Fréttablaðið - 05.03.2014, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 05.03.2014, Blaðsíða 17
www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 5. mars 2014 | 22. tölublað | 10. árgangur LEIGUFÉLAG AÐ SKANDINAVÍSKRI FYRIRMYND ➜ Sjóðir á vegum fjármálafyrirtækisins GAMMA hyggjast byggja um 850 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu næstu þrjú árin. ➜ Gísli Hauksson, forstjóri GAMMA, vill að liðkað sé til fyrir nýbyggingum á stærri einingum með minni íbúðum til hagræðingar fyrir leigjendur. SÍÐA 6-7 TAKTU GRÆN U SKREFIN MEÐ OKKUR ! Viðskiptajöfnuður aldrei hærri Viðskiptajöfnuður Íslands hefur aldrei mælst hærri á einu ári en í fyrra. Það á við hvort sem litið er á jöfnuðinn með eða án innlánsstofnana í slitameðferð. Þá er útkoman mun vænlegri en búist var við. Frá þessu var greint í Morgunkorni Íslands- banka í gær og þar vísað í bráðabirgðatölur sem Seðlabanki Íslands birti í fyrradag um greiðslujöfnuð við útlönd á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Afgangur mældist á undirliggjandi viðskipta- jöfnuði á öllum fjórðungum í fyrra, sem hefur aldrei gerst áður. Í heildina var viðskiptaafgang- urinn 110,9 milljarðar króna eða 6,2 prósent af vergri landsframleiðslu. Það er mun betri niður- staða en Seðlabankinn gerði ráð fyrir í nýjustu spá sinni. - skó Langtímafjármögnun tryggð Marel hefur tryggt sér fram- lengingu á lang- tímafjármögn- un félagsins. Um er að ræða fjármögnun sem upphaflega var samið um í nóvember 2010, að fjárhæð 350 milljónir evra, eða um 54,5 milljarða króna. Fimm alþjóðlegir bankar, ABN Amro, ING, Landsbankinn, LB Lux og Rabobank, koma að fjár- mögnuninni. Þeir hafa samþykkt að framlengja gjalddaga hennar um eitt ár. Lokagjalddagi fjár- mögnunarinnar hefur því verið framlengdur til nóvember 2017, samkvæmt tilkynningu Marels. - hg Sömdu um samstarf í Afríku Creditinfo og fyrirtækið VoLo Africa hafa ákveð- ið að hefja samstarf í Afríku. Í tilkynningu Creditinfo segir að fyrirtækið hafi hlotið mikla athygli fyrir uppbyggingu sína á fjármálamörkuð- um á þróunarstigi. VoLo hefur hins vegar komið á fót gagnagrunni um einstaklinga í Senegal og Gambíu sem byggir á fingraförum þeirra. Unnið hefur verið að samstarfinu í samráði við og með stuðningi Þróunarbanka Afríku í þeim tilgangi að treysta undirstöður og faglega innviði fjármála- starfsemi í heimsálfunni. „Aðgangur að lánsfé er ávísun á aukinn hagvöxt og tilgangurinn með samruna okkar og VoLo er að tvinna saman áreiðanleg persónuskilríki og fjár- hagsupplýsingar í þeim tilgangi að auka lánastarf- semi og faglega áhættustýringu í þessum ríkjum,“ segir Reynir Grétarsson, forstjóri Creditinfo. - fbj

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.