Fréttablaðið - 17.02.2014, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 17.02.2014, Blaðsíða 16
17. febrúar 2014 MÁNUDAGUR| TÍMAMÓT | 16TÍMAMÓT Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og fósturafi, MÁR RÖGNVALDSSON Háteigsvegi 23, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 6. febrúar síðastliðinn. Útförin fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 20. febrúar kl. 13.00. Gíslína Gunnarsdóttir Steinunn I. Másdóttir Bergur Steingrímsson Gunnar Már Másson Ellen Elísabet, Bjarki Már, Jóhanna Þórný og Brynjar Þór Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR SOFFÍA JÓNSDÓTTIR húsmæðrakennari, Sléttuvegi 17, Reykjavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 9. febrúar, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 19. febrúar kl. 11.00. Fanney Jónsdóttir Sólveig Jónsdóttir Gestur Þorgeirsson Björg Jónsdóttir Grímur Sæmundsen barnabörn og langömmubörn. MERKISATBURÐIR 1867 Fyrsta skipið siglir í gegnum Súesskurðinn í Egyptalandi. 1904 Madame Butterfly er frumsýnd í fyrsta sinn í La Scala í Mílanó. 1925 Harald Ross og Jane Grant setja á stofn tímaritið The New Yorker. 1978 Sprengja springur fyrir utan veitingastaðinn La Mon í Bel- fast. Tólf láta lífið og þrjátíu særast. 1996 Garry Kasparov sigrar ofurtölvuna Deep Blue í skák. 2008 Kósóvó lýsir yfir sjálfstæði. „Okkur fannst áhugavert að Eve Markowitz Preston frá New York hefði haft samband og viljað halda þennan fyrirlestur á almennings- bókasafni á ferðalagi sínu um Ísland. Þetta er skemmtilega öðru- vísi og við vonumst til að sjá sem flesta,“ segir Guðríður Sigurbjörns- dóttir, verkefnastjóri Borgarbóka- safnsins. Eve Markowitz Preston er mark- þjálfi og doktor í sálfræði en hún mun fjalla um reiðistjórnun og útskýra hvernig hægt er að stuðla að betri líðan og lífi með því að hafa áhrif á eigin hugsanir. Fyrirlest- urinn fer fram á ensku og verður fluttur í aðalsafni Borgarbókasafns á Tryggvagötu 15 kl. 17. Guðrún segir að almennt telji hún að margir einstaklingar þurfi á þessum fyrir- lestri að halda því reiði getur ógnað samböndum, fækkað starfsmögu- leikum og haft neikvæð áhrif á líkamlega heilsu fólks. Hægt sé þó að hafa hemil á reiðinni og breyta henni í betri og meðfærilegri til- finningu hvenær sem er, með því einu að breyta hugsanaganginum. „Margir hafa tamið sér ákveðna hegðun þegar þeir verða reiðir og sýna ýmist ágengni, ákveðni eða byrgja hana inni og draga sig í hlé. Doktor Preston mun skýra muninn á þessu þrennu og fjalla síðan um kosti þess að sýna ákveðni og lýsa því hvernig hægt er að rækta hana með sér í daglegu lífi,“ segir hún. Aðgangseyrir er enginn og eru allir velkomnir. marinmanda@frettabladid.is Fagnar fyrirlestri um ákveðni í stað reiði Eve Markowitz Preston fj allar um reiðistjórnun á fyrirlestri í Borgarbóksasafninu í dag. Guðríður Sigurbjörnsdóttir, verkefnastjóri safnsins, telur marga þurfa á honum að halda. FYRIRLESTUR Á ENSKU Guðríður Sigur- björnsdóttir, verkefnastjóri hjá Borgar- bókasafni. Mani pulite, sem þýðir hreinar hendur, kallaðist röð réttarhalda sem komu í kjölfar rannsókna á Ítalíu á spillingu í ítölskum stjórnmálum. Í ljós kom að stjórnmálaflokkar skiptu með sér embættum og stöðum hjá hinu opinbera eftir ákveðnu kerfi sem átti að tryggja þeim stöðuveitingar sem væru í samræmi við fylgi. Þetta leiddi til þess að ýmsir óhæfir einstaklingar voru fengnir til að gegna stöðum hjá ríkinu og í ríkisfyrir- tækjum. Þessir einstaklingar gátu notfært aðstöðu sína til að hagnast persónulega með því að gera ákveðnum einstaklingum og fyrirtækjum greiða. Mani pulite hófst með handtöku Mario Chiesa fyrir mútuþægni 17. febrúar 1992. Chiesa var þá forstjóri elliheimilis í Mílanó og meðlimur í ítalska sósíalista- flokknum. Aðrir meðlimir flokksins héldu því fram að mál Chiesa væri einangrað tilvik og að mútuþægni viðgengist ekki innan flokksins. Eftir að hafa dúsað nokkra mánuði í fangelsi hóf Chiesa að gefa út yfirlýs- ingar sem tengdu marga þekkta stjórn- málamenn við spillingu og gerði þetta dómurum kleift að víkka rannsóknina út enn frekar. Réttarhöldin leiddu til þess að Kristilegir demókratar og Ítalski sósíal- istaflokkurinn liðu undir lok sem greiddi leið Silvio Berlusconi inn í stjórnmálin. ÞETTA GERÐIST: 17. FEBRÚAR 1992 Mani pulite hófst með handtöku SILVIO BERLUSCONI AFP/NORDICPHOTOS Leikkonan Rene Marie Russo er sextug í dag. Hún er þekktust fyrir að leika í fjölmörgum myndum á tíunda áratugnum, þar á meðal In the Line of Fire, Outbreak, Ransom og The Thomas Crown Affair. Rene hóf ferilinn í fyr- irsætubransanum eftir að umboðsmaðurinn John Crosby rak augun í hana á tónleikum með Rolling Stones árið 1972. Rene landaði samningi við umboðsskrifstofuna Ford og prýddi forsíður tímarita á borð við Vogue, Madem- ois elle og Cosmopolitan. Þegar hún varð þrítug minnkaði eftirspurn eftir henni í módelheiminum og hóf hún leiklistanám. Hún þreytti frumraun sína í sjónvarpi árið 1987 í sjónvarpsseríunni Sable. Tveimur árum síðar fékk hún sitt fyrsta kvikmynda- hlutverk í Major League. Síðari ár hefur hún til dæmis leikið í myndun- um Yours, Mine and Ours, Thor og Thor: The Dark World. Rene hefur verið gift Dan Gilroy síðan árið 1992 og eiga þau saman dótt- urina Rose sem fæddist ári síðar. - lkg Sextug stórleikkona Leikkonan Rene Russo á afmæli í dag. TIL LUKKU Rene á glæstan feril að baki. GARRY KASPAROV Öllum syngjandi konum á Vestur- landi og víðar stendur til boða að taka þátt í söngbúðum með djass- söngkonunni Kristjönu Stefánsdótt- ur. Söngbúðirnar verða í Hjálma- kletti í Borgarnesi helgina 1. til 2. mars og stendur skráning nú yfir. Þátttakendur munu læra og æfa söng undir stjórn Kristjönu en það er Freyjukórinn sem annast skipulagn- ingu. „Markmiðið er að efla sönggleði, þjálfa og hvetja konur til þátttöku í söngstarfi,“ segir sálfræðingurinn Inga Stefánsdóttir fyrir hönd undir- búningshóps Freyjukórs. Meðal laga sem æfð verða eru More than Words, Walk on the Wild Side, Lazy Daisy, Hraustir menn, Einbúinn og Feeling Good svo nokkur séu nefnd. „Mikil samstaða og gleði hefur skap- ast milli þátttakenda og krafturinn engu líkur,“ bætir Inga við og hvetur konur til að taka þátt og skrá sig sem fyrst á vefnum vefurinn.is/freyjur. Söngbúðirnar enda með tónleikum í Hjálmakletti í Borgarnesi. Þær konur sem geta fara síðan á flakk með hópn- um og syngja í Grundarfirði miðviku- dagskvöldið 5. mars og í Fríkirkjunni í Reykjavík laugardaginn 8. mars. - lkg Kraft urinn engu líkur í söngbúðum Freyjukórinn hvetur allar syngjandi konur á Vesturlandi og víðar að taka þátt. MIKIL SAM- STAÐA Mikil gleði hefur skapast hjá þátttak- endum í búðunum. MYND/EINKASAFN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.