Fréttablaðið - 11.02.2014, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 11.02.2014, Blaðsíða 34
11. febrúar 2014 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 22 3 í röð? Bandaríkjamaðurinn Shaun White á möguleika á því í dag að vinna hálfpípu snjó- brettakeppninnar á þriðju Ólympíu- leikunum í röð en hann vann þessa grein einnig 2006 í Tórínó og 2010 í Vancouver. VETRARLYMPÍULEIKARNIR Í SOTSJÍ 2014 STJÖRNUR GÆRDAGSINS MICHEL OG RONALD MULDER SKAUTAHLAUP Hollensku tvíburabræðurnir Michel Mulder og Ronald Mulder komust báðir á pall í gær í 500 metra skauta- hlaupi karla á Vetrarólympíuleik- unum í Sotsjí í Rússlandi. Þeir urðu þar með aðeins aðrir bræðurnir í sögu Vetrarleikanna til að vinna verðlaun í sömu grein en fyrir þrjátíu árum unnu Bandaríkjamennirnir Phil og Steven Mahre gull og silfur í svigi á ÓL í Sarajevo 1984. Michel Mulder vann með minnsta mögulega mun en hann varð aðeins 0,01 sekúndu á undan landa sínum Jan Smeekens. „Ég vissi í rauninni ekki hvaða tími myndi duga. Ég hef sjálfur tapað hlaupum á einum hundrasta úr sekúndum. Það er ótrúlegt að vinna núna og vera Ólympíumeistari,“ sagði Michel Mulder. Það var reyndar drama í lokin því Smeekens hélt fyrst að hann hefði komið í mark á sama tíma og Mulder. Það var hins vegar leiðrétt þegar opinber tími hans kom upp á töflu. Michel Mulder er tíu mínútum yngri en tvíburabróðir hans Ronald Mulder en Michel var 15 sekúndubrotum á undan Ronald í úrslitum 500 metra skautahlaupsins. - óój DAGSKRÁ ÞRIÐJUDAGUR GÓÐUR DAGUR FYRIR... VANN SÍNA SLÖKUSTU GREIN Kanada- maðurinn Charles Hamelin vann 1.500 metra skautaat í skautahlaupi á stuttri braut en hann á enn eftir að keppa í tveimur gullgreinum sínum frá því í Vancouver fyrir fjórum árum. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY VARÐI TITILINN Þjóðverjinn Maria Höfl-Riesch varð Ólympíumeistari í alpatvíkeppni kvenna í gær. Hún varð fimmta í bruni og þriðja í svigi en enginn náði betri heildartíma í báðum ferðum. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY ÖRUGGUR SIGUR Frakkinn Martin Fourcade vann eltigöngu í skíðaskotfimi karla í gær en landi hans Jean Guill- aume Beatrix varð í þriðja sæti. Hér fagna þeir. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY SPORT ÓL2014 „Það fer rosalega vel um mig en hér er allt sem maður getur mögulega hugsað sér,“ sagði skíða- göngukappinn Sævar Birgisson við Fréttablaðið en hann keppir á morgun í 15 km sprettgöngu á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi. Sævar er fyrsti fulltrúi Íslands í skíðagöngu á Ólympíu- leikum í tvo áratugi og fyrstur af fimm íslenskum keppendum sem keppir í Sotsjí. Allir hinir keppa í alpagreinum. „Æfingar hafa gengið mjög vel og ég hef vanist þunna loftinu ágætlega,“ segir Sævar sem dvelst ekki á sama stað og aðrir íslenskir keppendur. Hann er í hinu svoköll- uðu „úthaldsþorpi“ en keppendur í alpagreinum haldast við í „fjalla- þorpinu“. Sævar er þó síður en svo ein- samall þar sem faðir hans er einn fararstjóra íslenska hópsins. „Svo eru hér keppendur úr öllum heims- hornum,“ bætir hann við. Færið er hart og fínt Sævar hefur áður gefið út að hann yrði sáttur við að verða meðal 50 efstu keppenda í göngunni á morg- un. „Þetta verður annars bara að koma í ljós. Maður gengur bara eins hratt og maður getur,“ segir Sævar en bætir við að það sé ýmis- legt að varast í brautinni. „Það eru tvær mjög langar og krefjandi brekkur í brautinni og þá er sprettbrautin í lengri kant- inum miðað við það sem gengur og gerist. Maður verður því að halda aftur af sér og klára brekkurnar vel. Það er hins vegar hart og fínt færi sem hentar mér vel auk þess sem það er gott að spyrna með slíkt undirlag. Ég vona að færið haldist þannig þegar út í keppnina er komið.“ Sævar æfði á Ítalíu í aðdraganda leikanna og var þá hærra yfir sjáv- armáli en í Sotsjí. „Þá var ég að æfa í 1.800-2.000 metrum en hér erum við um 1.500 m yfir sjávar- máli. Ég tel mig því vera kominn með góðan grunn til að þola þær aðstæður sem skapast í svo mik- illi hæð.“ Lét forsetann bíða eftir sér Þess má geta að Sævar mun njóta liðsinnis norska keppnisliðs- ins á morgun og er með norskan „smurningsmann“ sem sér um skíðin hans. Mikið hefur verið fjallað um aðstæður keppenda og fjölmiðla- fólks í Sotsjí og fjölmargar mynd- ir birst af misboðlegum aðstæðum þeirra. Sævar kannast ekkert við slíkt hjá sér. „Ég skil reyndar ekkert í þeim fréttum því ég hef ekki getað sett neitt út á nokkurn hlut hér og hef ég nú verið hér í nokkra daga. Byggingunni sem við erum í núna verður reyndar breytt í fimm stjörnu hótel eftir leikana og kann það að hafa eitthvað að segja,“ segir Sævar og segir upplifunina af leikunum vera magnaða. „Það var mjög skemmtilegt á setningarhátíðinni og þá sérstak- lega að hafa fengið að vera fána- beri. Það verður stund sem ég gleymi seint. Svo var líka gaman að fá forsetann í heimsókn hingað í þorpið en hann þurfti reyndar að bíða eftir mér á meðan ég kláraði æfingu. Það eru ekki margir sem láta forsetann bíða eftir sér en ég held að það hafi farið vel um hann á meðan,“ sagði Sævar í léttum dúr og spenntur fyrir stóru stundinni í dag. eirikur@frettabladid.is Mig skortir ekkert í Sotsjí Sævar Birgisson keppir fyrstur Íslendinga á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í dag þegar hann tekur þátt í 15 km sprettgöngu. Hann ber leikunum góða sögu og segir að aðstæður séu eins og best verður á kosið. Á ÆFINGU Sævar segir æfingar sínar í Sotsjí hafa gengið vel en hann keppir í 15 km sprettgöngu í dag. MYND/ÚR EINKASAFNI 09.00 SKÍÐAFIMI KVENNA 09.50 SPRETTGANGA KARLA OG KVENNA: UNDANKEPPNI 10.55 SKÍÐAFIMI KVENNA (E) 12.00 SPRETTGANGA KARLA OG KVENNA 14.50 10KM SKÍÐASKOTFIMI KV. 16.20 LUGE SLEÐAKEPPNI KV. 17.30 SNJÓBRETTI KARLA– HALFPIPE 18.40 500M SKAUTAHLAUP KVENNA 20.15 SKÍÐASTÖKK KVENNA 22.00 SAMANTEKT FRÁ DEGI 4 22.35 ÍSHOKKÍ KVENNA: ÞÝSKALAND-SVÍÞJÓÐ (E) -90% AFSLÁTTUR ALLT AÐ Við höfum opnað útsölumarkað í öllum okkar verslunum, mikið úrval af skrifstofuvörum, föndri, spilum , leikföngum, náms- og kennsluvörum og fleira og fleira, allt að 90% afsláttur. Komdu við og gerðu góð kaup. ÚTSÖLUMARKAÐUR A4 Skeifunni 17 / A4 Smáratorgi 1 / A4 Reykjavíkurvegi 62, Hafnarfirði / A4 Dalsbraut 1, Akureyri / A4 Miðvangi 13, Egilsstöðum / A4 Austurvegi 65, Selfossi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.