Fréttablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 42
| SMÁAUGLÝSINGAR | Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu: 1. Breyting á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016. Stækkun Búrfellsvirkjunar. Lýsing breytingar sem nær til iðnaðarsvæðis við Búrfellsvirkjun og felur í sér að gert verður ráð fyrir stækkun Búrfellsvirkjunar um allt að 140 MW með nýju stöðvarhúsi í Sámstaðamúla. Fyrirhugað virkjanasvæði er að mestu leyti milli Búrfells og Sámstaðamúla og hefur því þegar verið raskað að stærstum hluta í tengslum við fyrri framkvæmdir við Búrfellsvirkjun. Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt eftirfarandi tillaga að breytingu á aðalskipulagi 2. Breyting á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 á spildu úr landi Kjóastaða. Verslun og þjónusta í stað landbúnaðarsvæðis. Breytingartillagan gerir ráð fyrir að um 12 ha svæði úr landi Kjóastaða 1, spilda með lnr. 220934, breytist í svæði fyrir verslun- og þjónustu þar sem fyrirhugað er að byggja upp ferðaþjónustu. Á svæðinu er gert ráð fyrir tjaldsvæði auk þess sem heimilt verður að reisa a.m.k.2 hús fyrir gistingu og aðra þjónustu s.s. veitingasölu. Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi deiliskipulagstillögu: 3. Deiliskipulag smávirkjunar fyrir fjarskiptastöð Neyðarlínunnar við Bláfell í Bláskógabyggð. Deiliskipulagið nær til svæðis við fjallið Bláfell á Kili þar sem fyrirhugað er að koma upp 10-20 kW smávirkjun til að sjá fjarskiptastöð Neyðarlínunnar fyrir rafmagni. Stífla, stöðvarhús og önnur mannvirki verða staðsett í um 620 m hæð. Samkvæmt 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagstillögum: 4. Deiliskipulag bæjartorfu Miðdalskots og næsta nágrennis, Bláskógabyggð. Skipulagssvæðið er um 13 ha stærð og nær yfir núverandi bæjartorfu auk svæðis til norðvesturs af henni. Gert er ráð fyrir að byggt verði nýtt íbúðarhús, nýtt útihús auk þess sem heimilt verður að stækka þau hús sem þegar eru til staðar. Þá er einnig gert ráð fyrir byggingu allt að 10 útleiguhúsa í tengslum við ferðaþjónustu bænda. 5. Deiliskipulag friðlands við Gullfoss og næsta nágrennis ásamt umhverfisskýrslu, Bláskógabyggð. Tillaga að deiliskipulagi fyrir friðlandið við Gullfoss og nánasta umhverfi þess auk verslunar- og þjónustusvæðis (Gullfosskaffi) í landi Brattholts. Markmið tillögunnar er að tryggja verndun friðlýsta svæðisins með uppbyggingu mannvirkja sem falla vel að ásýnd umhverfisins og auðvelda gestum aðgengi um svæðið. Nær tillagan til uppbyggingar stígakerfis svæðisins, útsýnisstaða, aðkomuleiða og bílastæða auk mannvirkja á verslunar- og þjónustusvæði. Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar eftirfarandi tillögur að breytingu á aðalskipulagi 6. Breyting á Aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012, í Bláskógabyggð, á spildu úr landi Kjarnolts, Bláskógabyggð. Landbúnaðarsvæði í stað frístundabyggðar. Lögð fram til kynningar breyting á aðalskipulagi sem felst í að um 14 ha svæði úr landi Kjarnholts sem er í dag skilgreint sem frístundabyggð breytist í landbúnaðarsvæði. Fyrirhugað er að stofna lögbýli á hluta svæðisins sem nýtt verður til hrossaræktar auk mögulegrar ferðaþjónustu í samræmi við ákvæði aðalskipulags. Tillaga að breytingu gildandi deiliskipulags er auglýst samhliða (sjá nr. 9) 7. Breyting á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 á spildu úr landi Klausturhóla við Klausturhólaréttir. Frístundabyggð í stað landbúnaðarsvæðis.Um er að ræða 21 ha svæði austan Búrfellsvegar í námunda við Klausturhólaréttir sem samkvæmt gildandi aðalskipulagi er skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Breytingin gerir ráð fyrir að svæðið verði skilgreint sem frístundabyggð til samræmis við landnotkun aðliggjandi svæðis. Tillaga að deiliskipulagi svæðisins er auglýst samhliða (sjá nr. 10) 8. Breyting á Aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 á spildu úr landi Öndverðarness. Frístundabyggð í stað opins svæðis til sérstakra nota.Um er að ræða um 14 ha svæði í landi Öndverðarness, norð-vestan við Kambshverfið, sem samkvæmt gildandi aðalskipulagi er skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota. Breytingartillagan gerir ráð fyrir að svæðið breytist í svæði fyrir frístundabyggð. Staðsetning svæðisins hefur breyst lítillega frá því tillagan var kynnt skv. 2.mgr. 30. gr. skipulagslaga, þ.e. það hefur færst til vesturs. Tillaga að deiliskipulagi svæðisins er auglýst samhliða (sjá nr. 11). Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum: 9. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar úr landi Kjarnholta 1 í Bláskógabyggð. Lögbýli í stað frístundahúsalóða. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem í dag nær yfir fimm frístundahúsalóðir á bilinu 0,7 til 12,3 ha að stærð, auk 10 ha svæðis sem einöngu ætlað er til beitar, skógræktar, jarðyrkju eða annarar frístundaiðju. Í breytingunni felst að fyrirhugað er að breyta hluta deiliskipulagssvæðisins í landbúnaðarsvæði þar sem stofnað verður nýtt lögbýli. Landbúnaðarsvæðið mun ná til alls svæðisins utan lóða I og II, eða samtals til um 12 ha svæðis. Í dag er eingöngu heimilt að reisa frístundahús og geymslu, en breytt deiliskipulag gerir ráð fyrir að í stað frístundahússs verði heimilt að reisa íbúðarhús, skemmu og/eða útihúss auk þess sem heimilt verður að vera með minniháttar ferðaþjónustu í samræmi við ákvæði aðalskipulags. Tillagan er í samræmi við breytingu á aðalskipulagi sem auglýst er samhliða (sjá nr. 6). 10. Deiliskipulag frístundabyggðarinnar Réttarland úr landi Klausturhóla í Grímsnes- og Grafningshreppi. Tillaga að deiliskipulagi 21 ha svæðis fyrir frístundabyggð við Klausturhólaréttir austan Búrfellsvegar. Svæðið liggur upp að eldri frístundabyggð úr landi Klausturhóla og landi Hallkelshóla. Á svæðinu er gert ráð fyrir 24 frístundhúsalóðum þar sem byggingarmagn miðast við nýtingarhlutfallið 0.03 eins og í flestum öðrum frístundahúsasvæðum í sveitarfélaginu. Tillagan er í samræmi við breytingu á aðalskipulagi sem auglýst er samhliða (sjá nr. 7) 11. Deiliskipulag frístundabyggðar í landi Öndverðarness við Hlíðarhólsbraut. Tillaga að deiliskipulagi 12 ha svæðis fyrir 20 frístundahúsalóðir á svæði norð-vestan við Kambshverfið, rétt austan við golfskálann. Aðkoma að svæðinu verður frá Kambsbraut. Byggingarmagn lóða miðast við nýtingarhlutfallið 0.03. Tillagan er í samræmi við breytingu á aðalskipulagi sem auglýst er samhliða (sjá nr. 8) 12. Deiliskipulag frístundabyggðar sem kallast Hlauphólar úr landi Stóru-Borgar í Grímsnes- og Grafningshreppi. Endurauglýsing Auglýst að nýju tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar úr landi Stóru-Borgar, svæði sem kallast Hlauphólar. Landið er um 29 ha að stærð og liggur að þéttbýlinu Borg, frístundabyggð úr landi Bjarkar og Minni-Borgar. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir 40 lóðum á bilinu 0,5 - 1 ha að stærð. Aðkoma að svæðinu verður frá þéttbýlinu á Borg. Tillagan var áður auglýst 23. ágúst 2012 með athugasemdafrest til 5. október. 13. Deiliskipulag 3 ha svæðis fyrir frístundabyggð úr landi Villingavatn, í Grímsnes- og Grafningshreppi. Tillaga að deiliskipulagi 4 frístundahúsalóða úr landi Villingavatns sem allar eru 7.400 fm. Skipulagssvæðið er um 3 ha að stærð og er um 100 m frá Þingvallavatni. Á lóðunum verður heimilt að reisa frístundahús og aukahús með hámarks nýtingarhlutfall upp á 0.03. Stærð aukahúss má að hámarki vera 40 fm. Aðkoma að svæðinu er frá Villingavatnsvegi. 14. Deiliskipulag fyrir minkahús á spildu úr landi Ása í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Tillaga að deiliskipulagi fyrir minkahús á spildu sem kallast Steinkerstún athafnasvæði úr landi Ása. Skipulagssvæðið er um 4,5 ha að stærð og liggur upp að Stóra-Núpsvegi nr. 328 suðaustan við minkabúið Mön. Gert er ráð fyrir að á spildunni megi reisa tæplega 9 þúsund fermetra mannvirki fyrir minkarækt. Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu viðkomandi sveitarstjórna og á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og tillögurnar sjálfar á vefslóðinni http://www.granni.is/uppsveitirogfloahr/auglysingar.htm. Skipulagstillögur nr. 1 - 5 eru í kynningu frá 23. til 29. janúar 2014 en tillögur nr. 6-14 frá 23. janúar til 7. mars. Athugasemdir og ábendin- gar við tillögur nr. 1 - 5 þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 29. janúar 2014 en 7. mars fyrir tillögur nr. 6 - 14. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar. Pétur Ingi Haraldsson Skipulagsfulltrúi petur@sudurland.is AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi tilkynningar Húsnæði í boði LEIGJENDUR, TAKIÐ EFTIR! Þið eruð skrefi á undan í leit að réttu íbúðinni með hjálp Leigulistans. Kíktu inn á www.leigulistinn.is eða hafðu samb. við okkur í s. 511 1600. Glæsileg nýuppgerð 88fm 3ja herbergja íbúð á Snorrabraut, stórar svalir, langtímaleiga, laus 1.febrúar. Verð 180 þús. Uppl. e.kl.17.00 í s. 824 6692. Atvinnuhúsnæði TIL LEIGU Í HAFNARFIRÐ Eitt 50m2 frístunda-/iðnaðarbil var að losna í Steinhellu 14, einnig til leigu 180m2 endabil í Suðurhellu. Upplýsingar í síma 660-1060. Geymsluhúsnæði GEYMSLULAUSNIR.IS Búslóðageymsla og flutningar. Gott verð, sækjum og sendum. S. 615-5005. GEYMSLUR.COM Frá kr. 3990 hjá Ikea í Garðabæ og Fiskislóð í Reykjavík. S. 555 3464 WWW.BUSLODAGEYMSLA.IS Búslóðageymsla Olivers 150 kr. á dag hvert bretti. Starfað í yfir 25 ár. S. 567 4046 & 892 0808. WWW.GEYMSLAEITT.IS Sér geymslur frá 3.900. 1 til 17m2. Aðgangur kl. 8-22 alla daga. Ný sérhönnuð geymsluhús, upphitað og vaktað. S: 564-6500. Gisting ENDURNÆRING Í STYKKISHÓLMI Helgargisting með heitum pottum. Sund, gönguferðir og siglingar. Veitingastaðir á heimsmælikvarða. Upplýsingar í síma 861 3123 eða á www.orlofsibudir.is Atvinna í boði HÁRGREIÐSLUFÓLK Óskum eftir svein eða meistara til starfa hjá okkur. Áhugasamir sendi umsókn á malla@hairdoo.is HÁRGREIÐSLUFÓLK! Stofa miðsvæðis í Reykjavík leitar að góðu fólki. Sendið nafn og síma á: sigrun8m@gmail.com Viðskiptatækifæri VEITINGAREKSTUR TIL SÖLU Rekstur Kántrýbæjar á Skagaströnd er til sölu. Gott tækifæri fyrir duglegt fólk. Upplýsingar sendist á: kantry@kantry.is eða í s. 869 1709 Einkamál STEFNUMÓT? SKYNDIKYNNI Auglýstu frítt í síma 535-9923. Símastefnumót Rauða Torgsins Símastefnumót.is Djarft ísenskt samfélag á netinu, ókeypis eða í áskrift. Frítt vídeóspjall. EroticAria.eu Lease period is for 3 years. Please send an e-mail to: eyjolfssongt@state.gov before February 1st with information about the location (street and house number) and phone number of the contact person showing the property. The American Embassy, is seeking to lease an apartment in the Reykjavik central area as of March 1st. 2014. Required size is 120 – 200 square meters. Preferably 2 bathrooms and permission to keep pets. Bandaríska Sendiráðið óskar að taka á leigu íbúð nálægt miðbæ Reykjavíkur frá 1. Mars 2014. Æskileg stærð 120 – 200 fermetrar helst 2 baðherbergi og leyfi til að hafa gæludýr. Leigutími 3 ár. Vinsamlegast sendið tölvupóst á: eyjolfssongt@state.gov fyrir 1. febrúar með upplýsingum um staðsetningu eignarinnar (götuheiti og húsnúmer) og símanúmer þess sem sýna mundi eignina. Embassy – Housing Sendiráð – Húsnæði SUÐURLANDSBRAUT 10 • SIMI 588 5060 • FAX 588 5066 Haukur Geir Garðasson Viðskiptafræðingur og löggiltur fasteignasali SÓLHEIMAR 23 (5. HÆÐ) Stórglæsileg og endurnýjuð 4ra herbergja, 108 fm, útsýnisíbúð á 5. hæð í þessu vinsæla lyftuhúsi. Íbúðin hefur nýlega öll verið endurhönnuð af Rut Káradóttur innanhúsarkitekt. Íbúðin skiptist í stofu, borðstofu, 2 herbergi, eldhús, baðherbergi og þvottaherbergi. Allar innréttingar eru úr hnotu. Á gólfum eru flísar og hnotuparket. Endurnýjuð innbyggð lýsing frá LUMEX. Verð 35,9 millj. fasteignir óskast til leigu 23. janúar 2014 FIMMTUDAGUR26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.