Fréttablaðið - 05.03.2014, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 05.03.2014, Blaðsíða 18
 | 2 5. mars 2014 | miðvikudagur Fasteignafélagið Reitir fer ekki í Kauphöllina í vor eins og til stóð og skráning þess frestast fram á haust. Ástæðan er að félagið hefur ekki enn gengið frá sátt við Seðla- banka Íslands vegna viðauka í samningum Reita við þýskan lán- veitanda sem Seðlabankinn telur ganga gegn gjaldeyrislögum. „Staðan er einfaldlega sú að það hafa engar dagsetningar verið ákveðnar og úr þessu er það mitt mat að við förum ekki á markað fyrr en eftir sumarið,“ segir Guð- jón Auðunsson, forstjóri Reita. Félagið skuldar Hypotheken- bank Frankfurt AG um fimm- tán milljarða króna. Seðlabank- inn gerði í desember 2012 at- hugasemdir við nokkra viðauka í þremur lánasamningum Reita við þýska bankann frá árinu 2009. Samningarnir voru hluti af endur- skipulagningu félagsins en viðauk- arnir fóru í gegn án þess að leitað væri eftir undanþágum Seðlabank- ans fyrir breytingunum. „Viðaukarnir voru partur af endurskipulagningu okkar því erlendi bankinn féllst ekki á að koma inn í eigendahópinn eins og hinir lánveitendurnir sem yfir- tóku Landic Property. Þýski bank- inn féllst einungis á að vera lán- veitandi og þá voru gerðir við- aukar við lánasamninga sem gerðir voru fyrir 2009. Seðlabank- inn hefur haldið því fram að við- aukarnir gangi gegn gjaldeyris- höftum og hefur neitað okkur um að greiða afborganir af þessum lánum í erlendri mynt síðan málið var tekið til skoðunar. Við erum að standa í skilum með lánið með því að leggja inn á veðsetta reikninga á Íslandi,“ segir Guðjón. Reitir og þýski bankinn gerðu breytingar á lánasamningunum sem eiga að sögn Guðjóns að full- nægja skilyrðum Seðlabankans. Skjöl þar að lútandi eru nú til yfir- ferðar hjá Seðlabankanum. „Málið hefur aldrei farið fyrir dómstóla og að við erum að reyna að ná sátt áður en svo fer. Við höfum verið á þeirri vegferð að fá þennan erlenda lánveitanda til að fallast á sjónarmið Seðlabank- ans til að tefja ekki vegferð okkar til skráningar. Ég á ekki von á öðru en að við heyrum fljótlega frá Seðlabankanum og þá förum við að nálgast ákveðinn endastað.“ Reitir eru stærsta fasteigna- félag landsins. Það er í eigu Arion banka (43%), Landsbank- ans (29,6%), Þrotabús Icelandic Property (16%) og Íslandsbanka (5,8%). Á síðasta ári stóð til að endurfjármagna félagið með að- komu nokkurra lífeyrissjóða. „Það hefur ekki gengið í gegn ennþá en það hefur verið skrifað undir sölu til lífeyrissjóðanna og fjármögnun á skuldum félagsins og um það er samkomulag en með þeim fyrirvara að þessi Seðla- bankamál leysist,“ segir Guðjón. Skráningu Reita frestað fram á haust Stærsta fasteignafélag landsins fer ekki á markað í vor. Reitir hafa ekki enn gengið frá sátt við Seðlabanka Íslands vegna meintra brota á gjaldeyrislögum og það tefur endurfjármögnun félagsins. VIÐSKIPTI Haraldur Guðmundsson | haraldur@frettabladid.is FORSTJÓRINN Stefnt hefur verið að skráningu Reita á markað frá stofnun félagsins í lok árs 2009. MYND/REITIR Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á Dagatal viðskiptalífsins dagatal viðskiptalífsinsl i i lí i Miðvikudagur 5. mars ➜ Fasteignamarkaðurinn í mánuðum eftir landshlutum ➜ Vöruskipti við útlönd í febrúar 2014 Fimmtudagur 6. mars ➜ Gistinætur á hótelum í janúar 2014 Föstudagur 7. mars ➜ Helstu liðir í efnahagsreikningi SÍ og gjaldeyrisforði ➜ Landsframleiðslan 2013 ➜ Vísitala launa á 4. ársfjórðungi 2013 Þriðjudagur 11. mars ➜ Fjöldi þinglýstra leigusamninga um íbúðarhúsnæði eftir landshlutum ➜ Fjármál hins opinbera á 4. ársfjórðungi 2013 ➜ Efnahagslegar skammtímatölur í mars 2014 ➜ Aðalfundur Icelandair Group Fimmtudagur 13. mars ➜ Gjaldeyrisforði og tengdir liðir ➜ Aðalfundur Vátryggingafélags Íslands Föstudagur 14. mars ➜ Aðalfundur Nýherja ➜ Atvinnuleysistölur fyrir febrúar ➜ Fiskafli í febrúar 2014 ➜ Aðalfundur Össurar Þriðjudagur 18. mars ➜ Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu ➜ Verðmæti sjávarafla árið 2013 ➜ Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum 2013 Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur kallað eftir samráði við hagsmunaaðila vegna fyrirhugaðrar ákvörðunar stofn- unarinnar um að heimila Vodafone og Nova samnýtingu á tíðnum sem félögunum hefur verið úthlutað. Félögin tvö stefna að stofnun nýs rekstrarfélags sem verður í jafnri eigu þeirra. Nýja félagið á að sjá um upp- byggingu, eignarhald og þróun dreifikerfis fyrir alla almenna farsímaþjónustu Vodafone og Nova og sameina núverandi kerfi félaganna í eitt alhliða farsímadreifikerfi. Frá þessu er greint í frétt á vef PFS þar sem segir að stofnunin ætli að veita samþykki sitt fyrir fyrirhugaðri samnýtingu. Það verði hins vegar ekki gert fyrr en áhuga- samir hagsmunaaðilar hafi skilað inn umsögnum. Stofn- unin tekur fram að samráðið taki eingöngu til samnýtingar tíðna en ekki samkeppnislegra áhrifa sem af samstarfinu kunni að stafa. Því eigi hagsmunaaðilar sem vilji tjá sig um slík áhrif samstarfsins að beina þeim til Samkeppnis- eftirlitsins. - hg Póst- og fjarskiptastofnun hyggst heimila sameiningu dreifikerfa Vodafone og Nova: PFS kallar eftir samráði PFS Stofnunin mun birta opinberlega allar umsagnir og athugasemdir sem berast. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Nánar á sölusíðunni www.mycountry.is og facebook.com/mciceland Viltu ná betri tengslum við erlenda gesti og viðskiptavini? Kynntu Ísland fyrir þeim með 52 fróðleiksmolum. Skemmtileg og handhæg gjöf. Ljósm ynd á fram hlið “Að fjallabaki” eftir Ragnar Axelsson, RAX. Gengi félaga í Kauphöll Íslands MESTA HÆKKUN FJARSKIPTI 11,2% frá áramótum FJARSKIPTI 7,1% í síðustu viku MESTA LÆKKUN MAREL -15,2% frá áramótum NÝHERJI -7,6% í síðustu viku Á UPPLEIÐ Félög sem hækkuðu í verði 7 Á NIÐURLEIÐ Félög sem lækkuðu í verði 4 STÓÐU Í STAÐ Félög sem stóðu í stað 2 Aðallisti Kauphallarinnar | Nasdaq OMX Iceland Félag Gengi í gær Frá áramótum Vikubreyting Atlantic Airways (DKK) 144,00 -5,9% 0,0% Bank Nordic (DKK) 119,00 -8,5% 0,0% Eimskipafélag Íslands 231,00 -11,8% -4,9% Fjarskipti (Vodafone) 30,30 11,2% 7,1% Hagar 41,20 7,3% 1,4% Icelandair Group 18,90 3,8% 4,1% Marel 112,85 -15,2% 0,8% N1 18,15 -4,0% -2,2% Nýherji 3,39 -7,1% -7,6% Reginn 16,50 6,1% 2,8% Tryggingamiðstöðin 30,40 -5,1% 3,2% Vátryggingafélag Íslands 10,51 -2,6% 1,3% Össur 254,00 10,9% -0,4% Úrvalsvísitalan OMXI6 1.210,36 -3,9% 1,4% First North Iceland Félag Gengi í gær Frá áramótum Vikubreyting Century Aluminum 1150,00 0,0% 0,0% Hampiðjan 15,00 13,2% 0,0% HB Grandi 30,00 36,4% 25,0% Sláturfélag Suðurlands 1,22 0,0% 0,0% Landsbankinn hagnaðist um 28,8 milljarða króna eftir skatta á árinu 2013 samanborið við 25,5 milljarða króna á árinu 2012. Það er aukning um þrettán prósent milli ára. Þetta kom fram í tilkynningu um ársuppgjör bankans. Þar segir að aukningin skýrist einkum af hærri þjónustu- tekjum, virðisbreytingum lána og hlutabréfa auk lækk- unar á kostnaði. Eigið fé bankans nam í lok árs 2013 um 241,4 milljörðum króna. Það hefur aukist um sjö prósent frá áramótum 2012 þrátt fyrir tíu milljarða króna arðgreiðslu á árinu. Heildar- eignir bankans námu 1.152 milljörðum í lok árs 2013. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir í til- kynningunni að afkoma bankans sé góð og að hún sýni traustan rekstur á öllum sviðum. Hann segir íþyngjandi skatta hafa verið lagða á fjármálafyrirtæki og að skatt- greiðslur bankans nemi nú 12,3 milljörðum á ári. „Augljóst er að svo þungir skattar kunna að hafa áhrif á kjör til viðskiptavina til lengri tíma,“ segir Steinþór. - hg Bankastjóri Landsbankans segir íþyngjandi skatta geta haft áhrif á kjör viðskiptavina: Hagnaður upp á 28,8 milljarða GOTT UPPGJÖR Steinþór Pálsson segir mikinn árangur hafa náðst við hagræðingu í rekstri Landsbankans. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.