Fréttablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 52
23. janúar 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING BÍÓ | 36 Vefsíðan Mental Floss hefur tekið saman lista yfir þær kvikmyndir í sögunni sem hafa þénað minna en fjögur hundruð dollara, 46.500 krónur. Hafa þessar myndir farið svo lágt að flestir vita ekki einu sinni að þær eru til. Í fyrsta sæti á þessum vafasama lista er myndin ZYZ- ZYX Road frá árinu 2006 sem skilaði aðeins þrjátíu doll- urum í kassann, tæplega 3.500 krónum. Aðalhlutverkin í þeirri mynd voru í höndum Tom Sizemore og Katherine Heigl. Í öðru sæti er myndin Storage 24 frá síðasta ári sem þén- aði aðeins meira, 72 dollara, rúmlega átta þúsund krónur. Í því þriðja er Dog Eat Dog frá árinu 2009 með áttatíu doll- ara í hagnað, 9.300 krónur. Vera hennar á listanum er und- arleg því hún vann til ýmissa verðlauna og fékk fleiri til- nefningar á kvikmyndahátíðum um heim allan. - lkg Myndirnar sem skiluðu afar litlu í kassann Vefsíðan Mental Floss hefur tekið saman lista yfi r kvikmyndir sem hafa þénað minna en 400 dollara. ● The Objective (2009) - $95 millj. ● The Ghastly Love of Johnny X (2012) - $117 millj. ● Pretty Village, Pretty Flame (1998) - $211 millj. ● Playback (2012) - $264 millj. ● Intervention (2007) - $279 millj. ● Trojan War (1997) - $309 millj. ● The Marsh (2007) - $336 millj. ➜ Aðrar myndir á listanum ENGIN VELGENGNI ZYZZYX Road þénaði nánast ekkert. Leikkonan Mariska Hargitay er fimmtug í dag Hún er hvað þekktust fyrir leik í sjónvarps- þáttunum Law & Order: Special Victims Unit. Ellismellir og eltingarleikur Last Vegas, gamanmynd Þeir Paddy, Archie, Sam og Billy hafa í gegnum árin brallað mikið saman og mynduðu á æskuárunum gengi sem engum var óhætt að abbast upp á. Hins vegar var eitt sem þeir höfðu alltaf ætlað að gera en komu aldrei í verk og það var að skella sér saman til gleðiborgarinnar Las Vegas og mála bæinn rauðan. Það tækifæri kemur hins vegar þegar Billy tilkynnir hinum þremur að hann hyggist loksins kvænast og býður þeim að koma með sér til Vegas að fagna tímamótunum og halda ærlegt steggjapartí. Stórleikararnir Robert De Niro, Morgan Freeman, Kevin Kline og Michael Douglas leika æskuvinina fjóra. Jack Ryan: Shadow Recruit, hasarmynd Þegar Jack Ryan kemst á snoðir um áform Rússa nokkurs, Victors Cherevin, um að lama efnahag Bandaríkjanna og heimsins alls með úthugsuðum hryðjuverkaárásum ákveður hann að fara til Rússlands, mæta óþokkanum augliti til auglitis og freista þess að koma í veg fyrir að áætlun hans nái fram að ganga. Þetta er sannkölluð hættuför þar sem Jack á viðbrögðum sínum og þjálfun lífið að þakka, en verkefni hans verður ekki auðveldara þegar hann kemst að því að eignkona hans, Cathy Ryan, hefur án hans vitundar einnig ákveðið að fara til Rússlands í þeirri von að geta hjálpað til. Chris Pine leikur Jack Ryan en meðal ann- arra leikara eru Keira Knightley, Kevin Costner og Colm Feore. FRUMSÝNINGAR Andstæður mætast í bíó AFMÆLISBARN DAGSINS Megan Ellison er orðið eitt þekkt- asta nafnið í Hollywood og einn eftirsóttasti fjárfestirinn vestan hafs. Hún er aðeins 27 ára gömul en hefur á síðustu þremur árum sett peninga í kvikmyndir sem hafa sam- tals fengið 35 Óskars- tilnefning- ar. Sautján af tilkynn- ingunum 35 komu í hús nú fyrir stuttu þegar tilnefningarnar til Óskarsverðlaunanna voru tilkynntar, fyrir myndirnar Ameri can Hustle, Her og The Grand master sem allar voru fjár- magnaðar af Megan. Megan er dóttir milljarðamær- ingsins Larrys Ellison, fram- kvæmdastjóra Oracle. Samkvæmt tímaritinu Forbes eru auðævi föður hennar metin á 42 milljarða Bandaríkjadala sem gerir hann að þriðja ríkasta manni Ameríku. Mennirnir sem ná að skáka honum eru Warren Buffett, framkvæmda- stjóri Berkshire Hathaway, og Bill Gates, stofnandi Microsoft. Megan er því hluti af hópi ungra frum- kvöðla vestan hafs sem eru með ansi djúpa vasa og er hún óhrædd við að taka mikla áhættu. Góð dæmi um það eru myndirnar Zero Dark Thirty og The Master sem stóru myndverin höfnuðu. Þessar tvær myndir gerðu það að verkum að Megan og fyrir- tæki hennar, Annapurna Pictures, varð eitt það eftir- sóttasta í kvikmyndabrans- anum. The Master, Zero Dark Thirty og American Hustle eru allar myndir með miðl- ungsháan framleiðslukostn- að á Hollywood-kvarðanum, í kringum fjörutíu milljónir Bandaríkjadala, tæplega fjóra og hálfan milljarð króna. Þær hafa samt sem áður skilað sam- tals 290 milljónum dollara í miða- sölutekjur á heimsvísu, tæplega fjörutíu milljörðum króna. Það eru ekki aðeins framleið- endur sem eru sólgnir í peninga Megan heldur vilja handritshöf- undar og leikstjórar ólmir vinna með þessari kjarnakonu þar sem hún dembir sér í þau verkefni sem hún tekur sér fyrir hendur af fullum krafti. Þá hefur Megan ákveðið að endurvekja eina vinsælustu bíó- seríu í sögu Hollywood – The Terminator. Hún borgaði tuttugu milljónir Bandaríkjadala, rúma tvo milljarða króna, árið 2012 til að tryggja sér réttinn að myndum um Tortímandann í framtíðinni og að Arnold Schwarzenegger myndi leika hann eins og hann gerði áður. Megan er afar annt um að vernda einkalíf sitt og gaf engin viðtöl þegar í ljós kom að mynd- ir hennar hefðu hlotið sautj- án tilnefningar til Óskarsverð- launanna. Það eina sem hún gerði var að tísta eftirfarandi: „17.“ liljakatrin@frettabladid.is Fjárfestirinn sem raðar inn tilnefningum til Óskarsins Megan Ellison er nafn sem vafalaust fáir kannast við hér á landi. Hún er fj árfestirinn á bak við margar af bestu myndum síðasta árs, þar á meðal American Hustle og Her. Megan er 27 ára og á mikilli uppleið. SIGURFÖR Hér með leikurum í American Hustle. EFTIRSÓTT Það er slegist um Megan. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS asteignir.is er stærsti og ítarlegasti húsnæðisvefur á Íslandi, með yfir 12.000 eignir á skrá.F Eini vefurinn með allar sölueignir á skrá Lifandi og uppfærður leiguvefur Fjölbreyttar upplýsingar í boði fyrir kaupendur, seljendur og leigjendur Opin hús, myndasýningar og þjónustusíður fyrir húseigendur ú færð góð ráð um fasteignaviðskipti og aðstoð við leigu á íbúð.Þ ú finnur draumaeignina þína á fasteignir.is.Þ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.