Fréttablaðið - 11.02.2014, Blaðsíða 18
11. FEBRÚAR 2014 ÞRIÐJUDAGUR2 ● 112 Ekki hika – hringdu til öryggis
● 112BLAÐIÐ, 11 FEBRÚAR 2014
Útgefandi: Neyðarlínan ohf., Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík, sími 570 2000.
Ábyrgðarmaður: Tómas Gíslason. Umsjón: Garðar H. Guðjónsson.
Blaðið er gefið út í tilefni af 112-deginum. Að honum standa: 112, Barnavernd-
arstofa, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Landhelgisgæslan, Landlæknis-
embættið, Landspítalinn, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna,
Mannvirkjastofnun, Rauði krossinn, Ríkislögreglustjórinn, Slysavarnafélagið
Landsbjörg, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Vegagerðin.
Á góðum vetrardegi má sjá tugi, jafnvel hundruð,
jeppa og vélsleða þeysa um vestanverðan Langjök-
ul og hálendið. En þrátt fyrir að upplifunin við þess-
ar aðstæður sé stórkostleg er þetta ekki hættulaus
iðja eins og hörmuleg slys á þessum slóðum hafa
sýnt fram á.
Til þess að lágmarka hættu á slysum og óhöppum
er algert lykilatriði að undirbúa ferðalagið vel, hafa
góðan búnað og gera ferðaáætlun, til dæmis á safe-
travel.is. Nauðsynlegt er að kynna sér staðhætti og
veðurspá á viðkomandi svæði. Þegar ferðast er um
jökla þarf að hafa GPS-tæki með í för, þekkja örugg-
ar leiðir um jökulinn og hafa kort af sprungusvæð-
um á jöklinum. Gott er að hafa aukafatnað og nesti
til ferðarinnar.
Fari svo illa að menn festi sig í sprungu, „missi
dekk í sprungu“ eins og það er stundum nefnt, er viss-
ara að fara hárrétt að málum eigi ekki að fara verr.
Fyrst af öllu þarf að tryggja þá sem fara út úr bíln-
um með línu svo þeir falli ekki niður í sprungu. Menn
eiga aldrei að vera á ferð á jöklum þar sem sprungur
kunna að leynast án þess að vera tryggðir, fastir við
bíl eða á annan hátt.
Enginn á að ferðast utan alfaraleiða án þess að vera
með fjarskiptabúnað, hvort sem það er farsími, tal-
stöð eða annað sem öruggt er að virki á því svæði sem
ferðast er um. Sjúkrabúnaður á líka að vera í hverj-
um bíl og ekki síður helstu auka- og varahlutir til að
geta sinnt viðgerðum ef á þarf að halda.
Öruggari og betri ferðir á
jeppum og vélsleðum
Til þess að lágmarka hættu á slysum og óhöppum er algert
lykilatriði að undirbúa ferðalagið vel, hafa góðan búnað og
gera ferðaáætlun, til dæmis á safetravel.is.
Baldur Gunnarsson starfar
með Hjálparsveit skáta í
Reykjavík og var í ferð með
félögum sínum þegar hann
lenti í vélsleðaslysi í mars á
síðasta ári.
Baldur fór ásamt stórum hópi
björgunarsveitarmanna á Tækja-
mót Slysavarnafélagsins Lands-
bjargar. „Við vorum að koma niður
frá Köldukvíslarjökli á vélsleðum
á leið í Hvanngil þegar ég lenti
á klakabunka og missti stjórn á
sleðanum með þeim afleiðing-
um að ég lenti niðri í gili, um átta
metra fall,“ útskýrir Baldur sem
brotnaði illa. Kallað var á þyrlu
Landhelgisgæslunnar í gegnum
Neyðar línuna og hún kom á stað-
inn um klukkustund síðar.
Þyrlan gat ekki lent á þeim stað
þar sem Baldur fór niður og urðu
félagar hans að bjarga honum
upp úr gilinu en svo illa vildi til
að snjóflóð féll á sömu slóðum
á sama tíma. „Þeir komu mér á
vagn sem tengdur var við sleða
og keyrðu þangað sem þyrlan gat
lent. Ég man í raun lítið eftir þess-
um atburði, þetta gerðist allt mjög
hratt,“ segir Baldur.
Það sem varð honum til bjarg-
ar var hversu vel hann var búinn.
„Ég var með hjálm sem huldi bæði
hnakka og andlit auk þess að vera
í brynju, hnéhlífum og með háls-
kraga. Þrátt fyrir öryggisbúnað
brotnaði ég á mjöðm, öxl og baki.
Fyrir utan brot var ég marinn á
lungum og á öllum þeim stöðum
sem brynjan náði ekki til. Ég full-
yrði að ég væri ekki til frásagnar
nú ef ég hefði ekki verið í brynju,“
segir Baldur og hvetur vélsleða-
menn til að fara ekki af stað nema
í slíkum búnaði. „Ekki fara á vél-
sleða nema í brynju og með allan
þann öryggisbúnað sem til er.
Sömuleiðis er nauðsynlegt að vera
með snjóflóðabúnað.“
Þar sem Baldur var í hóp
með þjálfuðum og þrautreynd-
um hjálparsveitarmönnum gekk
björgun fljótt fyrir sig. Sjálfur
hafði hann margoft farið á þessar
slóðir á vélsleða. „Þarna var eng-
inn glannaakstur í gangi. Slysin
bara verða.“
„Öryggisbúnaðurinn
bjargaði lífi mínu“
Baldur Gunnarsson með hjálminn sem bjargaði honum þegar hann lenti í vélsleðaslysi í fyrra. Baldur var með mjög góðan
öryggisbúnað sem bjargaði lífi hans. MYND/VALLI
● BÖRN Á FERÐ Hægt er að stunda flestar tegundir útivistar með
börnin með í för en þó gæti þurfti að breyta ferðahegðun að einhverju
leyti, til dæmis með því að stytta dagleiðir.
Til eru sleðar fyrir börn sem hægt er að hengja aftan í pabba eða
mömmu og þannig stunda skíðagöngu. Svig er gott fjölskyldusport og
4–5 ára börn geta stundað skíði með ljómandi árangri. Alltaf þarf þó
að huga að öryggi við þátttöku barna í vetrarferðamennsku. Yngri börn
geta síður sagt frá kulda svo huga þarf sérstaklega að góðum fatnaði,
ekki síst þegar börn eru í burðarbakpoka. Einnig þarf oft sérstaklega að
verja andlit því kal getur myndast ef vindkæling er mikil. Að síðustu má
minnast á öryggisbúnað eins og hjálma, gleraugu og jafnvel brynjur í
einhverjum tilfellum. Að hafa nasl með í för getur einnig bjargað mörgu
og ekki síður heitt kakó á brúsa.
Ótrúlegt
úrval íbúða til sölu
eða leigu!
STÆRSTI
HÚSNÆÐISVEFUR
LANDSINS