Fréttablaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 3. desember 2013 | FRÉTTIR | 11 SVÍÞJÓÐ Aðeins tvö af tíu tilkynntum tilfell- um um ofbeldi gegn konum í nánum sam- böndum í Svíþjóð eru upplýst. Mikill munur er á því hvernig lögregluembættum tekst að leysa málin. Þetta skrifar Magnus Lind- gren, framkvæmdastjóri óháðu samtakanna Öruggari Svíþjóð, í aðsendri grein í Dagens Nyheter. Af þeim 80 þúsundum slíkra brota sem kærð voru 2008 til 2012 upplýstust aðeins 17 þúsund þannig að hægt væri að tengja geranda við brotið. Lindgren bendir á að til- kynningum um ofbeldi hafi fjölgað á tíma- bilinu en brotunum sem upplýst voru hafi fækkað á sama tíma úr 23 prósentum 2008 í 19 prósent 2012. Það sé athyglisvert vegna aukinna fjárframlaga til réttarkerfisins. Lindgren bendir jafnframt á að það fari eftir því hvar konur, sem verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum, búa hversu vel tekst að upplýsa brotið. Hann segir að skýring- arnar sem sérfræðingar innan lögregl- unnar, saksóknarar, starfsmenn kvennaat- hvarfa og aðrir gefa séu þær að skortur sé á þekkingu og stjórnun í þessum málum auk þess sem ekki sé tekið vel á móti konunum. Menn bentu einnig á að erfitt væri að sanna málin. - ibs Óháð samtök í Svíþjóð um ofbeldi gegn konum í nánum samböndum segja lögreglu skorta kunnáttu: Ofbeldi óupplýst vegna skorts á þekkingu DANMÖRK 25 nemendur í borgar- hlutanum Østerbro í Kaupmanna- höfn, sem mættu illa í skólann, hafa frá því í fyrra fengið aðstoð yfirvalda við að vakna á morgn- ana. Það er með samþykki foreldr- anna sem ráðgjafar koma heim til barnanna, gefa þeim morgun- mat og koma þeim út um dyrnar í tæka tíð. Í sumum tilfellum hefur verið nóg að hringja í börnin sem ýmist koma frá fjölskyldum með vanda- mál eða fjölskyldum þar sem for- eldrarnir fara snemma til vinnu. Taka á upp verkefnið í fleiri hverfum. - ibs Tilraun danskra yfirvalda: Vekja morgun- svæfa nemendur NOREGUR Þegar fjarskiptamið- stöð sænska hersins fékk aðgang að fjarskiptanotkun í Svíþjóð fékk hún samtímis aðgang að fjarskipt- um Norðmanna þar sem mestur hluti fjarskipta þeirra við útlönd fer í gegnum Svíþjóð. Þetta segir norski stjórnmála- maðurinn Michael Tetzschner. Hann segir norsk stjórnvöld hafa tekið upp málið við Svía. Tetzsc- hner segir Norðmenn vilja fá tryggingu fyrir því að fjarskipti Norðmanna falli ekki undir eftir- lit Svía. Slíkt sé andstætt norskum lögum. - ibs Eftirlit sænska hersins: Skoða fjarskipti Norðmanna OFBELDI Sérfræðingar í Svíþjóð segja lögregluna ekki hafa næga þekkingu til að rannsaka ofbeldi gegn konum í nánum samböndum. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR *Á meðan birgðir endast ©DISNEY GLÆSILEG GJÖF FYLGIR FRAMTÍÐARREIKNINGI Við stofnun eða innlögn á Framtíðarreikning barns að upphæð 5.000 kr. eða meira fylgir alfræðibókin Jörðin frá Disney með sem gjöf. Tilvalin jólagjöf sem vex með barninu. Komdu við í næsta útibúi Arion banka. Framtíðarreikningur — gjöf til framtíðar KJARASAMNINGAR Samninga- nefndir landssambanda og félaga innan Alþýðusambandsins fóru í gær yfir hugmyndir sem ræddar hafa verið innan samn- inganefndar ASÍ og í viðræðum við Samtök atvinnulífsins um ramma að nýjum kjarasamningi. Menn ætla að halda áfram í dag að skoða þessar hugmyndir. Fái hugmyndirnar brautargengi má búast við að viðræður við atvinnurekendur fari á fulla ferð seinni hluta vikunnar og þá hefjist jafnframt viðræður um launaliði. - jme Ræða stöðu kjarasamninga: Viðræður á fulla ferð FÉLAGSMÁL Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands 2013 verða veitt í dag í tilefni af alþjóðadegi fatlaðra. Verðlaunin eru veitt þeim sem stuðlað hafa að einu samfélagi fyrir alla, segir í tilkynningu. Alls bárust 48 til- lögur um 39 aðila í þremur flokk- um: flokki einstaklinga, flokki fyrirtækja og flokki umfjöllunar. Verndari verðlaunanna er for- seti Íslands og mun athöfnin fara fram í Silfurbergi í Hörpu. - eb Samfélag fyrir alla: Hvatningar- verðlaun ÖBÍ veitt KJARAMÁL Aðildarfélög innan ASí ræða stöðu kjarasamninga í dag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.