Fréttablaðið - 11.02.2014, Blaðsíða 17
● 112DAGURINN HALDINN Í TÍUNDA SINN
Neyðarlínan og viðbragðsaðilar hvetja ferðalanga og útivistarfólk til að gæta fyllsta öryggis í ferðum að vetrarlagi, hvort sem er í byggð, á þjóðvegum eða utan alfaraleiða.
MYND/ GUÐMUNDUR FREYR JÓNSSON
Neyðarlínan og viðbragðsaðilar hvetja ferðalanga og útivistarfólk til að gæta fyllsta öryggis í ferðum
að vetrarlagi, hvort sem er í byggð, á þjóð-
vegum eða utan alfaraleiða. Aðstæður geta
verið erfiðar á Íslandi að vetri til og breyt-
ast oft ótrúlega hratt. Í langflestum tilvikum
gengur allt að óskum en þó er algengt að fólk
lendi í vandræðum og þurfi að kalla eftir að-
stoð björgunarsveita og annarra.
112 og viðbragðsaðilarnir eru ávallt til-
búnir að koma til hjálpar þegar á þarf að
halda en þeir telja að í mörgum tilvikum
megi koma í veg fyrir slys og erfiðleika jafnt
á vegum sem utan alfaraleiða.
Með því að vanda undirbúning ferðalaga
má draga verulega úr hættu á að fólk lendi
í vandræðum og auðvelda leit og björgun
þegar á þarf að halda. Gríðarlega mikilvægt
er að ferðalangar geri ferðaáætlun og láti
vita af ferðum sínum. Einnig leggja Neyð-
arlínan og viðbragðsaðilar mikla áherslu á
að fólk geti látið vita um nákvæma staðsetn-
ingu þegar leitað er eftir aðstoð.
Vegagerðin grípur um þessar mundir til
víðtækra ráðstafana til að stemma stigu við
að fólk leggi í tvísýn ferðalög þrátt fyrir
ítrekaðar viðvaranir, ófærð og slæmt veð-
urútlit. Sett verða upp lokunarhlið við fjölda
leiða á þjóðvegi 1 og víðar og er fólk ein-
dregið hvatt til að virða merki um lokun
vega.
Góða ferð – alla leið!
ÞRIÐJUDAGUR
11. FEBRÚAR 2014
112-dagurinn hefur verið haldinn hér á landi samfleytt frá árinu
2005 og er því haldinn í tíunda skiptið í dag. Dagurinn er ævinlega
haldinn 11. febrúar (11.2.). Hann er samstarfsverkefni Neyðarlín-
unnar og fjölda aðila sem tengjast neyðarnúmerinu með ýmsum
hætti. Þeir eru: Barnaverndarstofa, Heilsugæsla höfuðborgar-
svæðisins, Landhelgisgæslan, Landlæknisembættið, Landspítalinn,
Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Mannvirkja-
stofnun, Rauði krossinn, Ríkislögreglustjórinn, Slysavarnafélagið
Landsbjörg, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Vegagerðin.
112 er samræmt neyðarnúmer Evrópu og er dagurinn haldinn
víða um álfuna til að minna á að aðeins þarf að kunna þetta
einfalda númer til þess að fá aðstoð í neyð.
Markmiðið með 112-deginum er að kynna neyðarnúmerið
112 og starfsemi aðilanna sem tengjast því, efla vitund fólks um
mikilvægi þessarar starfsemi og hvernig hún nýtist almenningi.
Markmið dagsins er enn fremur að efla samstöðu og samkennd
þeirra sem starfa að forvörnum, björgun og almannavörnum og
undirstrika mikilvægi samstarfs þeirra og samhæfingar.
Í 112-blaðinu er fjallað um öryggi í vetrarferðum
í víðum skilningi og er fólk hvatt til að kynna sér
leiðbeiningar um hvernig draga megi úr líkum á
alvarlegum slysum:
● Kynnið ykkur færð og veðurútlit áður en lagt er af
stað. Ekki tefla í tvísýnu.
● Gerið ferðaáætlun, til dæmis á safetravel.is. Látið
vita af ferðum ykkar.
● Gætið þess að hafa búnað sem hæfir aðstæðum
hverju sinni, ekki síst í ferðum á fjöll og jökla.
● Hafið fjarskiptabúnað sem tryggir að þið getið leitað
aðstoðar ef á þarf að halda.
● Þekking á skyndihjálp og fyrstu hjálp kemur að
góðum notum þegar slys verða eða veikindi ber að
höndum.
● Tryggið að þið getið gefið upp sem nákvæmasta
staðsetningu þegar hringt er í 112. Það styttir biðina
eftir aðstoð.
● Umfram allt: Farið varlega og gætið fyllsta öryggis.
Góða ferð!
Öryggisbúnaðurinn
bjargaði lífi mínu
Baldur Gunnarsson var á ferð
með félögum sínum þegar hann
lenti í vélsleðaslysi í mars á
síðasta ári. Það sem varð honum
til bjargar var hversu vel hann
var búinn. SÍÐA 2
112DAGURINN
er haldinn um land allt í dag
Fyrsta skref
ferðalangsins
„Eitt af því mikilvægasta
er að útbúa ferðaáætlun,“
segir Hörður Már Harðarson,
formaður Slysavarnafélagsins
Landsbjargar. SÍÐA 3
Hugað að öryggi fyrir
brottför
Til eru ýmis gagnleg hjálpartól
sem gagnast reyndum sem
óreyndum ferðalöngum. Til
dæmis GPS-tæki og 112 Iceland
snjallsíma-appið. SÍÐA 3
Í þakkarskuld við 112
Jón Albert Jónsson lenti í
hrakningum á Öxnadalsheiði í
desember en með góðri hjálp
björgunarsveita komst hann yfir
heiðina og náði meira að segja
flugi í Keflavík. SÍÐA 4
Aukum öryggi í vetrarferðum ● Vanda þarf undirbúning ● Kynna sér aðstæður
og veðurútlit ● Gera ferðaáætlun ● Hafa búnað sem hæfir aðstæðum ● Vita hvar
við erum ● Kunna að bregðast við slysum ● 112 – ekki hika við að hringja.