Fréttablaðið - 17.02.2014, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 17.02.2014, Blaðsíða 14
17. febrúar 2014 MÁNUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fyrir skömmu lagði ríkissaksóknari fyrir lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu, Stefán Eiríksson, að rannsaka lekamál innanríkisráðuneytisins, þar sem ráðherra og aðrir starfsmenn ráðuneytisins hafa verið kærðir fyrir hegningarlagabrot. Að ríkissaksóknari hafi fyrirskipað lög- reglurannsókn, eftir að hafa sjálfur rann- sakað málið í tvo mánuði, þýðir að hér er ekki um að ræða kærur einhverra kverú- lanta sem eru að reyna að trufla eðlileg störf ráðuneytisins, eins og bæði forsætis- ráðherra og formaður Sjálfstæðisflokks- ins hafa ítrekað haldið fram, líklega gegn betri vitund, því þeir eru varla svo skyni skroppnir að ætla að ríkissaksóknari stundi slíkan hráskinnaleik. Í löndum með sæmilega heiðarlegt rétt- arfar hefði ráðherra vikið tímabundið eftir þessa ákvörðun ríkissaksóknara, þar sem ráðherrann er æðsta yfirvald þess réttar- kerfis sem á að rannsaka málið, og ákæra ráðherrann og dæma ef til þess kemur. Svo virðist þó sem ráðherra ætli að sitja áfram sem yfirmaður þeirra sem eiga að rannsaka hann. Þessi þaulseta ráðherra gerir hins vegar lögreglustjórann sem á að rannsaka málið vanhæfan skv. 3. gr. stjórnsýslulaga, en þar segir m.a. að maður sé vanhæfur „Ef hann á sjálfur sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta“, og „Sama á við ef næstu yfirmenn hans hjá hlutaðeigandi stjórnvaldi eiga sjálfir sérstakra og veru- legra hagsmuna að gæta.“ Enn fremur „Ef að öðru leyti eru fyrir hendi þær aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlut- drægni hans í efa með réttu.“ Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæð- inu er skipaður af innanríkisráðherra og á því augljóslega verulegra hagsmuna að gæta gagnvart ráðherranum, sem þar að auki hefur gríðarleg áhrif á fjárveit- ingar og önnur starfsskilyrði embættis- ins. Yfirmaður Stefáns er ríkislögreglu- stjóri, sem heyrir beint undir ráðherra og á ekki minni hagsmuna að gæta. Síðast en ekki síst er það núverandi ráðherra, ef hún situr áfram, sem ákveður hvort Stefán fær áframhaldandi skipun í embætti, eða hvort staðan verður auglýst. Í réttarríki hefði aldrei komið til þess að málið þyrfti að ræða á þessum nótum; ráðherrann hefði vikið, en lögreglustjóri annars lýst sig vanhæfan. Lögreglustjóri vanhæfur STJÓRNSÝSLA Einar Steingrímsson stærðfræðingur ➜ Síðast en ekki síst er það núver- andi ráðherra, ef hún situr áfram, sem ákveður hvort Stefán fær áframhaldandi skipun í embætti, eða hvort staðan verður auglýst. Löður er með á allan bílinn Við erum á sex stöðum á höfuðborgarsvæðinu www.lodur.is - Sími 544 4540 Rain-X býður upp á fullkomna yfirborðsvörn Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti Þ að er trú mín að eiturlyf hafi eyðilagt líf margra, en röng stefna stjórnvalda hefur eyðilagt líf miklu fleiri,“ sagði Kofi Annan í ræðu á World Economic Forum nú í janúar. Píratarnir Birgitta Jónsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson og Jón Þór Ólafsson gera orð hans að sínum í greinargerð sem fylgir tillögu til þingsályktunar og þau hyggjast leggja fram á næstunni og á að boða nýja og mannúðlegri stefnu í vímuefnamálum á Íslandi. Kofi Annan segir að núver- andi stefna, sem felur í sér hið svokallaða stríð gegn fíkni- efnum, virki ekki: „Við þurfum að horfa á stefnuna og spyrja okkur einlæglega og heiðarlega: Virkar hún? Ef hún virkar ekki, höfum við þá hugrekki til að breyta henni?“ Margt bendir til þess að Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis- ráðherra hafi hugrekkið sem Kofi Annan kallar eftir. „Ég er mjög hallur undir þá skoðun að við eigum að reyna að afglæpavæða neysluna í þessum málum,“ sagði ráðherrann á fundi sem ungir sjálfstæðismenn í Reykjavík stóðu fyrir í síðustu viku. Kristján Þór er einn fjölmargra sem hafa lýst yfir miklum efasemdum um ríkjandi stefnu í fíkniefnamálum. Annar skoð- anabróðir hans, Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæsta- réttardómari, hefur áratugum saman talað fyrir breyttri stefnu og hann var á fundinum. „Ráðherra Sjálfstæðisflokksins er að ganga lengra í átt skynseminnar með þessari afstöðu sinni. Núverandi stefna er stefna þekkingarleysis, fordóma og ákveðins vanmáttar,“ sagði Jón Steinar og útskýrði nánar í fréttum Stöðvar 2 á föstudagskvöld þegar hann sagði að við sendum börnin okkar, sem leiðast út í neyslu á fíkniefnum, á Litla-Hraun í stað þess að veita þeim heilbrigðisþjónustu. Í prinsippinu snýst þingsályktunartillaga Pírata og mál- flutningur þeirra Kristjáns Þórs Júlíussonar og Jóns Steinars Gunnlaugssonar um að taka upp mannúðlegri stefnu. Við getum ekki haldið áfram að refsa fólki með fíknisjúkdóma og eftirlátið glæpagengjum að selja því vímuefnin. Við sem samfélag berum meiri ábyrgð en það. Stríð okkar Íslendinga gegn fíkniefnum er innflutt, að mestu frá Bandaríkjunum, en það var Richard Nixon sem hóf þessa blóðugu baráttu fyrir um 40 árum eða svo. Vestra eru margir að vakna til vitundar um að þetta stríð sé tapað og í tveimur ríkjum Bandaríkjanna er neysla, varsla og sala á marijúana lögleg. Þetta er aðeins upphafið. Þótt öll rök hnígi að lögleiðingu fíkniefna og því að tekin verði upp mannúðlegri stefna eru enn skiptar skoðanir hér á landi. Í dag ætla sjálfstæðismenn að ræða í þingflokki sínum um afglæpavæðingu fíkniefna. Umræðan er tekin upp í kjöl- far ummæla Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra. Nú er spurning hvort fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokks séu jafn hugrakkir og Kristján Þór. Heilbrigðisráðherra hallur undir afglæpavæðingu: Stefnan skaðlegri en fíkniefnin sjálf Ég stýri viðtalinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson for- sætisráðherra var viðskotaillur þegar hann mætti í þáttinn Sunnudagsmorg- un með Gísla Marteini. Forsætisráð- herra sakaði Gísla Martein ítrekað um að gera honum upp skoðanir og halda fram eigin skoðunum í þættinum. Á endanum var Gísli Marteinn orðinn pirraður og minnti for- sætisráðherra á að hann stýrði viðtalinu. Þátturinn endaði svo á því að Sigmundur Davíð sagði við Gísla Martein þegar hann var að þakka fyrir viðtalið að hann hefði staðið sig ágætlega í að sanna að hann væri ekki að tala fyrir ríkisstjórn- ina. Ráðherrum verður fjölgað Eitt af því sem bar á góma í viðtali Gísla Marteins við Sigmund Davíð var hvenær ráðherrum í ríkisstjórninni yrði fjölgað. Forsætisráðherra sagði að það yrði ekki fyrr en búið væri að endurskoða verkaskiptingu milli ráðuneyta stjórnarráðsins. Samkvæmt því styttist í að nýr ráðherra bætist í stjórnina. „Ekki á næstum vikum en fljótlega,“ sagði Sigmundur Davíð. Í pólitískri krossferð Forsætisráðherra agnúaðist út í há- skólasamfélagið í þættinum og fór hörðum orðum um hópa sem hann sagði vera í pólitískum krossferðum. „Það eru til dæmis þeir sem mæta árvisst til að reka áróður í blöðum og fjölmiðlum, til dæmis hvað varðar íslenskan landbúnað og fullyrða hluti, sem eru ekki réttir, með það að markmiði að hafa áhrif á þá umgjörð sem íslenskur landbúnaður og íslensk matvælaframleiðsla býr við.“ For- sætisráðherra vildi ekki nafngreina neinn, það var ekki fyrr en eftir smáþras við Gísla Martein að hann viðurkenndi að einn þessara kross- fara í Háskólanum væri Þórólfur Matthíasson prófessor en hann hefur gagnrýnt höft á innflutningi á landbún- aðarafurðum og landbún- aðarstefnu stjórnvalda. johanna@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.