Fréttablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 34
BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 6 23. janúar 2014 FIMMTUDAGUR Rekstraráætlanir Volvo fyrir síðasta ár kváðu hvorki á um tap né hagn- að. Því var það mikið gleðiefni fyrir Hakan Samuelsson að tilkynna það að Volvo hagnaðist á árinu. Fyrri hluta ársins var Volvo rekið með tapi, en sá seinni gerði meira en að bæta það upp. Tapið á fyrri helmingnum nam 10,3 milljörðum króna. Gríðarlegur vöxtur í sölu Volvo-bíla í Kína á seinni helmingi ársins er það sem helst skýrir þennan viðsnúning. Þar jókst salan um 46% og heildarsala Volvo-bíla var 427.840 bílar, 1,4% meira en árið á undan. Næsta ár verður að sögn forstjórans ár vaxtar og vænta Volvo-menn talsverðrar aukningar í sölu. Í Bandaríkjunum gekk Volvo illa á árinu og minnkaði salan um 10,1% þar. Því ætlar Volvo að snúa við á þessu ári. Með tilkomu nýrra bíla ætlar Volvo að sækja mjög á Bandaríkjamarkaði og með tilkomu nýs XC90-jeppa árið 2015 áætlar Volvo að það ár verði einnig farsælt fyrirtækinu þar. Volvo ætlar að hefj a framleiðslu nokk- urra bíla sinna í Kína á þessu ári og mun nokkuð stór hluti þeirra verða fl uttur til Bandaríkjanna en enn stærri hluti þeirra verður seldur í Kína. Volvo sneri tapi í hagnað Volvo horfi r björtum augum til þessa árs í ljósi velgengninnar undanfarið. K ínverski bílafram- leiðandinn Dong- feng nálgast hratt kaup á 14% hluta- fjár í franska bílaris- anum PSA/Peugeot- Citroën. Í leiðinni mun franska ríkið leggja til jafn mikið fé í fyrirtækið og eign- ast jafn stóran hlut. Ef af þessu verður, sem allt bendir reynd- ar til, verður það í fyrsta skipti sem Peugeot-fjölskyldan missir ráðandi hlut í fyrirtækinu allar götur frá stofnun þess árið 1896. Stjórn PSA á að hafa samþykkt þessi kaup nú þegar þótt ekki sé enn búið að ganga frá þeim. Dongfeng eignast 14 prósent Dongfeng og franska ríkið leggja til 118 milljarða króna hvort og með því er fjárhags- legur grundvöllur fyrirtækis- ins tryggður í bili en viðvarandi tap hefur verið af rekstri PSA/ Peugeot-Citroën. Í kauphöll- um er verð hvers hlutar í PSA skráð á um 11 evrur en kaup- in munu fara fram á gengi milli 7,5 og 8 Evrur og því er það verð sem Dongfeng og franska ríkið kaupa á mjög hagstætt, en einn- ig lýsandi fyrir ástandið hjá PSA. Auk þessarar innspýtingar fjármagns verða hlutir í fyrir- tækinu seldir á verðbréfamörk- uðum og áætlað að þar safn- ist að auki 475 milljarðar króna auk þess sem Peugeot-fjölskyld- an ætlar að leggja til 16 millj- arða króna. Töpuðu 240 milljörðum 2013 Tap PSA/Peugeot-Citroën á nýliðnu ári segja markaðsrýn- endur að verði 240 milljarðar króna en fyrirtækið birtir ekki uppgjör sitt fyrr en 19. febrúar. Ástæða þess að hið kínverska Dongfeng ætlar að kaupa í PSA er helst sú að með því kemst fyrirtækið yfir þá þróun og tækninýjungar sem eru í herbúðum PSA. PSA/ Peugeot-Citroën er nú þegar í þéttu samstarfi við Dongfeng í Kína og eru bílar PSA smíð- aðir í verksmiðju Dongfeng og seldir í Kína. Þar áætlar PSA að selja 950.000 bíla á þar næsta ári og mun höfuðáhersla í sölu bíla PSA flytjast þangað frá Evrópu. DONGFENG NÁLGAST KAUP Í PSA/PEUGEOT-CITROËN Smíðar nú þegar bíla fyrir Peugeot-Citroën í Kína – Áhersla PSA færist frá Evrópu til Kína þar sem sala bíla í Evrópu er dræm Peugeot 208 GTI Einn af bestu sölubílum Peu- geot er hinn smávaxni 208 bíll sem hér sést í GTI útgáfu Í vikunni varð bandaríski bílaframleiðandinn Chrysler formlega að dótturfyrirtæki Fiat. Fiat hefur hægt og rólega frá árinu 2009 tryggt sér öll hlutabréfi n í Chrysler og þurfti að punga út 510 milljörðum króna í byrjun ársins til að klára kaupin. Forstjóri Fiat, Sergio March- ionne, gaf út við þetta tækifæri að hann myndi að minnsta kosti verða í starfi forstjóra til ársins 2016 og fylgja eftir sameiningu fyrirtækj- anna. Marchionne hefur látið hafa eftir sér að höfuðstöðvar Fiat verði ekki endilega áfram á Ítalíu og er talið fullt eins líklegt að þær verði fl uttar til Bandaríkjanna og þá líklega til New York. Chrysler formlega undir Fiat „Vanabindandi akstursánægja“ Ford Focus. 5 dyra frá 3.490.000 kr. Prófaðu vinsælasta bíl í heimi búinn sparneytinni EcoBoost vél sem hefur hlotið titilinn vél ársins, tvö ár í röð. Öflug 125 hestafla vélin skapar einstaka sparneytni 5,0 l/100 km og lágt CO2 114 g/km. Brimborg fagnar 50 árum í bílgreininni og af því tilefni fylgja ný Nokian vetrardekk að verðmæti 145.000 kr. öllum Ford Focus í janúar. Nýttu tækifærið. Komdu og prófaðu Focus. Tryggðu þér eintak. ford.is Ford Focus 5 dyra/station, EcoBoost bensín 125 hö. 6 gíra beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 5,0/5,1 l/100 km. CO2 losun 114/117 g/km. Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16 Viltu vita meira um Ford Focus? Ford Focus hefur svo margt. Hann er búinn 16“ álfelgum og meðal staðalbúnaðar er Ford SYNC raddstýrt samskiptakerfi með Bluetooth búnaði fyrir GSM síma og neyðarhringingu. Tölvustýrð miðstöð viðheldur því hitastigi sem þú velur og með aksturstölvunni fylgist þú með með lágri eyðslunni. 3,5 tommu upplýsingaskjár er í mælaborði og sérstakt hitaelement er í miðstöð. Hann er því mjög fljótur að hitna á köldum vetrarmorgnum. CO2 gildin eru óvenju lág fyrir bensínvél og hann fær frítt í stæði í miðborg Reykjavíkur. Start stop spartæknin er í öllum beinskiptum Ford Focus. Komdu í reynsluakstur. Við tökum vel á móti þér. Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. Station frá 3.640.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.