Fréttablaðið - 05.03.2014, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 5. mars 2014 | SKOÐUN | 15
Evrópustefnur íslenskra
stjórnmálaflokka var um
langt árabil gefið heitið að
bíða og sjá til. Stefnan var
svo kölluð í stjórnmála-
fræði þar sem flokkarnir
tóku ekki afstöðu til þess
hvort sækja ætti um aðild
að Evrópusambandinu eða
ekki.
Afstaða flokkanna til
aðildarumsóknar er orðin
skýrari í dag. Það hefur
gert Nei-flokkunum, Sjálf-
stæðisflokki, Framsóknarflokki og
Vinstrihreyfingunni grænu fram-
boði, erfitt um vik. Já-flokkurinn,
Samfylkingin, missti tiltrú margra
þegar hann komst skammt á veg
með aðildarumsóknina á síðasta
kjörtímabili. Nýir flokkar virðast
flestir eiga erfitt með að móta skýra
Evrópustefnu.
Sú spurning hefur vaknað hvaða
afleiðingar bíða og sjá stefnan og
síðan þessi skýrari afstaða hefur
haft á flokkana. Skoðum sögu Evr-
ópustefnu flokkanna.
Fram og til baka– ESB-stefnur
flokkanna
Sjálfstæðisflokkurinn hélt þeim
möguleika opnum að sækja um
aðild að Evrópusambandinu allt til
árins 1996. Þá fyrst á landsfundi
flokksins var tekið af skarið um
að Ísland ætti ekki að sækja um
aðild að ESB. Það var byggt á því
mati að EES-samningurinn virkaði
vel í framkvæmd, væri hagstæður
landsmönnum og að framtíð hans
væri tryggð eftir að Norðmenn
höfnuðu aðild að ESB. Einnig var
ljóst að umræður um hvort sækja
ætti um aðild yrðu flokknum erf-
iðar.
Alþýðuflokkurinn aðhylltist að
bíða og sjá stefnuna allt til
ársins 1994. En þá ályktaði
flokkurinn að sækja ætti
um aðild að ESB. Þetta
gerði flokkurinn rúmlega
þrjátíu árum á eftir syst-
urflokkum sínum í Noregi
og Danmörku. Samfylk-
ingin tók upp að bíða og sjá
stefnuna í kosningabarátt-
unni 1999. Ekki náðist sátt
innan hennar um aðild-
arumsókn fyrr en þrem-
ur árum síðar. Í dag talar
flokkurinn skýrt fyrir aðild að ESB
og hefur lagt sérstaka áherslu á
málið eftir hrun.
Framsóknarflokkurinn tók upp
bíða og sjá stefnuna á flokksþingi
árið 2001. Í kjölfarið reyndi forysta
flokksins að koma aðildarumsókn á
dagskrá. Fram að þessu hafði flokk-
urinn verið andvígur ESB-aðild.
Fyrir kosningarnar árið 2009 sam-
þykkti flokkurinn að sækja ætti um
aðild að ESB og ganga í sambandið
ef tilteknar sérlausnir fengjust. Nú
hefur flokkurinn aftur breytt um
stefnu og er á móti aðild að ESB.
Vinstrihreyfingin – grænt fram-
boð hefur aftur á móti verið andvíg
aðild að ESB frá stofnun 1999. Það
sama átti við um Alþýðubandalagið.
Vinstri græn klofnuðu þegar flokk-
urinn samþykkti að styðja aðild-
arumsókn. En nokkur sátt virðist
ríkja innan flokksins í dag um að
ljúka aðildarviðræðunum.
Athyglisvert er að nýir flokkar
sem náð hafa sæti á Alþingi á síð-
ustu árum hafa ekki tekið af skarið
í kosningabaráttum um það hvort
ganga eigi í ESB. Björt framtíð og
Píratar töluðu um að ljúka aðildar-
viðræðunum en ljóst er orðið að
þingmenn Bjartar framtíðar eru
aðildarsinnar. Borgarahreyfing-
in var á stundum hlynnt aðildar-
umsókn og Frjálslyndi flokkurinn
lokaði ekki á ESB-umsókn fyrr en
undir lokin þegar hann féll af þingi.
ESB klýfur flokkana
Evrópumálin eru flokkunum erfið.
Það hefur ekki verið farsælt fyrir
Sjálfstæðisflokkinn að hverfa frá
bíða og sjá stefnunni. Hann er
illa klofinn í málinu. Fjöldi fólks
hefur yfirgefið Vinstri græn eftir
að opnað var fyrir aðildarumsókn.
Ólga kraumar undir niðri í Fram-
sóknarflokknum. Hann slær úr og
í. Samfylkingin missti trúverðug-
leika með því að hægja á aðildar-
viðræðunum og ná ekki að setja
fram samningsmarkmið í veiga-
mestu málaflokkunum. Nýir flokk-
ar virðast flestir hverjir vaklandi í
Evrópumálum.
Almenningur taki af skarið?
Það ríkir í raun glundroði þegar
kemur að stefnumótun landsins
í Evrópumálum. Lengst af var
stjórnarstefnan að bíða og sjá til,
svo Nei-stefna, þar á eftir Já-stefna
og nú aftur Nei-stefna. Flokkun-
um hefur mistekist að framfylgja
stefnum sínum og virðast ófærir
um að leysa málið. Ætla flokkarnir
virkilega að skiptast á um að sækja
um aðild að ESB og slíta viðræðum
á næstu árum?
Er ekki kominn tími til að
afgreiða Evrópumálin? Er ekki
kominn tími til að taka Evrópumál-
in frá valdastofnunum flokkanna og
setja þau í hendur kjósenda?
Ráða fl okkarnir við ESB?
Það er ótrú-
legt að fylgj-
ast með atburð-
um í Úkraínu.
Þar hafa Rúss-
ar ákveðið að
beita hervaldi
til að freista
þess að knésetja
ný stjórnvöld í
Kænugarði. Bylt-
ingin í Úkraínu
var gerð í kjölfar
mikilla mótmæla frá almenningi.
Almenningur var ósáttur við stefnu
þáverandi forseta að hætta við að
undirrita samstarfssamning við
ESB og þróa nánara samstarf við
Rússland, sem lofaði úkraínskum
stjórnvöldum ríflegum fjárstuðn-
ingi ef þau hættu við samstarfið
við ESB. Þetta átti almenningur í
vesturhluta Úkraínu erfitt með að
sætta sig við og í kjölfarið brutust
út hörð mótmæli sem leiddu til þess
að Janúkovítsj forseti hrökklaðist
frá völdum.
Vladímír Pútín, forseti Rúss-
lands, vill fá að stjórna því hvernig
stjórnarfarið er í ríkjunum í kring-
um Rússland. Hann kærir sig koll-
óttan um að virða mannréttindi og
koma á vestrænu lýðræði á áhrifa-
svæði þess. Almenningur í Úkraínu
vill ekki nánari samskipti við Rúss-
land, heldur treysta lýðræðisþró-
unina í landinu sem hófst árið 1991
með falli Sovétríkjanna og styrkja
tengslin við ESB. Átökin gætu haft
alvarlegar afleiðingar í för með
sér og hrint af stað ófriðaröldu á
svæðinu. Þessi þróun hefur leitt til
neyðarfunda hjá ESB og NATO, þar
sem nágranna-
ríki Rússlands
hafa sett af stað
nánari útfærslu
á stofnsamningi
NATÓ (Litháen
skoðar nánar 4.
gr. NATO-sátt-
málans). Ástand-
ið er afar eldfimt
og allir aðilar
þurfa að gæta
þess að stig-
magna ekki deiluna og leita eftir
friðsamlegum lausnum.
Athyglisvert er að frá íslenskum
stjórnvöldum koma varfærin við-
brögð. Þvert á móti hafa íslensk
stjórnvöld undanfarin misseri
fjandskapast við samstarfsþjóðir
okkar í ESB (tillaga um slit á ESB-
viðræðum), mært rússnesk stjórn-
völd (viðtal forsetans við rússneskt
dagblað), sýnt þeim of mikla virð-
ingu (ráðherra og forseti fara á
Vetrarólympíuleika).
Það skiptir máli að Vesturlönd
standi saman og fordæmi rússnesk
stjórnvöld harðlega fyrir að beita
vopnavaldi gegn sjálfstæðu ríki.
Ísland á að mótmæla með virkari
hætti en hefur verið gert, t.d. með
því að fylgja fordæmi stjórnvalda
í Bretlandi og hætta við að senda
ráðherra á Vetrarólympíuleika
fatlaðra sem haldnir verða í Rúss-
landi. Að okkar mati eiga íslensk
stjórnvöld ekki að efla samskipti
sín við Rússland, heldur þvert á
móti kæla þau samskipti í stað þess
að eyða allri sinni orku í að draga
úr samskiptum við lýðræðisþjóðir
í Evrópu.
Eigum við að
mótmæla harðlega?EVRÓPUMÁL
Baldur
Þórhallsson
prófessor í stjórn-
málafræði við HÍ
UTANRÍKISMÁL
Elvar Örn
Arason
Gunnar Alexander
Ólafsson
stjórnmálafræðingar
➜ Það ríkir í raun glundroði
þegar kemur að stefnumót-
un landsins í Evrópumálum.
Hyundai / BL ehf.
Hyundai – Kauptúni 1 – 210 Garðabæ – Sími: 575 1200
www.hyundai.is – www.facebook.com/hyundai.is
GE bílar / Reykjanesbæ / 420 0400 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkstæði Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070 – IB ehf. / Selfossi / 480 8080
*M
ið
að
v
ið
u
pp
ge
fn
ar
tö
lu
r f
ra
m
le
ið
an
da
u
m
e
ld
sn
ey
tis
no
tk
un
í
bl
ön
du
ðu
m
a
ks
tr
i
ix35
Vandaður - fj rhj ladrifinn
5 ra byrgð
takmarkaður akstur
Hyundai ix35, d sil, beinskiptur – Verð: 5.790.000 kr.
Hyundai ix35, d sil, sj lfskiptur – Verð: 6.390.000 kr.
Fj rhj ladrifinn / hiti st ri / hiti fram- og aftursætum / HAC brekkubremsa
bakkmyndav l / fjarlægðarskynjarar að aftan og framan / eldsneytisnotkun 5,5 l/ 100 km*