Fréttablaðið - 05.03.2014, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 05.03.2014, Blaðsíða 30
 | 10 5. mars 2014 | miðvikudagur Grundvallarbreytingar hafa verið gerðar á ramma og framkvæmd peningastefnunnar … Nú í febrúar eru liðin fimm ár frá því að núverandi skipan pen- ingamála var komið á þar sem sérstakri fjölskipaðri peninga- stefnunefnd er falið að móta pen- ingastefnuna og ákvarða beit- ingu stjórntækja Seðlabank- ans til að ná því markmiði sem stjórnvöld hafa sett bankanum, þ.e. að halda árlegri verðbólgu að jafnaði í námunda við 2,5%. Sambærilegt fyrirkomulag með peningastefnunefnd þekk- ist á meðal flestra seðlabanka í heiminum. Í nokkrum þeirra eru utanaðkomandi sérfræðing- ar einnig í nefndinni eins og hér á landi. Með tilkomu nefndarinnar voru einnig gerðar ýmsar end- urbætur á ákvörðunartöku í pen- ingamálum. Haldnir eru ítar- legir 1-2 daga fundir með fast- mótaðri dagskrá fyrir hverja vaxtaákvörðun þar sem fjöldi sérfræðinga innan bankans kynnir efni sem getur hjálpað nefndinni að komast að niður- stöðu. Einnig þekkist að leitað sé til sérfræðinga utan bankans um ákveðin viðfangsefni. Með þessu er leitast við að ákvarðan- ir séu byggðar á sem traustustum grunni og að öll sjónarmið kom- ist að. Til að auka gagnsæi stefn- unnar sem mest er jafnframt birt ítarleg fundargerð af fund- um nefndarinnar og henni gert að greina Alþingi frá störfum sínum með reglubundnum hætti í ræðu og riti. Þá eru veittar upplýsing- ar um atkvæðagreiðslu nefndar- manna í ársskýrslu bankans. Um- bætur hafa einnig verið gerðar á framkvæmd peningastefnunnar sem felast í því að nú er horft til fleiri tækja en vaxtatækisins við mótun stefnunnar. Er það í takt við þá lærdóma sem dregnir hafa verið af reynslu fyrri ára og ítar- lega hefur verið fjallað um í ritum Seðlabankans. … sem hafa skilað töluverðum árangri Á þeim fimm árum sem hafa liðið frá því að ný peningastefnunefnd tók við stjórn peningamála hefur verulegur árangur náðst í efna- hagsmálum (sjá meðfylgjandi myndir). Þegar nefndin hóf störf fyrir fimm árum var verðbólga 17,6% en nú mælist hún 2,1%. Nefndin hafði reyndar náð verð- bólgu í markmið í lok árs 2010 og fram á vormánuði 2011 en í kjölfar ríflegra launahækkana í kjarasamningum vorið 2011 jókst verðbólga á ný og náði hámarki í 6,5% snemma árs 2012. Nefndin brást við þessum aðstæðum með því að herða taumhald peninga- stefnunnar sem stuðlaði að hjöðn- un verðbólgu í markmið á ný. Þéttara taumhald peningastefn- unnar hefur ekki sett efnahags- batann sem hófst snemma árs 2010 í uppnám, eins og sumir óttuðust. Þannig hefur skráð atvinnuleysi minnkað úr 8,2% þegar nefndin tók til starfa í 4,5% nú í janúar og mælist nú með því minnsta á meðal þróaðra ríkja. Að sama skapi eru horfur á að hagvöxtur í fyrra hafi a.m.k. verið 3% og að Ísland verði eina landið í hópi þróuðustu ríkja heims þar sem hagvöxtur nær 3% eða meira. Það sem gerir þennan árang- ur enn markverðari er að hann hefur náðst þrátt fyrir mjög erfið skilyrði. Hann kemur í kjölfar alvarlegrar banka- og gjaldeyriskreppu, en slíkar kreppur eru jafnan mun dýpri og vara lengur en hefðbundn- ar fjármálakreppur. Samdrátt- ur hefur einnig verið undanfar- in tvö ár á evrusvæðinu sem er okkar helsta viðskiptasvæði, framlag hins opinbera til hag- vaxtar var lengi vel neikvætt vegna nauðsynlegra aðhaldsað- gerða í opinberum fjármálum og viðskiptakjör þjóðarbúsins eru í um hálfrar aldar lægð. Þessu til viðbótar hefur töluverður kraftur innlendra aðila farið í að greiða niður skuldir sem dregið hefur þrótt úr efnahagsbatanum. Ólokið verk peningastefnunnar Enn er þó ýmsum verkefn- um ólokið. Þar ber auðvitað hæst losun fjármagnshafta en á megin sviði peningastefnunn- ar er þó brýnasta verkefnið að tryggja verðbólguvæntingum trausta kjölfestu þannig að unnt sé að ná viðvarandi árangri í baráttunni við verðbólguna. Þrátt fyrir að verðbólga hafi hjaðnað að markmiði er það enn svo að langtímaverðbólgu- væntingar eru nokkru yfir 2,5% verðbólgumarkmiði bankans. Því virðist enn skorta traust á getu peningastefnunnar til þess að tryggja að verðbólga haldist við markmið til langframa. End- urspeglar það örugglega lakan árangur við að tryggja verð- stöðugleika undanfarin ár. Af þeim sökum hafa vextir Seðla- banka Íslands einmitt þurft að vera hærri en í nágrannalönd- um okkar þar sem seðlabankar hafa þurft að glíma við of litla verðbólgu og ótta við að festast í vítahring langvarandi verð- hjöðnunar (ítarlega umfjöllun um ástæður hærri vaxta á Ís- landi má finna í rammagrein I-1 í Peningamálum 2013/2). Seðla- bankar nágrannaríkja okkar hafa því haldið vöxtum óvenju- lágum til að freista þess að ýta verðbólgu og verðbólguvænting- um upp í markmið. Vandinn hér á landi hefur hins vegar verið að ná tökum á verðbólgu og verð- bólguvæntingum og freista þess að skapa þeim kjölfestu í verð- bólgumarkmiði sem kveðið er á um í sameiginlegri yfirlýsingu stjórnvalda og Seðlabankans. Þegar það hefur tekist er ekkert því til fyrirstöðu að vextir geti lækkað frá því sem þeir eru nú. Til þess að svo geti orðið verð- ur hins vegar að ríkja almennt traust í garð peningastefnunnar, Seðlabankans og stjórnar hans þannig að ekki verði með nein- um hætti grafið undan þeim ár- angri sem náðst hefur á vakt nú- verandi bankastjóra bankans og lýst er hér að ofan. Mikilvæg for- senda þess að slíkt traust mynd- ist er að þannig sé búið um hnút- ana að ekki sé tilefni til þess að efast um sjálfstæði bankans við framkvæmd peningastefnunnar. Þær skoðanir sem hér koma fram þurfa ekki að endurspegla skoðanir bankans eða annarra nefndarmanna peningastefnu- nefndar. Árangur peningastefnunnar undanfarin fimm ár SKOÐUN Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands og meðlimur í peningastefnunefnd bankans. Mikilvæg for- senda þess að slíkt traust myndist er að þannig sé búið um hnútana að ekki sé til- efni til þess að efast um sjálfstæði bankans við framkvæmd peninga- stefnunnar. Rannsóknarlögreglumennirnir og félagarnir Rustin Cohle og Martin Hart úr þáttunum True Detective hafa farið á kostum í besta sjónvarps- efni ársins. Áhorfendur hafa fengið að fylgjast með lögreglumönnunum rannsaka óhugnanlegt morðmál og mannshvörf. Rannsóknin hefur dregið þá í gegnum gruggug fen Louisiana þar sem þeir leita morðingjans og ákveðin kaflaskil urðu þegar Hart drap viðurstyggilegan hrotta sem þeir grunuðu um ódæðin. Þá voru félagarnir hylltir sem hetjur og næstu árin á eftir lifðu þeir í þeirri trú að málið væri leyst. Ráðherrarnir og félagarnir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson hafa í við- tölum í fjölmiðlum séð okkur fyrir næstbesta sjónvarpsefni ársins. Áhorfendur hafa fengið að fylgjast með ráðherrunum ræða og verja stefnu- mál ríkisstjórnarinnar og kosningaloforð. Viðtöl- in hafa dregið þá í gegnum gruggug fen íslenskra stjórnmála í leit að útfærslum á stefnumálum og loforðum síðustu alþingiskosninga þegar ákveðin kaflaskil urðu og flokkar þeirra náðu tveggja flokka meirihluta. Þá voru félagarnir hylltir sem hetjur og níu mánuðum síðar virtist kjörtímabilið ætla að verða leikur einn. Ágætis byrjun Um hálfu ári eftir að ríkisstjórnin var mynduð kynntu ráðherrarnir tveir aðgerðaráætlun um höfuðstólslækkun húsnæðislána, stærsta kosn- ingaloforð Framsóknarflokksins. Með henni ætlar ríkisstjórnin að lækka höfuðstól verð- tryggðra húsnæðislána og koma á skattaívilnun sem mun gera heimilum sem skulda húsnæðislán kleift að nýta greiðslur sem ella rynnu inn í sér- eignarsjóði til að greiða inn á lánin. Heildarum- fang aðgerðarinnar er metið á um 150 milljarða króna og bankaskattur á að fjármagna skulda- lækkunina næstu fjögur árin. Nokkrum vikum síðar þegar árið 2013 var gert upp í Kryddsíld Stöðvar 2 virtist gagnrýni formanna stjórnarand- stöðuflokkanna á skuldaleiðréttinguna oft missa marks. Þremur vikum síðar, tíu dögum eftir að við fengum fyrst að kynnast lögreglumönnunum í Louisiana, kynnti sérfræðingahópur ríkisstjórnar- innar um afnám verðtryggingar af neytendalánum tillögur sínar. Til- lögurnar voru þá gagnrýndar fyrir að standa ekki við gefin fyrirheit um fullt afnám verðtryggingar. Fortíðarþrá Um miðjan febrúar, nokkrum dögum áður en Sigmundur og Gísli Mar- teinn Baldursson rifust um stöðu seðlabankastjóra, innflutning á ostum og hvor þeirra stjórnaði þættinum Sunnudagsmorgni, gagnrýndi ráð- herra Seðlabanka Íslands í erindi á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands. Bankinn hafði að hans mati haldið „óumbeðinn“ í vinnu við greiningu á skuldalækkunaráformum ríkisstjórnarinnar á meðan stjórnin biði eftir greiningu á greiðslujöfnuði Íslands sem óskað hafði verið eftir nokkru áður. Níu dögum síðar tilkynnti fjármála- og efnahagsráðuneytið að lögum um Seðlabankann yrði breytt og staða bankastjóra auglýst. Már Guðmundsson þarf því að sækja um starfið á nýjan leik og bankastjórarn- ir gætu á endanum orðið þrír, alveg eins og í gamla daga þegar allt var gott og ungt fólk sá áburðarverksmiðjur í hillingum. Nóg er búið að fjalla um þingsályktunartillöguna sem lögð var fram nokkrum dögum síðar um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópu- sambandinu til baka og áður gefin loforð margra stjórnarliða í þeim efnum. Umsóknin skal dregin til baka enda á gjaldmiðillinn að heita króna en ekki evra og fullveldið á að vernda en ekki kasta á glæ. Þetta stóð allt svart á hvítu á blaðsíðu 152 í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og því engin ástæða fyrir ráðherra fjármála- og efnahagsmála að standa við áður gefin loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu á fyrri hluta kjör- tímabilsins. Háspenna lífshætta Bjarni ítrekaði afstöðu sína til aðildarviðræðnanna í ræðu í Valhöll í síð- ustu viku. Þar sagði hann einnig að áætlun um afnám gjaldeyrishaftanna hafi verið virkjuð í haust. Niðurstöður þeirrar vinnu eiga vonandi eftir að hleypa smá lífi í stjórnmálin og í ofanálag ættu einungis að vera um þrír mánuðir þangað til skuldaleiðréttingin hefst. Það verður því spennandi að fylgjast með því hvernig mál þróast og ljóst er að ekki eru öll kurl komin til grafar. Besta sjónvarpsefni ársins kveður á mánudaginn þegar Cohle og Hart klára vonandi sín mál en þá taka Sigmundur og Bjarni við, einir í sviðsljósinu, með um þrjú ár eftir af kjörtímabilinu. Sannir stjórnmálamenn Niðurstöður þeirrar vinnu eiga vonandi eftir að hleypa smá lífi í stjórn- málin og í ofaná- lag ættu einungis að vera um þrír mánuðir þangað til skuldaleiðrétt- ingin hefst. Markaðshornið Haraldur Guðmundsson haraldur@frettabladid.is 20 15 10 5 0 jan. 09 jan. 10 jan. 11 jan. 12 jan. 13 jan. 14 Verðbólga Verðbólguvæntingar til næstu 5 ára Verðbólgumarkmið VERÐBÓLGA OG VERÐBÓLGUVÆNTINGAR HAGVÖXTUR OG ATVINNULEYSI jan. 09 jan. 10 jan. 11 jan. 12 jan. 13 jan. 14 10 8 6 4 2 0 -2 -4 -6 -8 -10 Hagvöxtur (breyting frá fyrra ári) Árstíðarleiðrétt skráð atvinnuleysi (hlutfall af mannafl a) Stefán Pálsson sagnfræðingur og Björn Berg Gunnarsson, deildar- stjóri hjá VÍB, voru framsögu- menn á fundi um fjármál í fót- bolta í Norðurljósasal Hörpu í gær. Stefán ræddi um eignarhald knattspyrnuliða, veðmálasvindl og spillingu í knattspyrnuheimin- um en Björn ræddi um tekjuskipt- ingu helstu liða í Evrópu, þóknan- ir umboðsmanna, launagreiðslur, skattamál og fleira sem hefur æ meiri áhrif á knattspyrnuheiminn. Fram kom meðal annars að hagnaður FIFA, alþjóða knatt- spyrnusambandsins, af síðasta heimsmeistaramóti nam 266 millj- örðum króna. Fyrir það hefði mátt staðgreiða tvo þriðju af íslenska hlutabréfamarkaðnum. - fbj VÍB og Fótbolti.net héldu fræðslufund saman í Hörpu: Fjármál í fótbolta BJÖRN BERG GUNNARSSON, deildarstjóri hjá VÍB, var annar framsögumanna á fundi um fjármál í fótbolta í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.