Fréttablaðið - 17.02.2014, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 17.02.2014, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 17. febrúar 2014 | SKOÐUN | 15 Í DAG Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Þegar gamla kisan okkar, hún Krísurófa, var orðin um það bil hundrað ára í mannárum talið lagðist hún í sína kisukör og mornaði þar og þornaði, hætti að nærast, hætti að mjálma, hætti meira að segja að vera hvumpin. Þá var ekki um annað að ræða en að fara með hana til dýralæknis- ins. Ég hélt á henni meðan konan gaf henni náðarsprautuna og hún dó í fanginu á mér. Svo fór ég með hana heim og gróf hana í beðinu undir stofuglugganum. Það var rigning. Ég raulaði yfir henni Nú legg ég augun aftur en yngri dóttir mín stóð í glugga- kistunni hinum megin við gler- ið og fylgdist með, söng svo líka yfir kisu lagið Attikattínóa. Svo var þetta búið, við settum kross og kringum leiðið óx með tíð og tíma ókennilegur arfi sem ég kann engin skil á en guð býr í gróðurmoldinni og ekki í mínum verkahring að hlutast of mikið til um það. Alvaldið starfar án strits Lífsins gangur. Gíraffi að nafni Maríus var á dögunum aflífaður í dýragarði í Kaupmannahöfn. Þetta var opinber aftaka, og ekki nóg með það, heldur var gíraff- inn krufinn á eftir svo að börnin mættu fræðast um samsetningu hans – og voru víst áhugasöm – og svo var honum að sögn fleygt fyrir ljónin eins og hverjum öðrum Spartakusi. Vesalings Maríus hlaut þann- ig enga virðulega útför með sálmasöng og syrgjendum. Það varð líka af mikið fjaðrafok um gjörvöll Vesturlönd meðal fólks sem taldi að dauðinn eigi ekkert erindi á almannafæri – dýragarðsstjórinn var boðaður snarlega í yfirheyrslu hjá sjón- varpsmanni sem spurði höstug- lega hvað það ætti að þýða að láta börn horfa upp á lífsins gang, sjá dauðann að störfum. Fólk sýndi því skilning að Maríus ætti sér ekki framtíð meðal hinna gíraffanna þarna á þessum slóðum vegna hættu á innræktun – og hinir gíraffarn- ir gætu sennilega ekki útkljáð málið á sína gíraffavísu; með einvígi þar sem hálsinn er helsta vopnið – og hann svo sendur eitt- hvert burt út á örkina; hvert gæti slíkur gíraffi svo sem farið: til Hvidovre? Það var hitt sem fór fyrir brjóstið á fólkinu: að hann skyldi ekki aflífaður á afviknum stað. Dauðinn má vissulega hafa sinn gang en óþarfi er að hafa hann fyrir augunum á okkur. Dauðinn særir blygðunarkennd okkar; dauðinn er síðasta tabúið. Nútímastríð eru háð á klín- ískan og snyrtilegan hátækni- hátt utan kastljóss fjölmiðlanna, með svokölluðum drónum, þar sem við eigum ekki að þurfa að horfa upp á nokkurn mann drepa annan mann. Engin föðurlands- svik þykja verri en þegar lekið er myndefni af hernaði í fjöl- miðla. Aflífun óæskilegra manna á að fara fram utan við skynsvið okkar; dauðinn er eina nektin sem eftir er sem þykir klúr; dauðinn er það síðasta sem þykir dónalegt. Sú var tíð … Sú var tíð að dauðinn var partur af lífinu. Forðum tíð fæddist fólk á heimilunum, lifði þar og dó þar, lá þar dáið um hríð þangað til það var sett í gröfina og gekk svo væntanlega aftur þar, hefði það skapferli til þess. Orka viðkom- andi einstaklings fékk nógan tíma til að setjast og taka sér bólfestu í húsgögnum, innviðum og vitund ástvina. Dauðinn hafði sinn stað í lífinu. Börn sáu dýr deyja – dýr sem þau unnu og höfðu átt sínar stundir með. Börn sáu ástvini deyja og skynjuðu nálægð þess- ara einstaklinga lengi eftir dauð- ann. Dauðinn var hinn eðlilegi lokapunktur lífsins – og upphafs- reitur nýrra leiðangra. Margt fólk trúði því að sálin – kjarni vitund- arinnar hjá fólkinu – væri ódauð- leg og færi með einhverjum óskil- greindum hætti í aðra staði, aðrar víddir, sem ekki hvarflaði að nein- um að hvíldi á vísindaleg sönnun- arskylda. Sjálfur hef ég horft á einkenni- lega arfann vaxa á leiði hennar Krísurófu gömlu og er mér nægi- legur vitnisburður um ódauðleik sálarinnar. Dauðinn dónalegi Undanfarið hefur nokkuð verið drepið á nauðsyn þess að bæta yfirbragð opin- berrar umræðu, sérstak- lega í netheimum. Sann- arlega er ekki vanþörf á vakningu í þessum efnum því margir orðaleppar sem látnir eru falla eru engum sæmandi. Verst er þó þegar fólk sem vill væntanlega láta taka sig alvarlega lætur ummæli falla sem ganga þvert á allt velsæmi. Þeir sem vinna opinber störf þurfa að vera við því búnir að finna til tevatnsins vegna aðgerða sinna eða aðgerðaleysis. Allir hafa fullan rétt á að gagnrýna og benda á það sem betur má fara. Ég skal samt viðurkenna að með fullu tilliti til þess sem áður er sagt eru atriði sem ég felli mig ekki við að sé beint að mér og þeim stjórnmálasamtökum sem ég var kosinn á þing fyrir. Ég felli mig til dæmis ekki við að vera kallaður fasisti eða að ég eða stjórn- málasamtök þau sem ég tilheyri búi yfir slíkum tilhneigingum. Að vísu er það svo að flestar ávirðingar í þessa átt hafa undanfarið borist frá einstaklingum sem eru lítt traust- vekjandi og njóta reyndar ekki almenns trausts. Nú rétt fyrir áramótin var birt viðtal í Fréttatímanum um atburði nýliðins árs. Þar lét annar við- mælandinn hafa eftir sér ummæli um síðustu kosningabaráttu sem gengu gersamlega fram af mér. Meðal annars sagði viðkomandi: „ … að í aðdraganda kosninganna, þegar skoðanakannanir sýndu í hvað stefndi og við sáum fylgi Framsóknar stíga, leið mér eins og ég væri að horfa á hryllingsmynd með raðmorðingja sem gengur laus.“ Og litlu síðar: „… ég held við séum á vissan hátt í gini morðingjans núna og erum að súpa seyðið af þessu.“ Ekki sæmandi Nú er ekki eins og sá sem lét ummælin falla sé ein- hver skynskiptingur. Þvert á móti á viðkomandi að heita bókmennta- fræðingur og ætti því að þekkja merkingu þeirra orða sem hún lætur falla. Ekki lítur samt út fyrir að viðkomandi hafi verið á kafi í fagurbókmenntunum. Hvað sem því líður eru ummæli bókmenntafræð- ingsins náttúrulega ekki sæmandi og bera vitni um litla sjálfsvirðingu því sá sem ekki ber virðingu fyrir sjálfum sér er ekki fær um að bera virðingu fyrir öðrum. Auðvitað á maður ekki að skensa svona fólk heldur vorkenna því en sá sem hér skrifar er ekki nógu langt kominn á þroskabrautinni til að láta svona ummæli sem vind um eyrun þjóta. Nú er nefnilega kominn tími til að spyrna við fótum. Opinber umræða á ekki að vera á þessum nótum. Það á ekki að þola að stór hluti þjóðar- innar sé dreginn niður með þess- um hætti. Brýn nauðsyn er á því að opinber umræða sé dregin upp úr þessum förum. Vinnum það ára- mótaheit að bæta opinbera umræðu og hætta slíkum endemis sleggju- dómum heimsku og niðurlægingar. Bætt umræða – aukin virðing Dauðinn má vissu- lega hafa sinn gang en óþarfi er að hafa hann fyrir augunum á okkur. Dauðinn særir blygðunar- kennd okkar; dauðinn er síðasta tabúið. SAMFÉLAG Þorsteinn Sæmundsson alþingismaður Framsóknarfl okks
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.