Fréttablaðið - 14.04.2014, Síða 2
14. apríl 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2
Kringlunni
heyrnarstodin.is
HEYRNARSTÖ‹IN
SKATTUR Skattrannsóknarstjóri
hefur fengið lista frá breskum
yfirvöldum með nöfnum 10 Íslend-
inga sem tengjast svokölluðum
skattaskjólum. Nöfn Íslendinganna
voru í leyniskjölum ICIJ, alþjóð-
legs samstarfsvettvangs rann-
sóknarblaðamanna. ICIJ birti í
fyrra niðurstöður viðamesta rann-
sóknarverkefnis síns sem er um
skattaskjól en verkefnið er byggt
á um 2,5 milljónum leyniskjala.
„Yfirvöld í Bretlandi, Banda-
ríkjunum og Ástralíu fengu
aðgang að gögnunum og hafa
verið að vinna úr þeim. Síðan hafa
þau verið að senda upplýsingarnar
áfram til annarra landa. Við erum
að bíða eftir frekari gögnum sem
Bretar hafa undir höndum um
þessa tilteknu aðila sem eru á
listanum sem okkur var sendur.
Það fer svo eftir því hvað kemur
út úr þeim hvernig okkar rann-
sókn verður háttað,“ segir Bryn-
dís Kristjánsdóttir skattrann-
sóknarstjóri.
Hún getur þess jafnframt að
embættinu hafi nokkrum sinnum
verið boðið að kaupa ýmis gögn frá
útlöndum en því hafi verið hafnað.
„Þetta hafa verið bæði stór og smá
gögn. Í einu tilfellinu var nefndur
listi með nöfnum hundraða Íslend-
inga. Það er alveg klárt að það yrði
fengur að fá slík gögn en það er
spurning hvað má telja eðlilegt að
ganga langt til að afla þeirra. En
af þessu sýnist mér að draga megi
þá ályktun að til séu ýmis gögn úti
um allan heim.“
Að sögn Bryndísar er yfirleitt
ekki vitað hverjir það eru sem
bjóða gögnin til sölu. „Þeir leggja
mikið upp úr nafnleynd. Sú leið
hefur aldrei verið farin hjá okkur
að kaupa slík gögn og það hefur
einnig verið stefnan annars staðar
á Norðurlöndum. Ýmis önnur lönd
hafa hins vegar keypt slík gögn, til
dæmis Þýskaland.“
Spurð um uppsett verð segir
Bryndís að samræðurnar við selj-
endur hafi aldrei komist á það stig
að verð hafi komið til tals.
ibs@frettabladid.is
Listi yfir Íslendinga í
skattaskjóli afhentur
Bresk yfirvöld sendu skattrannsóknarstjóra nöfn 10 Íslendinga sem tengjast skatta-
skjólum. Skattrannsóknarstjóra hefur verið boðið að kaupa gögn að utan með
nöfnum hundraða Íslendinga. Slík gögn hafa aldrei verið keypt hér á landi.
KVIKMYNDAGERÐ „Þessi sería verð-
ur sú allra dýrasta í íslenskri sjón-
varpssögu en kostnaður nálgast nú
milljarðinn,“ segir Sigurjón Kjart-
ansson, þróunarstjóri RVK Studios,
framleiðslufyrirtækis Baltasars
Kormáks.
„Íslenskar sjónvarpsseríur hing-
að til hafa kostað á bilinu 150 til
tvö hundruð milljónir,“ útskýr-
ir Sigurjón. Hann skrifar
handrit íslensku sjónvarps-
þáttanna Ófærð, sem heita á
ensku Trapped, ásamt leikar-
anum Ólafi Egilssyni, Jóhanni
Ævari Grímssyni og Bret-
anum Clive Bradley.
„Þetta er tíu þátta
sería og er hver þáttur
klukkutími að lengd,“
segir Sigurjón.
Serían var kynnt
á kaupráðstefnunni
MIPTV í Cannes í Frakklandi fyrir
stuttu, einni stærstu ráðstefnu fyrir
kaupendur og seljendur sjónvarps-
efnis í heiminum.
Leikstjórn seríunnar verður í
höndum Baltasars Kormáks, sem
nú er í tökum á stórmyndinni Eve-
rest, en Daniel March og Klaus Zim-
mermann hjá dreifingarfyrirtækinu
Dynamic Television meðfram-
leiða seríuna. Þá sér Dynamic
Television einnig um alþjóð-
lega dreifingu seríunnar.
Stefna RVK Studios frá upp-
hafi hefur verið að framleiða
íslenskt sjónvarpsefni
fyrir erlendan markað.
„Við viljum sækja á
stærri markað en við
höfum verið að gera
og þetta er fyrsta
stóra verkefnið sem
við komum á kopp-
inn í sjónvarpi. Til að gera seríu sem
getur keppt almennilega við aðrar
skandinavískar seríur þarf miklu
meiri pening. Til að fá þann pening
þurfum við að forselja seríuna úti,“
segir Sigurjón.
Stefnt er á að tökur á Ófærð hefj-
ist í haust og að serían verði sýnd
á RÚV á næsta ári. Sigurjón segir
enn óvíst hvar þættirnir verða tekn-
ir upp. - lkg
Þættirnir Ófærð í leikstjórn Baltasars Kormáks fara í tökur í haust:
Dýrasta sería Íslandssögunnar
Aðalheiður, er rífandi gangur í
peningagjöfum?
„Þær mættu nú vera helmingi fleiri!“
Aðalheiður Frantzdóttir, framkvæmdastjóri
Mæðrastyrksnefndar, tók við 30 þúsund króna
peningagjöf frá Jóni Þór Ólafssyni, þingmanni
Pírata, eftir að hann reif þrjá 10 þúsund króna
seðla í ræðustól Alþingis á föstudag.
ALÍSLENSK Sigurjón segir að Ófærð
verði leikin á íslensku af íslenskum
leikurum.
Í NLÚXEMBORG Fjöldi skattaskjólsmála hefur tengst Lúxemborg. NORDICPHOTO/AFP
Í einu
tilfellinu var
nefndur listi
með nöfnum
hundraða
Íslendinga.“
Bryndís Kristjánsdóttir
skattrannsóknarstjóri.
SPÁNN, AP Strax í byrjun dymbilviku fara grímuklæddir menn með
oddmjóa hvíta hatta á stjá á Spáni, og halda jafnan á þungum kertum
sem kveikt er á ef myrkur er úti. Þeir ganga hægt um götur borga og
bæja, og mæla ekki orð frá munni.
Menn þessir minna óþægilega á félaga í Ku Klux Klan, samtökum
bandarískra kynþáttahatara, en eiga annars ekkert sameiginlegt með
þeim fordómaskjóðum.
Tilgangurinn með gönguferðum þeirra er að sýna iðrun, en þó án
þess að sýna andlit sitt eða upplýsa nánar um syndirnar.
Fjölmargar aðrar skrúðgöngur eru jafnan haldnar á Spáni í dymbil-
vikunni, af öllum stærðum og gerðum. - gb
Dymbilvikan á Spáni einkennist af skrúðgöngum:
Óhugnanlegir hattar á höfðum
SÝNA IÐRUN Félagar í spænskri trúarreglu með sína oddmjóu hatta og stóru kerti.
FRÉTTABLAÐIÐ
FERÐAÞJÓNUSTA Áætlað er að farþeg-
ar sem fara um Keflavíkurflugvöll
verði orðnir fimm milljónir á ári á
næstu fimm árum.
Til að mæta gífurlegri fjölgun
farþega er gert ráð fyrir að fjárfesta
í mannvirkjum og tækjum á flug-
vellinum fyrir níu milljarða króna
á næstu tveimur árum.
„Í fyrra fóru rúmlega 2,7 millj-
ónir farþega um flugvöllinn og í ár
erum við að gera ráð fyrir 3,3 millj-
ónum. Síðan er verið að horfa til
fjölgunar upp á 10 til 15 prósent árið
þar á eftir en svo er erfitt að spá
um hvað verður á næstu árum þar á
eftir,“ segir Friðþór Eydal, upplýs-
ingafulltrúi Isavia. Áætlanir gera
ráð fyrir að farþegafjöldinn verði
um fimm milljónir eftir um fimm
ár, eða 15,6 sinnum íslenska þjóðin.
Sautján flugfélög flugu til Íslands
í fyrra. Farþegum um flugstöðina
hefur fjölgað um 15 til 19 prósent
á ári í um eða yfir áratug. Friðþór
segir að gert sé ráð fyrir um 9 millj-
arða króna fjárfestingu á næstu
tveimur árum til að auka megi
afköst flugvallarins. Eitt stærsta
verkefnið nú í vor og sumar felst í
því að reisa viðbyggingu við vest-
urálmu suðurbyggingar flugstöðv-
arinnar. Stækkun farangurskerf-
is flugstöðvarinnar mun tvöfalda
afkastagetuna í sumar. - hmp
Uppbygging fyrir níu milljarða króna stendur fyrir dyrum á næstu tveimur árum á Keflavíkurflugvelli:
Fimm milljónir farþega stefna á Leifsstöð
KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR Viðbygging-
ar rísa og innviðir verða styrktir á næstu
tveimur árum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
➜ 2,7 milljónir farþega fóru
um Keflavíkurflugvöll í fyrra
og reiknað er með að þeir
verði 3,3 milljónir á þessu ári.
LÍBÍA, AP Abdullah al-Thani,
bráðabirgðaforsætisráðherra
í Líbíu, skýrði frá því í gær að
hann ætli sér að hætta. Hann
muni þó gegna embættinu áfram
þangað til annar finnst í staðinn.
Þingið hafði farið fram á að
hann myndaði nýja stjórn, en
hann neitaði að verða við því og
ákvað að hætta frekar.
Hann er annar forsætisráð-
herrann á tveimur mánuðum sem
segir af sér. Stjórnmálaástandið í
landinu er harla flókið enn, þrem-
ur árum eftir að Moammar Gad-
dafí var steypt af stóli. - gb
Forsætisráðherra hættir:
Málin flækjast
enn í Líbíu
ÍÞRÓTTIR Sleðahundaklúbbur
Íslands stóð fyrir sínum árlega
páskagleðskap í gær þar sem
ýmsir sleðahundamenn öttu
kappi í Bláfjöllum.
Um tuttugu manns tóku þátt
í keppninni. Keppendur voru
ýmist með tvo, þrjá eða fjóra
hunda. Í gönguskíðakeppni er
aðeins einn hundur. Einnig var
efnt til barnakeppni í hátíðar-
höldunum og vakti hún mikla
lukku.
Að sögn skipuleggjanda við-
burðarins var veður frábært og
færð góð. - kóh
Hvuttar öttu kappi:
Sleðahundar í
Bláfjöllum
SPURNING DAGSINS