Fréttablaðið - 11.02.2014, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 11.02.2014, Blaðsíða 24
11. FEBRÚAR 2014 ÞRIÐJUDAGUR8 ● 112 Ekki hika - hringdu til öryggis ● ATRIÐI SEM ÁVALLT SKAL HAFA Í HUGA Björgunarsveitarfólk er einn af þeim hópum sem ferðast mikið um fjöll og firnindi sumar sem vetur og því mörg góð ráð til þar á bæ. Jón Svanberg Hjartarson er framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Lands- bjargar. „Við leggjum mikið upp úr því að þjálfa okkar fólk vel svo það sé hæft til að mæta þeim aðstæðum sem blasa við í erfið- um útköllum að vetrarlagi. Eitt það mikilvægasta er að kanna veðurspá en ekki síður hvernig snjóalög hafa þróast síðustu daga. Snjóflóðahætta er ætíð til staðar til fjalla að vetrarlagi og hvernig snjóað hefur gefur okkur vísbendingar um hana,“ segir Jón. Ferðaáætlun á alltaf að gera en einnig á alltaf að vera með nauðsynlegan öryggisbúnað. „Til fjalla að vetrarlagi á alltaf að vera með hina heilögu þrenn- ingu, það er snjóflóðaýli, snjó- flóðastöng og skóflu. GPS-tæki, einhvers konar fjarskiptatæki og landakort á einnig að hafa með.“ Jón bendir á að sé fólk á ferð um svæði þar sem farsímasam- band er lítið sé skynsamlegt að vera með talstöð, Spot-tæki eða neyðarsendi svo hægt sé að kalla eftir aðstoð komi eitthvað fyrir. „Við leigjum neyðarsenda gegn vægu gjaldi fyrir þá sem ekki eiga slíkt og er sú þjónusta töluvert nýtt.“ Ferðalög um fjalllendi að vetrarlagi hafa aukist mikið og segir Jón það af hinu góða. „Það er fátt betra en að njóta íslenskrar náttúru, hvort sem er að sumri eða vetri. En til þess þarf ákveðna reynslu og þekkingu. Hægt er að sækja námskeið, til dæmis hjá félaginu eða hinum ýmsu ferðaklúbbum. Einnig hafa skotið upp kollinum gönguhópar og það er ætíð styrkur að vera í hóp, sérstak- lega ef reynslan er lítil. En þá má einnig fara í skipulagðar ferðir með ferðaþjónustuaðilum. Þá veita þaulvanir fjallamenn leiðsögn sem eykur vissulega öryggið heilmikið,“ segir Jón Svanberg. ● ÞETTA Á ALLTAF AÐ VERA Í BÍLNUM Veðrið setur oft strik í reikninginn þegar ferðast er utan þéttbýlis að vetri til. Því ættum við að venja okkur á að hafa alltaf ákveðinn búnað í bílnum, ekki síst ef börn eru með í för. Í fyrsta lagi þarf að hafa hlaðinn farsíma og bílahleðslutæki í bílnum. Á vegum með lítið eða ekkert farsímasamband á að nota brauðmolatakkann, þann græna í 112-appinu. Þannig er hægt að sjá síðustu staðsetningu og auðvelt að senda aðstoð þegar fólk fer að lengja eftir ferðalöngum. Alltaf á að vera nægilegt eldsneyti á bílnum þegar farið er út á þjóðvegi svo hægt sé að hafa hann í gangi. Hafið teppi eða svefnpoka og einnig nokkra kexpakka eða annað nasl komi til þess að þið þurfið að bíða í einhvern tíma. Hlý föt, þar með talin húfa og vettlingar, eru algert skilyrði því þó ekki eigi að ganga þarf stundum að fara út og moka frá útblæstri bílsins. Skófla þarf því að vera með í för og auðvitað viðvörunarþríhyrningur. Skynsamlegt er einnig að hafa ætíð kveikt á hasard-ljósum svo aðrir bílar og ruðningstæki sjái bílinn vel. Að síðustu er gott að vera með afþreyingarefni fyrir þau yngri til að stytta þeim stundir þurfi að bíða eftir aðstoð.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.