Fréttablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 4
23. janúar 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 SVISS Djúpstæður ágreiningur um stöðu Assads Sýrlandsforseta kom strax upp á yfirborðið við upphaf Sýrlandsráðstefnunnar í Sviss í gær. Walid al Moallem, utanríkis- ráðherra Sýrlands, hafnaði því að afsögn Assads yrði hluti af friðar- samningum. Amhad al Jarba, leið- togi sýrlenskra stjórnarandstæð- inga á ráðstefnunni, sagði strax á eftir að aldrei yrði hægt að sætta sig við annað en að Assad hætti. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafði fyrr um morg- uninn útilokað að Assad yrði aðili að bráðabirgðastjórn, sem lögð hefur verið til sem lausn á deilunni. Assad hafi glatað öllum trúverðugleika eftir að hafa ráðist gegn eigin þjóð og engin leið verði til að bæta úr því. Meira en 130.000 manns hafa fallið í átökunum síðustu þrjú ár. Á ráðstefnunni eru auk fulltrúa sýrlensku stjórnarinnar og stjórn- arandstæðinga staddir fulltrúar Bandaríkjanna, Rússlands, Samein- uðu þjóðanna, Evrópusambandsins og fjölmargra annarra ríkja. - gb Djúpstæður ágreiningur um stöðu Assads Sýrlandsforseta: Engar sættir virðast í sjónmáli WALID AL MOALLEM Utanríkisráð- herra Sýrlands er meðal fundarmanna á ráðstefnunni í Montreaux. FRÉTTABLAÐIÐ/AP EVRÓPUMÁL Framkvæmdastjórn ESB hefur kynnt tillögu um að aðildarríki muni árið 2030 hafa dregið úr losun gróðurhúsaloft- tegunda um 40 prósent frá því sem var árið 1990. Framkvæmdastjórnin hefur áður verið gagnrýnd fyrir að ganga ekki nógu langt í kröfum um aukna notkun endurnýjan- legra orkugjafa. Tillaga fram- kvæmdastjórnarinnar verður nú lögð fyrir Evrópuþingið og leið- togaráðið. - gb ESB kynnir tillögur sínar: Ný markmið í loftslagsmálum KJARASAMNINGAR Flókin staða er komin upp á vinnumarkaði eftir að um helmingur félagsmanna aðild- arfélaga Alþýðusambands Íslands felldi kjarasamninga sem skrif- að var undir í desember. Samtök atvinnulífsins samþykktu samn- inginn. Þetta þýðir að helmingur launafólks á almenna vinnumark- aðnum er kominn með bindandi kjarasamning til eins árs en hinir verða að reyna að semja upp á nýtt. Í næsta mánuði ætluðu aðilar vinnumarkaðarins að hefja gerð kjarasamnings til langs tíma, sú samningagerð er nú í uppnámi. Flest félög Starfsgreinasam- bandsins felldu samninginn og það sama gerðu rafiðnaðarmenn. Mikill meirihluti verslunar- manna samþykkti hann, svo og Samiðn. Mjög lítil kosningaþátttaka var í flestum verkalýðsfélögunum. Hún var til dæmis innan við 30 prósent hjá Starfsgreinasambandinu og hjá VR var hún tæp fjórtán prósent. Hjá mörgum félögum var samn- ingurinn felldur eða samþykktur með litlum mun. „Það er erfitt að draga víðtækar ályktanir þegar svo mjótt er á mun- unum og lítil þátttaka í atkvæða- greiðslunni. Það má hins vegar lesa úr þessu ákveðna vantrú á að kjara- samningurinn myndi leiða til raun- verulegrar kaupmáttaraukningar,“ segir Þorsteinn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins. Hann segir að ekki sé svigrúm til frekari kauphækkana en búið var að semja um sé mönnum alvara með að ná fram verðstöðugleika hér á landi. „Samningurinn fullnýtti það svigrúm sem Seðlabankinn taldi til launabreytinga sem var upp á fjög- ur prósent. Svigrúmið eykst ekki þó menn felli samninginn,“ segir Þor- steinn. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að menn hafi vitað að samn- ingurinn væri umdeildur. „Þetta var skammtímasamning- ur sem fól í sér ákveðnar launa- breytingar. Þetta var samningur við stjórnvöld um gengis- og pen- ingamál en líka um skatta- og verð- lagsmál. Svo átti að leggja upp með forsendur inn í framtíðina fyrir lágri verðbólgu og lágum vöxtum.“ Gylfi segir að nú verði að ræða við baklandið og komast að því hvað fólk vilji semja um og hverju það hafi verið að hafna þegar það felldi samningana. johanna@frettabladid.is Verkalýðshreyfingin klofin í afstöðu til kjarasamninga Um helmingur félagsmanna aðildarfélaga ASÍ hefur fellt nýgerðan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Forseti sambandsins segir að nú verði menn að tala við baklandið og komast að því hvað fólk vilji semja um. Menn vissu að þetta yrði erfitt, þar sem margt hefur gerst síðan samið var. Það eru mismunandi ástæður fyrir því að fé- lögin felldu samningana en ein ástæðan er hvað ríkisstjórnin kom veikt að samningn- um og lítið til móts við kröfur. Það er lítið traust á aðgerðum stjórnarinnar. Næst er að ræða við sáttasemjara og kalla saman samninganefndina. Sigurður Bessason, talsmaður Flóabandalagsins ➜ Veik aðkoma ríkis➜ Bíða átekta Staðan er einfaldlega sú að félagsmenn VR sam- þykktu samningana og það koma inn hækkanir um næstu mánaðamót. Staðan í heild gæti þó haft áhrif á okkar niður- stöðu því samningarnir byggja á aðfararsamningi, sem snýr að því að allir vinni saman að stöðugleika og kaupmáttaraukningu. Við verðum að sjá hvað gerist á næstu dögum. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR Þetta flækir stöðuna að því að leyti að helmingur félaga ASÍ er með sam- þykkta samninga og hinn ósamþykkta. Við erum að meta hvað við gerum. Við höldum miðstjórnarfund á fimmtudag og munum ákveða þar næstu skref. Líklega þurfum við að setjast aftur að borðinu með SA og sjá hvort það er eitthvað frekar í boði, sem ég held að sé ekki. Kristján Þ. Snæbjörnsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins ➜ Flækir stöðuna Í desember stóðu menn frammi fyrir því að vera komnir á botninn án þess að fara í átök. Niðurstaðan var svo lögð fyrir félagsmenn, sem felldu samninginn, og nú þarf að skoða aftur það sem þeir settu út á hann. Þetta er lýðræðisleg niðurstaða og nú skoðum við málin áður en næstu skref verða ákveðin. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins ➜ Fara yfir gagnrýni SVEITARSTJÓRNARMÁL Elín vill 2.-3. sæti Elín Oddný Sigurðardóttir fulltrúi VG í Reykjavík í mannrétt- indaráði og varamaður í velferðarráði og hverfisráði Háaleitis, gefur kost á sér í 2.-3. sæti á valfundi Vinstri grænna til borgarstjórnar- kosninga. Dóra í fjórða sæti Dóra Magn- úsdóttir gefur kost á sér í fjórða sæti í flokksvali Sam- fylkingarinnar í Reykjavík. Hún er stjórnsýslufræðingur að mennt, fædd og uppalin í Reykjavík og vann hjá Reykjavíkurborg frá 2003 til 2013, sem markaðsstjóri hjá Höfuðborgar- stofu. Sóley vill leiða VG áfram Sóley Tómas- dóttir býður sig fram til að leiða áfram lista Vinstri grænna í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. Hún hefur starfað á vettvangi borgarstjórnar frá 2006 og verið oddviti flokksins frá 2010. Dóra Lind gefur kost á sér Dóra Lind Pálmarsdóttir gefur kost á sér í 4. sæti í prófkjöri sjálf- stæðismanna í Mosfellsbæ. Hún er byggingartækni- fræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og starfar á byggingasviði Eflu verk- fræðistofu. AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundur@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Ingibjörg Karlsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Laugardagur Strekkingur sunnanlands en hægari vindur norðan til. HITASTIGIÐ ROKKAR heldur upp og niður næstu daga og þó sveiflurnar verði ekki miklar nægja þær til þess að úrkoman verður nokkuð breytileg, ýmist snjókoma, slydda eða rigning. Snjókoman verður þó að mestu bundin við norðanvert landið. 0° 6 m/s 1° 7 m/s 2° 7 m/s 5° 13 m/s Á morgun Strekkingur og sums staðar hvassviðri. Gildistími korta er um hádegi 3° 0° 2° 1° 1° Alicante Aþena Basel 16° 16° 8° Berlín Billund Frankfurt -2° 0° 7° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn 6° 0° 0° Las Palmas London Mallorca 19° 6° 14° New York Orlando Ósló -7° 16° -7° París San Francisco Stokkhólmur 7° 17° -5° 1° 5 m/s 5° 5 m/s 2° 3 m/s 2° 5 m/s 1° 3 m/s 1° 6 m/s -2° 4 m/s 6° 0° 4° 3° 1° FRÁ KARPHÚSINU Fulltrúar SA og ASÍ fögnuðu undirskrift kjarasamninga fyrir ára- mót með hefðbundnum hætti. Nú hefur um helmingur félagsmanna aðildarfélaga ASÍ hafnað samningnum. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN JÚLÍUS 630.000 var fjöldi gesta bókasafna Borgarbókasafns á árinu 2013. Fjöldi gesta á bókasöfnum borgarinn- ar hefur farið minnkandi undanfarin ár. Árið 2011 voru gestir 656.000 talsins, en árið 2012 fækkaði þeim í 637.000. Heimild: Reykjavíkurborg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.