Fréttablaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 23
fleiri og fleiri bílaframleiðendur þora að bjóða dísildrifna bíla þar, en Volkswagen hefur rutt brautina fyrir aðra bílaframleiðendur. Eru aðeins 1% af heildarflotanum Dísildrifnir fólksbílar eru nú ekki nema eitt prósent af bílaflotanum í Bandaríkjunum, en ef pallbílar og aðrir stærri bílar eru taldir með nær sú tala þremur prósentum. Í dag eru í boði sautján gerðir dísildrif- inna fólksbíla í Bandaríkjunum, átta gerðir pallbíla og sex gerðir ann- arra stórra bíla með dísilvélum. Á næstu tveimur árum verða kynntar nítján fleiri gerðir dísilbíla þar og í ljósi þess er ekkert í spilunum annað en að vegur dísilbíla þar muni taka áframhaldandi stór stökk á næstu árum. Því hefur verið spáð að árið 2018 verði sala dísilbíla komin upp í 8-10% af sölu nýrra bíla. D ísilbílar hafa ekki sér- lega átt vinsældum að fagna í Bandaríkjun- um, en það breytist nú hratt. Meira að segja Volkswagen furðar sig á hversu vel dísildrifn- um bílum þeirra hefur verið tekið á undanförnum misserum. Í nýliðnum október voru 22% seldra Volkswagen bíla í Bandaríkjunum með dísil vél. Langvinsælastur þeirra er Volkswa- gen Passat, en 30% seldra slíkra voru með dísilvélum. Það er kannski ekki nema von í því ljósi að á tankfylli má aka þeim bíl 1.290 kílómetra og þar sem Bandaríkjamenn aka gjarnan langar vegalengdir á þjóðvegum nýt- ast slíkir bílar enn betur. Vanmetnar vinsældir Þegar Volkswagen setti dísilútgáfu Passat-bílsins á markað vestanhafs bjuggust þeir við að um 17% þeirra yrðu dísildrifnir, en það reyndist vanmat, þeir eru nærri helmingi vinsælli. Volkswagen hefur reynd- ar mikla sérstöðu í Bandaríkjunum hvað dísilbíla varðar, því Volkswagen er með 72% heildarmarkaðarins í dísildrifnum fólksbílum. Þá eru jepp- ar og pallbílar undanskildir, en vin- sældir þeirra með dísilvél eiga sér lengri sögu þar vestra. Það sem hamlað hefur sölu dísil- drifinna fólksbíla er sú staðreynd að það eru langt í frá allar eldsneytis- stöðvar í Bandaríkjunum sem bjóða dísilolíu til sölu. Þeim fer þó fjölg- andi. Bandaríkjamenn eru því hægt og rólega að átta sig á kostum dísil- véla, en þar hefur verið innbyggð andstaða við dísilvélar til langs tíma. Hvort það á rætur að rekja til þeirrar sótmengunar sem frá þeim kemur eða þess hávaða sem fyrri dísilvélum fylgdu, eða allt öðru, skal ósagt látið. Það er hins vegar lág eyðsla dísildrifinna bíla og hátt elds- neytisverð sem fengið hefur augu Bandaríkjamanna til að líta í átt til dísilbíla. Vöxtur 36 mánuði í röð Í ágúst síðastliðnum jókst sala dís- ilbíla í Bandaríkjunum um 41,8% frá ágúst árinu áður og 38,1% í júlí. Október var 36. mánuðurinn í röð sem sala á dísilbílum hefur vaxið í Bandaríkjunum. Þó svo að hlutfall þeirra í heildarbílasölunni sé ekki svo ýkja hátt enn, er vöxturinn mjög hraður. Hann mun seint ná vinsæld- um dísilbíla í Evrópu, en þar er ríf- lega helmingur allra seldra nýrra bíla með dísilvél og það sama á við um Ísland. Fastlega er búist við að vegur dísildrifinna bíla eigi eftir að aukast enn meira vestanhafs og VINSÆLDIR DÍSILBÍLA STÓRAUKAST Í BNA Nýliðinn október var 36. mánuðurinn í röð sem sala dísilbíla hefur vaxið í Bandaríkjunum. NÝTT FRÁ DICK CEPEK Trail Country Fun Country Mud Country NÝT T! NÝT T! Trail Country er fínmynstrað alhliða jeppadekk sem er rásfast og þægilegt í akstri innanbæjar, en býr Trail Country er frábært alhliða heilsársdekk Fun Country Fun Country 40 4900Sími 5 VOLKSWAGEN PASSAT Er orðinn vinsæll í Bandaríkjunum. BÍLAR Reynsluakstur Audi A3 SAAB hefur framleiðslu á ný 22% seldra Volkswagen bíla í Bandaríkjunum í nýliðnum október voru með dísil vél. Volkswagen er með 72% heildar - mark aðarins í dísildrifnum fólksbílum í Bandaríkjunum. ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2013

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.