Fréttablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 62
23. janúar 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 46 – fyrir lifandi heimili – R e y k j a v í k o g A k u r e y r i E I T T S Í M A N Ú M E R 5 5 8 1 1 0 0 w w w . h u s g a g n a h o l l i n . i s Riii i i i i isa AFSLÁTTUR % I FU LLU ÖRI FJ ÚTSALA 60 ALLT AÐ LARAMIE Hornsófi. Brúnt microfiber. D: 95 H: 95 L: 250x250 cm. 359.990 FULLT VERÐ: 449.990 20% AFSLÁTTUR 20-30% AFSLÁTTUR LA-Z-BOY „Fresca þykir mér einstaklega smart og góður drykkur, þá sérstaklega þegar ég er í bíó.“ Arnaldur Ernst leikari DRYKKURINN Mynd sem Ása Helga Hjörleifs- dóttir hyggst gera eftir bókinni Svaninum eftir Guðberg Bergs- son var valin á Berlinale Co-pro- duction-markaðinn. „Vonandi leiðir þetta til þess að við getum farið í tökur fljótlega,“ segir Ása Helga. Vintage Pict- ures framleiðir myndina. Hand- ritið er tilbúið, en markaðurinn gerir Ásu kleift að kynna sig fyrir hugsanlegum meðframleiðend- um að myndinni. „Berlinale Co- production er einn stærsti kvik- myndamarkaður í Vesturheimi. Það væri óskandi að við nældum okkur í útlenska meðframleiðend- ur á þessum markaði.“ Ásu hefur lengi langað að gera kvikmynd eftir þessari bók. „Það gerðist eitthvað þegar ég las þessa bók sem varð til þess að mig lang- aði að gera bíómyndir. Þessa bak- sögu gat ég notað í sumar þegar ég var að berjast fyrir réttinum til þess að gera myndina.“ Ása Helga þurfti að keppa um réttinn að bókinni við aðra kvik- myndagerðarmenn. „Núna síðast sóttust erlendir kvikmyndagerð- armenn eftir réttinum, en ég naut trausts Guðbergs fyrir þessu verk- efni. Hann hefur verið mér hlið- hollur frá upphafi. Ég hef unnið að handritinu frá því ég var að læra kvikmyndagerð við Columbia- háskólann.“ Ása Helga segir að líklega hafi Guðbergur tengt sig við eitthvað í handriti hennar. „Það er ekki síst existensíalisminn í bókinni sem heillaði mig og ég reyni að halda honum í handritinu. Annar þráð- ur í bókinni hans sem ég reyni að miðla í handritinu eru ákveðnar hliðstæður í náttúru mannsins og í náttúrunni umhverfis manninn.“ „Ég ætla mér að nýta möguleika kvikmyndaformsins. Í sögunni er mikið af innri einræðum hjá aðal- persónunni sem er níu ára barn. Það er krefjandi að breyta því í myndmál, en ég hef ýmsar hug- myndir.“ Alls eru 39 verkefni alls staðar að úr heiminum valin á Berlinale. Þar af eru tíu myndir sem eru fyrstu myndir leikstjóra í fullri lengd. Svanurinn verður fyrsta kvikmynd Ásu í fullri lengd, en hún hefur áður gert stuttmyndina Ástarsögu. „Af þessum tíu eru þrjár valdar sem þykja sérstak- lega efnilegar. Ég fékk að vita það í gær að Svanurinn er ein af þeim. Ástarsaga hefur hjálpað mér við að sanna mig sem leik- stjóri, hún hefur farið víða og fengið mörg verðlaun, og hún hefur vafalaust hjálpað óbeint til við að koma Svaninum inn á hátíðina.“ ugla@frettabladid.is Barðist um réttinn að Svani Guðbergs „Það gerðist eitthvað þegar ég las þessa bók sem varð til þess að mig langaði að gera bíómyndir,“ segir Ása Helga Hjörleifsdóttir um mynd eft ir bókinni Svanur- inn eft ir Guðberg Bergsson. Myndin var valin á Berlinale Co-production. KEPPNISMANNESKJA Ása Helga Hjörleifsdóttir lærði kvikmyndagerð við Columbia- Háskólann í New York. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Þessi tónlist er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég held það sé ansi erf- itt að fi nna manneskju sem fílar ekki Led Zeppelin,“ segir Smári Hrólfsson, einn eigenda viðburða- fyrirtækisins Dægurfl ugunnar, sem skipuleggur tónleika til heiðurs Led Zeppelin í Eldborgar- sal Hörpu 21. mars. Hljómsveitin sem ætlar að setja sig í spor Zeppelin er sett saman af Þóri Úlfarssyni tón- listarstjóra og er valinn maður hverju rúmi. „Við ákváðum að halda þessa tónleika eftir velgengni ELO- heiðurstónleikanna sem voru á síðasta ári.“ Dægurfl ugan leggur fi mm hundruð krónur af hverjum miða til Mottumars. „Við viljum bara styrkja gott mál- efni.“ „Allir sem koma að þessu hafa brennandi áhuga á tónlist Zeppelin þannig að allir leggja sig sér- staklega mikið fram,“ bætir Smári við. Led Zeppelin er af mörgum talin ein áhrifamesta rokkhljóm- sveit allra tíma. Sveitin er meðal vinsælustu listamanna heims og hafa selst um þrjú hundruð milljón plötur á heims- vísu. Á þessum tónleikum verða spiluð bestu lög þessarar frábæru hljóm- sveitar. Um sönginn sjá rokkararnir Eiríkur Hauksson, Eyþór Ingi Gunn- laugsson og Stefán Jakobsson. Miðasala hefst í dag klukkan 12 á hádegi. - glp Landsliðið leikur Led Zeppelin Tónleikar til heiðurs einni virtustu rokksveit sögunnar haldnir í mars. EIRÍKUR HAUKSSON „Það er í raun leiðinlegt hvað það eru miklu fleiri strákar í þessu en stelpur. Ég held samt að stelpur séu alveg jafn mikið fyrir þetta,“ segir Aðalborg Birta Sigurðardótt- ir, en hún er 21 árs gamall húðflúr- nemi á Húðflúrstofu Norðurlands. Hún hefur alltaf haft mikinn áhuga á því að teikna og mála en fann sig ekki í skóla. „Ég fann mig aldrei í skóla því ég vildi bara teikna. Mamma sem er lögfræðingur og fín frú, kom til mín einn daginn og sagð- ist hafa hugsað þetta út og inn og sagði mér að fara læra að flúra. Það kom mér pínu á óvart en hún styður mig í öllu saman,“ útskýrir Aðalborg Birta. Hún segist jafnframt ætla að flúra móður sína og föður á næst- unni. „Mamma er komin með hug- mynd að flúri og pabbi ætlar líka að fá sér flúr hjá mér.“ Hana langaði mikið til þess að fara til Taílands að læra flúrun en það var mjög kostnaðarsamt. „Það er boðið upp á svona nám víðs vegar en það kostar alltaf slatta,“ segir Aðalborg Birta, sem er mjög sátt við sig á Húðflúrstofu Norður- lands. Í húðflúrgerð má ekkert klikka. „Þetta er mjög erfitt og mun erfið- ara en ég hélt, en Jón Óli er frábær kennari.“ Aðalborg Birta er komin með læksíðu á Facebook og náði sér í yfir sex hundruð læk á tæpum sól- arhring. „Ég er ótrúlega ánægð og þakklát með viðtökurnar.“ - glp Flúrar bæði pabba og mömmu Aðalborg Birta Sigurðardóttir húðfl úrnemi fann sig í fl úrinu en ekki í skólanum. FAGURKERI OG FLÚRARI Aðalborg Birta Sigurðardóttir, húðflúrnemi á Húðflúrstofu Norðurlands. MYND/EINKASAFN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.