veik- indum einnig eins og við höfum fylgst með í umræðunni undan- farin ár með sveppasýkt hús- næði. Þar er um að ræða sam- spil óþols, ofnæmis og eiturefna sem sveppirnir gefa frá sér. Enn aðrar tegundir sveppa sem herja á okkur mannfólkið eru svokallaðir dermatophytar sem fyrst og fremst sýkja húð- ina og neglur og valda klass- ískum breytingum á nöglinni með þykknun og litabreytingu hennar. Allt í kringum okkur Það er því ljóst að sveppir eru allt í kringum okkur og við finn- um mismikið fyrir þeim og þá getur verið miserfitt að eiga við vandann. Hér á landi er mjög algengt vandamál hjá einstak- lingum að glíma við naglsveppi. Tíðnin virðist meiri eftir því sem næst verður komist en víð- ast erlendis og helgast hugsan- lega af samsetningu vatnsins hér, mikilli sundlaugarmenn- ingu og mögulega því að sjaldan gefast tækifæri til að ganga í opnum skóm. Undirliggjandi sjúkdómar eins og sykursýki og útæðasjúkdómar hafa einnig áhrif til hins verra. Ljóst er að margir glíma við þennan vanda sem almennt veldur litlum ein- kennum framan af, síðar meir þó verkjum og óþægindum, ýtir undir aðrar sýkingar auk þess sem þetta er lýti þar sem nöglin eyðileggst með tímanum. Greiningin er tiltölulega auð- veld, en það geta legið aðrir sjúkdómar til grundvallar eins og psoriasis, því er mælt með að rækta eða taka sýni til stað- festingar. Þegar kemur að með- ferð eru ýmsar leiðir færar, en vandinn er í raun sá að negl- ur eru býsna þykkur vefur og þéttur svo krem eiga lítið erindi og gera almennt lítið gagn, þau geta hins vegar virkað vel á sveppasýkingu í húð á milli táa. Þá eru til lyf í töfluformi sem eðli málsins samkvæmt hafa áhrif á allan líkamann en blóð- flæði er með því minnsta sem þekkist í vef eins og nöglum og beinist meðferðin þess vegna að naglbeðnum. Því þarf að endurtaka slíka meðferð jafnvel nokkrum sinnum, hún hentar ekki öllum sjúklingahópum og hún tekur langan tíma auk þess sem hún hefur ýmsar auka- verkanir í för með sér eins og að valda útbrotum eða jafnvel lifrarskaða. Nýlegt úrræði til meðhöndlunar er laser-með- ferð sem beinist gegn sveppnum sjálfum og eyðileggur hann í stórum hluta tilfella á einfaldan og markvissan hátt í nokkrum meðferðarlotum án þess að hafa áhrif annars staðar í líkam- anum og hentar flestum sem glíma við slíkan vanda. Þarna er um að ræða afar áhugaverð- an meðferðarkost fyrir þá sem glíma við naglsvepp og verður spennandi að fylgjast með árangrinum á næstu árum. Ertu algjör sveppur? HEILSA Teitur Guðmundsson læknir Það eru margar tegundir sveppa til og þeir valda mismunandi vanda, þeirra algengastur og sennilega best þekktur er candida sem veldur þrusku í munni, sýkingum í og á kynfærum, í fellingum húðar, svo dæmi séu tekin. Hvað varst þú að gera í febrú- ar? Og hvað var fólkið í kringum þig að gera þá? Kannski var það venjulegur mán- uður, kannski mættirðu í vinn- una eða skól- ann. Kannski gekk allt vel en kannski kom eitthvað upp á. Kannski reifstu við manneskju sem þér þykir vænt um, kannski sveifstu um ástfang- in/n á bleiku væmniskýi. Hvern- ig sem mánuðurinn þinn var, má örugglega ganga út frá því að ein- hver sem þú kannast við hafi átt erfiðan mánuð og þurft á stuðn- ingi að halda. Fólkið sem átti erfiðan mánuð í febrúar fékk vonandi hlýjuna og stuðninginn sem við þurfum öll inni á milli. Það er alveg ótrúlegt hvað maður kemst stundum langt þegar allt er erfitt, á því að vita að annað fólk hugsar til manns. Allt verður auðveldara þegar við hjálp- umst að og það breytir ekki endi- lega öllu hvort fólkið í kringum mann er stutt eða langt í burtu. Ihar Tsikhanyuk býr langt í burtu en þarf núna á stuðningi að halda. Hann var laminn í febrúar. Ihar er hommi og hafði nýlega sótt um skráningu hinseginsamtaka í Belarús þegar hann var lagður inn á spítala vegna magasárs. Þang- að komu lögregluþjónar og höfðu hann með sér á lögreglustöð þar sem hann var ítrekað laminn og beittur andlegu ofbeldi og hótun- um um meira ofbeldi fyrir að vera hommi. Þegar honum var skilað á spítalann neitaði starfsfólkið þar að skrásetja áverkana. Ihar er ekki eini þolandi svona ofbeldis en enginn í Belarús hefur verið dreginn til ábyrgðar. Það þýðir að ofbeldið heldur áfram. Við í Samtökunum ´78 tökum stolt þátt í bréfamaraþoni Amnesty á Íslandi. Þér og öllum öðrum er boðið að kíkja við til okkar á aðventukvöld þann 12. desember og skrifa undir bréf fyrir Ihar og ef þú kemst ekki þá finnurðu leiðbeiningar um þátt- töku á heimasíðu Amnesty. Orð geta breytt öllu. Ég skora á þig! Hver var laminn í febrúar? MANNRÉTTINDI Anna Pála Sverrisdóttir lögfræðingur og formaður Sam- takanna ´78 ➜ Hvernig sem mánuður- inn þinn var, má örugglega ganga út frá því að einhver sem þú kannast við hafi átt erfi ðan mánuð og þurft á stuðningi að halda. NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN – VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI HLÍÐASMÁRA 9 : KÓPAVOGI : SÍMI 544 4500 : NTV.IS Bókaranám framhald Þú getur orðið VIÐURKENNDUR BÓKARI! Morgun- eða kvöldnám með vinnu Tvö námskeið sem undirbúa nemendur undir 3 próf sem leiða til vottunar frá Efnahags- og viðskiptaráðuneytinu með nafnbótina Viðurkenndur bókari. Frábær námskeið fyrir þá sem hafa góða þekkingu á bókhaldi og Excel. 168 stundir - 219.000 - Byrja 6. og 7. janúar Viðurkenndur bókari 72 stundir - 89.000 - Byrja 22. og 23. apríl Excel við áætlanagerð – 30 stundir Launakerfi – 24 stundir Lánadrottnar og viðskiptamenn – 12 stundir Fyrningar – 12 stundir Virðisaukaskattur – 6 stundir Lán – 18 stundir Gerð og greining ársreikninga – 24 stundir Lokaverkefni – 36 stundir Skattaskil – 18 stundir Reikninghald - viðbætur – 36 stundir Upplýsingatækni – viðbætur – 6 stundir Upprifjun fyrir próf – 18 stundir Inntökuskilyrði í Viðurkenndan bókara: Að hafa lokið Bókaranámi framhald með 7 eða hærra í maðaleinkunn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.