Fréttablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 22
23. janúar 2014 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 22 Íbúar jarðar eru um 7 milljarðar um þessar mundir og af þeim er um 1 milljarður skráður í samvinnufélag. Sam- vinnufélögin eru gríðar- sterk um allan heim, þau eru nærri ein og hálf milljón talsins og starfa á fjölmörgum sviðum samfélagsins. Hér á landi er verslun- arrekstur þeirra aðal- svið, en auk þess starfa þau í landbúnaði og útgerð. Í öðrum löndum fást félögin við heilsugæslu, fjármálastarfsemi, tryggingastarfsemi, rekstur íþróttafélaga, búsetufélaga, útfarar- þjónustu, fjarskiptafyr- irtækja og svona mætti áfram telja. Í löndum, þar sem atvinnulíf og mikilvæg- ir innviðir samfélagsins eru vanþróaðir, ganga æ fleiri framleiðendur til liðs við samvinnuhug- sjónina og á það ekki síst við um matvælafram- leiðendur, og þá einkum bændur. Markmiðið er að bæta lífskjör- in, en það er einmitt megintil- gangur samvinnufélaganna, að stuðla að efnahagslegum ávinn- ingi félagsmanna og um leið samfélagsins í heild. Grund- völl sinn byggja þau á lýðræði félagsmanna og jöfnum atkvæð- isrétti við stjórnun félaganna, þar sem ákvarðanir eru teknar í þágu samfélags og samvinnu, ekki í þágu sérhagsmuna. Samvinnufélögin algeng Það er því kannski ekki tilviljun að í vaxandi hagkerfum BRIC- landanna, Brasilíu, Rússlands, Indlands og Kína, eru um 15 prósent landsmanna í samvinnu- félagi og þar með eigendur að félögunum. Það er e.t.v. held- ur ekki tilviljun að fjórðungur þýska bankakerfisins er rekinn í samvinnuformi, né heldur að um 42 milljónir Bandaríkja- manna fái heimilisrafmagnið frá samvinnufyrirtæki á sviði raforkusölu. Í Bandaríkjunum einum eru um 30 þúsund sam- vinnufélög, sem skapa um tvær milljónir starfa. Í Kenía afla samvinnufélög 45% þjóðarfram- leiðslunnar. Í samvinnufélagi eru með- limir þess jafnframt eigend- ur félagsins. Sú er jafnframt grunnforsenda samvinnustarfs- ins. Í Asíu eru 536 milljónir manna eigendur að samvinnu- félagi, 171 milljón manna eig- endur að hlutafélögum. Í Evrópu eru um 123 milljónir manna í samvinnufélagi, 58 milljónir eigendur að hlutafélögum. Á Íslandi eru í dag rúmlega 30 þúsund manns í samvinnufélagi, eða um 10% þjóðarinnar. Heimsþekkt vörumerki Samvinnufélög framleiða margar þekktustu vörur heims, þeirra á meðal er ein elsta og þekktasta vara Frakka, kampa- vínið frá Champagnehéraði. Lurpak er eitt þekktasta vöru- merki í smjöri í Evrópu. Það er framleitt og í eigu átta þúsund samvinnubænda í Danmörku, Svíþjóð og Þýskalandi. Um 90% heildarframleiðslu Parmesan- ostsins á Ítalíu eru framleidd hjá samvinnubændum. Hráefn- ið í sinnepið Colman’s English kemur frá breskum samvinnu- mönnum. Fairtrade frá Mexíkó Fairtrade er vaxandi viðskipta- sáttmáli í alþjóðaviðskiptum og valkostur við hinar hefðbundnu alþjóðlegu viðskiptavenjur. Fairtrade lofar stöðugu verðlagi og langtíma viðskiptasambandi. Það stuðlar jafnframt að því að framleiðendur í þróunarlönd- unum fái hærra verð en áður hefur tíðkast, að því tilskildu að þeir verji meira fjármagni til að bæta vinnuskilyrði, afla hreinna vatns og taki þátt í samfélags- legum verkefnum. Fairtrade var stofnað af samvinnuhreyfing- unni í Mexíkó. Nú eru um 75% vara undir merkjum Fairtrade framleidd af samvinnufélögum. Eins og fyrr segir eru íslensk fyrirtæki mörg hver rekin í samvinnufélögum, þeirra á meðal eru útgerðarfyrirtæki og verslanir, auk félaga á öðrum sviðum. Það er því ekki að efa að enn eiga grunngildi sam- vinnustarfs um þátttöku, jafn- ræði og samfélagslega ábyrgð erindi við íslenska þjóð. Samvinnuhugsjónin á erindi við þjóðina VIÐSKIPTI Skúli Þ. Skúlason formaður stjórnar Kaupfélags Suðurnesja ➜ Markmiðið er að bæta lífskjörin, en það er einmitt megintilgangur samvinnu- félaganna, að stuðla að efnahagslegum ávinningi félagsmanna og um leið samfélagsins í heild. Þokan liggur enn eins og mara á við- skipta- og efnahagsnefnd Alþingis. Ekki er vitað, hvernig 50 milljarða tala spratt úr höfði Frosta Sigurjóns- sonar. Ekki er heldur vitað, hvaða nefndarmenn fengu að vita hvað og hvaða meðferð málið fékk í nefndinni. Auðvitað eiga fylgiskjöl að vera skráð og opin og fundir geymdir á myndskeiðum. Í rekstri alvöru fyrirtækja eru verkferli á hreinu og eru rekjanleg. En í þessari nefnd grúfir bara þokan ein. Við vitum samt, að formaðurinn rambaði meðvitundarlítill í þokunni miklu. Þannig virðist ástand hans vera enn. Flóttasvipurinn er að minnsta kosti ekki horfinn í sjón- varpi. http://www.jonas.is/ Jónas Kristjánsson ÞOKUBAKKAR ÞINGNEFNDAR Save the Children á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.