Fréttablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 23.01.2014, Blaðsíða 20
23. janúar 2014 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Vorið 1980 gengum við frá breytingum á húsnæðislögum í samkomulagi við verka- lýðshreyfinguna. Þá var við völd ríkis- stjórn Gunnars Thoroddsen. Ég var félagsmálaráðherra í þeirri stjórn. Breyt- ingarnar á húsnæðislögunum voru hluti af félagsmálapakka verkalýðshreyfingar- innar og stjórnvalda. Í lögunum var miðað við að reyna að ná því marki að þriðjung- ur þeirra lána sem færu til íbúðarhús- næðis yrði til félagslegra bygginga, kallað verkamannabústaðir. Hvað var það? Til íbúða í verkamannabústöðum voru lánuð 90 prósent kostnaðar í flestum tilvikum, en í undantekningartilfellum 100 prósent. Þessi lán voru til langs tíma, 40 ára, og þau báru lága vexti. Vextirnir voru lægri en almennt gerðist því ríkissjóður borgaði vaxtamuninn. Nú skilja allir allt í einu að það hefði verið betra að hafa svona kerfi. En hvern- ig? Það er mikið skrifað og talað en það er ekki farið í saumana á því hvernig á að fjármagna breytingarnar. Það mætti gera svona: Lífeyrissjóðirnir lána húsnæðisstofn- un/íbúðalánasjóði fjármuni til að byggja félagslegt húsnæði í stórum stíl. Segjum að það verði ákveðið að byggja 1.000 íbúð- ir til að byrja með. Þær kosta um það bil 25 milljónir hver eða alls um 25 milljarða. Lífeyrissjóðirnir þurfa vexti af þessum peningum, segjum þrjú til fjögur pró- sent. Það gerir tíu milljarða á ári miðað við fjögur prósent, annars 7,5 milljarða. Þeir sem eignast íbúðir í verkamannabú- stöðum borga segjum eitt prósent vexti. Það sem lendir á ríkissjóði eru því um sjö milljarðar króna, smáaurar miðað við það sem nú er ausið ómarkvisst í aðra hluta húsnæðismála. Þetta mætti til dæmis fjármagna með bankaskatti. Það er svona átak sem þarf að koma til. Strax. Þetta kerfi verður ekki opið öllum, en mörgum og það fer eftir tekjum. Þeir sem hafa meiri tekjur verða að bjarga sér sjálfir – af því að þeir geta það vel. Sveit- arfélögin verða að koma að þessu máli til dæmis með því að leggja til ókeypis/ódýr- ar lóðir. Íbúðunum má svo dreifa eftir stærð sveitarfélaganna. Í hverju sveitar- félagi þarf úthlutun íbúðanna að vera sanngjörn og gagnsæ. Semsé: Strax. Þörfin fyrir íbúðir NÚNA er ekki teygjanlegt hugtak. Eigi síðar en strax HÚSNÆÐI Svavar Gestsson fv. félagsmálaráð- herra ➜ Sveitarfélögin verða að koma að þessu máli til dæmis með því að leggja til ókeypis/ódýrar lóðir. Íbúðunum má svo dreifa eftir stærð sveitarfélaganna. Löður er með á allan bílinn Við erum á sex stöðum á höfuðborgarsvæðinu www.lodur.is - Sími 544 4540 Rain-X býður upp á fullkomna yfirborðsvörn Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti Í síðustu viku sló Illugi Gunnarsson út af borðinu hugmyndir starfsmanna menntamálaráðuneytisins um að nemendum sem ljúka framhaldsskólaprófi yrði gefin umsögn sem sneri að persónuleika þeirra, siðferði og lífsskoðunum. Í gær sagði Fréttablaðið frá því að sambærilegar hugmyndir hefðu ratað inn í nýja aðalnámskrá grunnskóla, sem tekur gildi á næsta skólaári. Gildistöku ákvæða hennar um breytt námsmat hefur reyndar verið frestað til vors 2016. Samkvæmt nýja námsmatinu á að gefa einkunnir í bókstöfum, frá A til D, fyrir ýmsa þætti sem snúa að færni nemenda. Þar á meðal eru hlutir eins og hvort fólk geti „tjáð hugsanir sínar, hugmyndir og tilfinningar á skipulegan, skýran og viðeigandi hátt“, hvort það hafi „skýra sjálfsmynd“, hvort það geti „nýtt hæfni sína til að vera virkur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu samfélagi“, verið „meðvitað um siðferðislegt gildi ábyrgrar netnotkunar“ og tekið „ábyrgð á eigin samskiptum á neti og netmiðlum“. Í námskránni stendur reyndar líka að matsniðurstöður eigi að byggja á „traustum gögnum“. Hver eru eiginlega gögnin sem hjálpa kennurum að ákveða hvort nemandi sé upp á A eða D sem virkur og ábyrgur borgari í lýðræðissamfélagi? Og eiga nemendur endilega að tjá tilfinningar sínar í skólanum? Hafa kennarar minnstu hugmynd um hvort þeir taka ábyrgð á sjálfum sér á netinu – og hvort sú ábyrgð er upp á B eða C? Þetta er því miður bull, eins og því miður svo margt annað sem frá menntamálaráðuneytinu kemur. Á bak við liggur sú fallega hugsun að skólinn eigi að búa fólk undir lífið með því að kenna því fleira en hefðbundnar námsgreinar. Hún er út af fyrir sig góðra gjalda verð. Hlutverk grunnskólans hefur klárlega breikkað á undanförnum árum. Það verða hins vegar í fyrsta lagi að vera til einhverjar haldbærar aðferðir til að mæla árangur skólastarfsins. Eins og skólastjórnendur í Réttarholtsskóla, sem rætt var við í Frétta- blaðinu í gær, benda á hlýtur að vera þrautin þyngri fyrir hóp kennara að gefa nemanda siðferðiseinkunn, því að kennararnir í hópnum geta haft mjög ólíkt siðferðismat. Þeir ættu hins vegar að öllum líkindum auðvelt með að meta hvort fólk hafi náð árangri í stærðfræði eða ensku, út frá frammistöðu í prófum og verkefnum. Í öðru lagi er hætta á að með svona æfingum missi grunn- skólinn sjónar á meginverkefni sínu; að kenna fólki grunnfærni í viðurkenndum námsgreinum. Það er ekki hlutverk skólans að ala fólk upp, heldur foreldranna. Og út af fyrir sig út í hött að skólinn gefi einkunn um það hvernig til hefur tekizt hjá forráða- mönnum sextán ára unglinga. Þessi þróun er sömuleiðis líkleg til að ýta enn undir það viðhorf hjá sumum foreldrum að hægt sé að ýta uppeldinu yfir á herðar kennaranna og vera sjálfur stikkfrí. Í þriðja lagi hlýtur það enn að dreifa kröftum kennara, sem þegar eru störfum hlaðnir, að eiga að fara að meta persónuleika og siðgæði fólks út frá litlum eða engum gögnum. Kennarar hljóta í raun að afþakka það verkefni. Menntamálaráðherra boðar að nýja námsmatið verði endur- skoðað. Það virðist engin vanþörf á því. Hvernig á að framkvæma nýja námsmatið? D mínus í siðgæði Fiskistofu leyfist flest Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi starfsaðferðir Fiskistofu á þingi. Fiskistofa legði hald á heimilisbók- hald, persónulegt bókhald eigenda og starfsmanna en svo viti enginn hvað verði af persónulegum gögnum sem tekin séu í til- efnislausum og árangurs- lausum rannsóknum. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra svaraði Ásmundi og sagði að það væri nauðsynlegt að skoða sérstaklega rannsóknarheimildir og úrskurðarvald Fiskistofu. Hefur stórt hlutverk Fiskistofu er ætlað stórt hlutverk sem er að sjá til þess að auðlindin sé nýtt skynsamlega og menn fari eftir þeim leikreglum sem settar hafa verið. Það hlýtur því að þurfa að binda í lög að Fiskistofa verði að fá dómsúrskurð áður en hún ræðst inn á heimili og í fyrir- tæki og leggur hald á þau gögn sem þar er að finna. Jafn- framt hljóta að þurfa að vera skýrar reglur um hvernig farið sé með slík gögn og skil á þeim til réttra eigenda. Sá engin vinnugögn Frostamálið verður sífellt vandræða- legra og ekki til þess að auka virðingu Alþingis. Frosti Sigurjónsson, for- maður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, hefur sett fram mismunandi skýringar á því hvernig upphæð frískuldamarks var fundin upp, en margir telja að ákveðið hafi verið að hafa upphæðina 50 milljarða til að hygla MP banka. Vilhjálmur Bjarnason, Sjálfstæðisflokki, sem situr í efnahags- og viðskiptanefnd sagði á Alþingi í gær að hann vissi ekki hvernig upphæðin hefði verið ákveðin. Hann hefði ekki séð nein vinnugögn um málið. johanna@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.