Fréttablaðið - 17.02.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.02.2014, Blaðsíða 6
17. febrúar 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 6 Hágæða flísalím og fúga Neytendur athugið! Múrbúðin selur al lar vörur s ínar á lágmarksverði fyr ir a l la , a l l taf . Gerið verð- og gæðasamanburð! Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Weber.tec 822 Rakakvoða 8 kg kr. 7.890 24 kg kr. 19.990 Weber.xerm. 850 BlueCom- fort C2TE kr. 2.790 Weber.xerm. BlueComfort 852 C2TE S1 kr. 3.990 Reykjavík Kletthálsi 7. Opið má-fö kl. 8-18, laug. 10-16 Reykjanesbær Fuglavík 18. Opið má-fö kl. 8-18 Látið fagmenn vinna verkin! Weber.xerm. BlueComfort CE /TE S1 Xtra Flex kr. 5.290 Weber.Fug 870 Fúga 1-6 mm CG1 5 kg kr. 1.690 Weber.Fug 880 Silicone EC.1. plus 310 ml. kr. 1.190 DEITERMANN TECHNOLOGY INSIDE IÐNAÐUR Nýtt spennivirki Lands- nets á Grundartanga eykur líkur á að fyrirtækjum á svæðinu fjölgi. Þetta segir Gísli Gíslason, hafnar- stjóri Faxaflóahafna. Fyrirtækið hefur að undan- förnu fengið þó nokkrar fyrir- spurnir um lóðir á Grundartanga en þær eru í eigu Faxaflóahafna. Fréttablaðið greindi í síðustu viku frá því að bandaríska fyr- irtækið Silicor Materials hefði óskað eftir lóð á svæðinu undir sólarkísilverksmiðju sem gæti framleitt um sextán þúsund tonn af kísil á ári. „Það mál er lengra komið en önnur sem eru annaðhvort í bið- stöðu eða á frumstigi. Þar er um að ræða bæði innlenda og erlenda aðila sem vilja annaðhvort hefja sína eigin framleiðslu eða veita fyrirtækjum á svæðinu þjónustu. Ég á alveg eins von á því að áhugi fyrir svæðinu eigi eftir að aukast enn frekar með hækkandi sól og batnandi efnahagsástandi.“ Gísli vill ekki fara nánar út í þær fyrirspurnir sem enn eru á frumstigi en tvær umsóknir eru í biðstöðu. Þar er annars vegar um að ræða umsókn félagsins Quantum ehf., sem er í eigu inn- lendra aðila, um lóð undir þurrk- un á timbri og framleiðslu á viðar- kubbum. Hin umsóknin er frá öðru félagi í eigu innlendra aðila, At- lantic Green Energy, en forsvars- menn þess vilja framleiða lífdísil á svæðinu. „Við fáum líka fyrirspurnir sem við teljum ekki tækar inn á svæðið og í haust settum við umsókn fyr- irtækis sem óskaði eftir aðstöðu til niðurrifs á skipum í biðflokk.“ Faxaflóahafnir eiga nú í viðræð- um við sveitarstjórn Hvalfjarðar- sveitar um breytingar á aðalskipu- lagi svæðisins. „Við létum gera umhverfis- úttekt á Grundartangasvæðinu í maí í fyrra og höfum lagt það til við sveitarstjórnina að breytt aðal- skipulag taki mið af þeirri úttekt. Ný starfsemi sem fylgdi losun á brennisteinsdíoxíði eða flúor væri því ekki valkostur á Grundartanga og undir það myndi til dæmis falla kísilbræðsla,“ segir Gísli. haraldur@frettabladid.is Fyrirtækjum á Grundartanga fjölgi með nýju spennivirki Landsnet tekur nýtt spennivirki á Grundartanga í notkun á þriðjudag. Fyrirtæki sem vilja framleiða kísil, lífdísil og viðarkubba hafa sóst eftir lóðum á svæðinu og Faxaflóahafnir hafa fengið fleiri fyrirspurnir. GÍSLI GÍSLASON ATHAFNASVÆÐIÐ Um 870 manns starfa hjá þeim tíu fyrirtækjum sem nú eru á Grundartanga. ➜ Lóðin sem Silicor Materials gæti fengið ➜ Álver Norðuráls ➜ Elkem. Héðinn hf. Stálsmiðjan hf. GTT ehf. / Meitill ehf. Hamar hf. Klafi ehf. Lífland hf. Securitas ISS ehf. Nýja spennivirkið er norðvestan við lóð Norðuráls á Grundartanga og er hugsað sem fyrsti áfangi í endurskipulagningu orkuafhendingar á svæðinu. Framkvæmdir hófust fyrir tveimur árum, þær hafa kostað um tvo milljarða króna og virkið verður formlega tekið í notkun næstkomandi þriðjudag. Virkið gerir Landsneti kleift að nýta betur núverandi flutnings- línur, bæta spennustýringu og eykur flutningsgetu rafmagns inn á svæðið. Nýtir betur núverandi flutningslínur 1. Með aðalhlutverk í hvaða sjónvarps- þáttaröð fara Kevin Spacey og Robin Wright? 2. Hvar í heiminum hófst í vikunni fjórða eldgosið á örfáum mánuðum? 3. Hvað voru drengirnir tveir sem stóðu að baki falskri sprengjuhótun hjá WOW air gamlir? SVÖR MANNRÉTTINDI Fjáröflunarátakið Út að borða fyrir börnin hófst um helgina og stendur yfir til 15. mars. Átakið felst í því að andvirði, eða hluti andvirðis, ákveðinna rétta hjá þeim veitingastöðum sem taka þátt rennur til samtakanna Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Í ár taka 22 veitingastaðir þátt í átakinu. Á vefsíðu Barnaheilla má sjá hvaða staðir taka þátt og með hvaða hætti. „Við erum afskaplega ánægð með þessa frábæru veitingastaði sem styðja mannréttindi barna með þessum hætti,“ segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna í tilkynningu. - bá Fjáröflunarátak Barnaheilla: Borðað úti til bjargar börnum ÚTIVIST Prýðilegt skíðafæri hefur verið víða um land undanfarna daga og voru flest skíðasvæði opin í gær. Í Hlíðarfjalli var opið frá 10 til 16 og veður frábært samkvæmt tilkynningu. Sömuleiðis var opið til 16 í Tindastól og þar sagður mikill og góður snjór. Skíðafæri var misjafnt við höf- uðborgarsvæðið, opið var í Skála- felli þó kalt væri en lokað í Blá- fjöllum vegna roks. Þá var opið í Tungudal og Selja- landsdal og boðið upp á kaffi og safa við lyftur líkt og aðra sunnu- daga. - bá Gott skíðafæri víða um land: Flestar brekkur opnar í gær BANDARÍKIN, AP Í Bandaríkjunum er andstæðingum hjónabanda sam- kynhneigðra hætt að lítast á blik- una, eftir að vígi þeirra hafa fallið í hverju ríkinu á fætur öðru. Nú berjast þeir fyrir því að stjórnarskrá Bandaríkjanna verði breytt, þannig að í nýjum viðauka verði hjónaband skilgreint þann- ig að það geti einungis verið milli eins karls og einnar konu. Roy Moore, yfirdómari hæsta- réttar Alabamaríkis, hvetur alla ríkisstjóra í Bandaríkjunum til að styðja slíka stjórnarskrárbreytingu. Þá hafa þingmenn Repúblikana- flokksins á ríkisþinginu í Miss ouri kært Jay Nixon ríkisstjóra til emb- ættismissis fyrir að hafa skipað embættismönnum sínum að fallast á sameiginleg skattframtöl sam- kynhneigðra para sem hafa gengið í hjónaband í öðrum ríkjum Banda- ríkjanna. Einnig hefur víða verið reynt að ná því fram að fyrirtæki geti neitað að þjónusta samkynhneigð hjón af trúarlegum ástæðum. - gb Bandarískir andstæðingar hjónabanda samkynhneigðra eiga í vök að verjast: Vilja nú breyta stjórnarskránni HEILBRIGÐISMÁL Fjöldi þeirra sem greinast með inflúensu fer nú vax- andi. Inflúensa var staðfest hjá 15 einstaklingum í síðustu viku, að því er segir á vef landlæknis. Alls hafa 35 greinst með inflú- ensu undanfarnar vikur. Veikin er seinna á ferð miðað við þrjá síð- ustu vetur. Þeir sem greinst hafa með inflúensu í vetur eru allt frá því að vera á fyrsta ári til 88 ára og búa flestir á suðvesturhorni lands- ins. - bá Fimmtán ný inflúensutilfelli: Inflúensa sækir ört í sig veðrið ROY MOORE Á KOSNINGAFUNDI Eink- um þekktur fyrir baráttu sína fyrir því að kristileg stytta fái að standa í dóms- húsi í Alabama. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 1. House of cards 2. Indónesíu 3. Þrettán ára Í HLÍÐARFJALLI Margir nýttu tækifærið og sóttu brekkurnar um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/ÆGIR VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.