Fréttablaðið - 17.02.2014, Blaðsíða 48
17. febrúar 2014 MÁNUDAGUR| SPORT | 24
25.000
Það er mikið verk að halda
Ólympíuleika og það
gengur ekki upp án
aðstoðar margra
aðila. Sjálfb oðal-
iðar á leikunum í
Sotsjí eru
25.000 talsins
og vinna allir
frítt. Þeir koma
frá 66 löndum.
VETRARÓLYMPÍULEIKARNIR SOCHI 2014 STJARNA DAGSINS EVA SAMKOVA SNJÓBRETTAAT
Skíðabrettakonan Eva Samková færði
Tékkum þeirra fyrsta Ólympíugull
í gær með öruggum sigri í snjó-
brettaati.
Í þeirri grein keppa margir í einu.
Keppendur þurfa að fara í gegnum
margar þrautir á leiðinni og sá er
kemur fyrstur í mark vinnur. Einfalt.
Samková hafði mikla yfirburði í
greininni í gær.
Hún sker sig úr í fjöldanum á fleiri
en einn hátt. Vörumerki hennar
er að mála á sig yfirvaraskegg í
keppnum. Yfirvaraskeggið í gær var í
fánalitum Tékklands.
Samková keppti í fyrstu á snjó-
bretti með frjálsri aðferð. Það gekk
ekki nógu vel hjá henni og hún var
iðulega meidd. Þá ákvað hún að færa
sig yfir í snjóbrettaatið.
Hún hefur þrisvar orðið heims-
meistari ungmenna í greininni og er
landsmeistari þess utan. Samkova
missti af öllu tímabilinu 2011-12
vegna meiðsla en hefur verið í
frábæru formi í vetur.
Hún hefur gert sér lítið fyrir og
unnið þrjár keppnir í heimsbikarnum
í ár og er nú búin að fullkomna
veturinn með Ólympíugulli. Hún er
aðeins tvítug að aldri og er því rétt
að byrja sinn feril af alvöru. - hbg
DAGSKRÁ MÁNUDAGUR
09.25 SNJÓBRETTAAT KARLA
10.00 KRULLA KARLA
12.30 ÍSHOKKÍ KVK:
UNDANÚRSLIT
15.00 12,5 KM SKÍÐASKOTFIMI
KVENNA
15.00 ÍSDANS
16.00 BOBSLEÐAKEPPNI KARLA
17.00 ÍSHOKKÍ KVK:
UNDANÚRSLIT
17.15 SKÍÐASTÖKK KARLALIÐA
17.30 SKÍÐAFIMI KARLA
22.00 SAMANTEKT
FÓTBOLTI Það var líf og fjör í leik
Arsenal og Liverpool í gær. Liver-
pool flengdi Arsenal, 5-1, á dögun-
um og þeim leik höfðu leikmenn
Arsenal ekki gleymt.
Þeir mættu gríðarlega grimmir
til leiks og Uxinn Oxlade-Cham-
berlain kom þeim yfir snemma
leiks. Hann lagði svo upp mark
fyrir Lukas Podolski.
Liverpool komst inn í leikinn
með marki úr umdeildri víta-
spyrnu. Liverpool átti að fá víti
skömmu síðar en fékk ekki.
Liðið fékk þó færi til þess að
jafna leikinn en gerði það ekki.
Bikarinn fer því ekki til þeirra í ár
en Arsenal á enn möguleika á því
að vinna sinn fyrsta titil í níu ár.
„Við vildum allir sýna að leik-
urinn í deildinni á dögunum sýndi
ekki styrkleikamuninn á milli
þessara liða. Við vildum sýna hvað
í okkur býr,“ sagði Uxinn eftir leik.
„Markið mitt kom okkur í gang.
Við gerðum síðan vel í að halda
forskotinu í leiknum. Það er risa-
leikur fram undan gegn Bayern í
Meistaradeildinni og þessi sigur
gefur okkur byr undir báða vængi
fyrir þann leik.“
Brendan Rodgers, stjóri Liver-
pool, var að vonum hundfúll með
úrslit leiksins.
„Betra liðið tapaði. Við áttum
skilið að minnsta kosti jafntefli í
þessum leik. Við byrjuðum leik-
inn vel og áttum að vera komnir
2-0 yfir eftir sex til sjö mínútur,“
sagði Rodgers hundfúll.
„Sóknarleikurinn var frábær hjá
okkur en ég var að sama skapi ekki
nógu ánægður með varnarleikinn.
Það var aldrei spurning að dómar-
inn átti að dæma annað víti. Það er
ekki hægt að sjá augljósara dæmi
um víti en þetta. Svona er þetta og
við verðum að einbeita okkur að
deildinni það sem eftir er tímabils-
ins.“ Arsene Wenger sagðist hafa
séð umdeilda brotið en vildi ekki
tjá sig um það. Sagðist eiga eftir
að kíkja á það aftur og svo myndi
hann tjá sig.
City átti skilið að vinna
Lærisveinar Jose Mourinho litu
ekki vel út gegn Man. City á laug-
ardeginum. Í raun sáu þeir aldrei
til sólar, sköpuðu ekki neitt og
Man. City vann sanngjarnan 2-0
sigur.
„Við vildum hefnd í þessum
leik. Þetta er risasigur gegn góðu
liði. Við elskum bikarkeppnina og
gætum ekki verið sáttari,“ sagði
Vincent Kompany, fyrirliði Man.
City, en City tapaði 2-0 gegn Chel-
sea í deildinni á dögunum og náði
því nú fram hefndum.
Jose Mourinho tók tapinu nokk-
uð vel.
„Ég myndi ekki segja að liðið
hafi brugðist mér. Ég myndi frek-
ar segja að City hafi spilað mun
betur en við og átt skilið að sigra,“
sagði Portúgalinn. „Það er ekkert
flókið að greina þennan leik. City
var betra liðið og vann.“
Arsenal á heimaleik gegn Ever-
ton í átta liða úrslitum keppninn-
ar en Man. City fær bikarmeistara
Wigan í heimsókn.
henry@frettabladid.is
Sæt var hefndin hjá Arsenal
Arsenal svaraði fyrir fl enginguna frá Liverpool á dögunum með því að henda liðinu út úr ensku bikarkeppn-
inni í gær. Frábær leikur hjá góðum liðum þar sem mörkin hefðu hæglega getað orðið fl eiri. Chelsea átti
aldrei möguleika gegn Man. City. Arsenal mun spila gegn Everton í átta liða úrslitum bikarkeppninnar.
SÁTTUR Podolski fagnar marki sínu í gær en hann kláraði færið afar vel eftir send-
ingu frá Oxlade-Chamberlain. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
UNNU RIÐILINN Það er ein umferð
eftir af riðlakeppni Meistaradeildar-
innar í handbolta. Kiel er búið að vinna
sinn riðil og önnur Íslendingalið á leið í
16 liða úrslit eru Rhein-Neckar Löwen,
Kolding, Kielce, PSG og Flensburg.
FRÉTTABLAÐIÐ/BONGARTS
SPORT
HANDBOLTI „Það er ljóst að ég er
á förum enda er samningur minn
hér á enda. Það er alveg óvíst hvert
ég fer næst,“ segir línumaðurinn
Kári Kristján Kristjánsson.
Samningur hans við danska
félagið Bjerringbro-Silkeborg
rennur út í sumar. Félagið hefur
samið við danska landsliðslínu-
manninn Michael Knudsen og mun
því ekki semja aftur við Kára.
„Ég er bara að skoða mín mál í
rólegheitum en það er ekkert fast í
hendi enn sem komið er. Ég myndi
helst vilja vera annaðhvort áfram
í Danmörku eða í Þýskalandi. Ég
loka samt ekki hurðinni á eitthvað
annað. Ég mun eðlilega bara skoða
mína möguleika næstu vikurnar.“
Kári hefur lítið fengið að spreyta
sig með liðinu síðustu vikur en
tekur því með jafnaðargeði.
„Því er ekki að neita að ég er
ósáttur við þann spiltíma sem ég
hef verið að fá. Það þýðir samt
ekkert að væla yfir því. Ég verð
bara að nýta þau tækifæri sem
ég fæ. Ég reyni að vera jákvæður
enda lítið annað í stöðunni. Menn
verða að vera hressir.“
Gengi Bjerringbro í vetur undir
stjórn Svíans Per Carlén hefur
valdið vonbrigðum.
Bjerringbro ætlaði sér stóra
hluti í vetur en er aðeins tveimur
stigum frá því að missa af sæti í
úrslitakeppninni.
- hbg
Framtíðin er óráðin
Kári Kristján mun ekki spila áfram með Bjerringbro.
HVAÐ NÆST? Kári veit ekki hvar hann spilar næsta vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
ENSKI BIKARINN
ARSENAL - LIVERPOOL 2-1
1-0 Alex Oxlade-Chamberlain (15.), 2-0 Lukas
Podolski (46.), 2-1 Steven Gerrard, víti (58.).
SHEFF. UTD - NOTT FOREST 3-1
0-1 Jamie Paterson (28.), 1-1 Conor Coady (65.),
2-1 Chris Porter, víti (90.), 3-1 Chris Porter
(90.+2.).
EVERTON - SWANSEA 3-1
1-0 Lacina Traore (4.), 1-1 Jonathan de Guzman
(15.), 2-1 Steven Naismith (65.), 3-1 Leighton
Baines, víti (72.).
SUNDERLAND - SOUTHAMPTON 1-0
1-0 Craig Gardner (49.).
CARDIFF - WIGAN 1-2
0-1 Chris McCann (18.) 1-1 Fraizer Campbell
(27.), 1-2 Ben Watson (40.).
MAN. CITY - CHELSEA 2-0
1-0 Stevan Jovetic (16.), 2-0 Samir Nasri (67.).
SHEFF. WED - CHARLTON
Frestað.
Skeifunni 11 | Sími 515 1100 www.rekstrarland.is
Hafið samband við sölumenn Rekstrarlands og leitið tilboða.
Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís
og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf.
Öflug fjáröflun
fyrir hópinn
Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins