Fréttablaðið - 14.04.2014, Page 14
14. apríl 2014 MÁNUDAGUR| TÍMAMÓT | 14TÍMAMÓT
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
GUÐRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR
frá Rifshalakoti,
lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum, Selfossi, þann 10. apríl.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Auður Þorsteinsdóttir Þórður Karlsson
Grétar Halldórsson
Páll Sævar Halldórsson
Halldór Guðmundur Halldórsson Svava Einarsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Okkar ástkæri
HARALDUR STEFÁNSSON
flugvélstjóri,
Sunnuvegi 3, Reykjavík,
lést í faðmi ástvina sinna 8. apríl síðastliðinn.
Útför hans verður gerð frá Áskirkju
þriðjudaginn 15. apríl 2014 kl. 11.00.
Kristín Rögnvaldsdóttir
Stefanía Haraldsdóttir Sigfús Ægir Árnason
Jón Ellert Sverrisson Þorgerður Edda Birgisdóttir
börn og barnabörn.
Stjúpfaðir okkar og fósturfaðir,
EINAR ANDRÉS EINARSSON
frá Skálará í Keldudal, Dýrafirði,
síðast til heimilis að Grýtubakka 6,
lést á Vífilsstöðum 9. apríl. Hann verður
jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn
15. apríl kl. 13.00.
Edda Björgmundsdóttir
Bragi Björgmundsson
Einar Már Gunnarsson
og fjölskyldur.
„Þetta er eitt það skemmtilegasta
sem ég hef gert,“ segir Jóda Elín
Margrétardóttir, ein þeirra kvenna
sem vinna að útgáfu bókarinnar
Flæðarmáls sem birtir ólík verk að
formi og innihaldi, sögur, ljóð og
prósa. Höfundar þess eru átta ritlist-
arnemar við Háskóla Íslands. Þeir
fengu til liðs við sig sex ritstjórnar-
nema úr sama skóla og Jóda Elín er
einn þeirra. Allir nutu þeir svo leið-
sagnar reynds ritstjóra, Sigþrúðar
Gunnarsdóttur hjá Forlaginu.
Hún segir útgáfuna algerlega
sjálfstætt verk. „Við erum ekki með
kynningu á okkur sem nemum held-
ur stendur verkið eitt og sér. Við
sáum að við værum með geysilega
skemmtilegt og fallegt efni og vildum
skoða leiðir til að gefa það besta út.
Þá kom íslenska hópfjármögnunar-
síðan Karolina Fund inn í myndina.“
Stærðin á bókinni var ákveðin
nokkurn veginn fyrirfram og höf-
undar og ritstjórar unnu saman í
pörum að því að draga fram enn betri
texta að sögn Jódu Elínar. „Höfund-
arnir eru ólíkir en textunum hefur
verið raðað saman þannig að þeir
mynda sérstakt flæði og eina sterka
heild,“ segir hún og nefnir Ingibjörgu
Magnadóttur, gjörninga- og mynd-
listarkonu, sem eigi heiðurinn af því.
„Í þessum hópi eru flottar konur og
margar þeirra hafa reynslu af skrif-
um og listsköpun. Við hönnum káp-
una, setjum upp efnið og sjáum um
allt sjálfar nema prentunina og þar
skortir okkur fjármagn,“ segir hún.
En eru engir karlmenn að læra ritlist
og ritstjórn?
„Konur eru í meirihluta í námi.
Samt eru karlar líka í báðum þess-
um fögum en þeir eru ekki að gefa út
neina bók, enda er það ekki skylda í
náminu. Sigþrúður, ritstýra hjá For-
laginu, kemur að verkinu sem stunda-
kennari. Það er frábært að fá hana
inn í hópinn, hún er eldklár og þaul-
reynd en ekki dómínerandi heldur
verður ein af hópnum.“
Til að bókin Flæðarmál verði að
veruleika hafa konurnar sem sagt
hafið söfnun í gegnum Karólína Fund
og hvetja almenning til að leggja
útgáfunni lið. Söfnunin stendur til 9.
maí. Hægt er að sjá meira um málið á
vefsíðunni http://www.karolinafund.
com/project/view/319. gun@frettabladid.is
Bók með ólík verk að
formi og innihaldi
Flæðarmál er íslenskt, óútkomið bókmenntaverk þar sem smásögur, örsögur, prósar og
ljóð renna mjúklega saman. Höfundarnir átta og ritstjórarnir sjö standa nú fyrir hóp-
fj ármögnun á Karolina Fund svo verkið komist í prentun.
Velunnari Vildarbarnasjóðs Icelandair sem ekki lætur nafns
síns getið gaf sjóðnum nýlega nokkrar Apple-spjaldtölvur
með ósk um að þær yrðu nýttar þar sem mikil þörf væri á.
Í framhaldi af því var ákveðið að afhenda þær barna- og
unglingageðdeildinni.
Markmið sjóðsins Vildarbörn Icelandair er að gefa lang-
veikum börnum, foreldrum þeirra og systkinum tækifæri
til að fara í draumaferð sem þau ættu annars ekki kost á og
alls hefur 431 fjölskylda notið stuðnings frá stofnun hans.
Sjóðurinn er meðal annars fjármagnaður með beinu fjár-
framlagi Icelandair, frjálsum framlögum félaga í Saga Club
Icelandair og með söfnun myntar um borð í flugvélum Ice-
landair. Starfsemin byggist á hugmyndum og starfi Peggy
Helgason, eiginkonu Sigurðar Helgasonar, sem lengi var for-
stjóri Flugleiða og er nú stjórnarformaður Icelandair Group.
Peggy hefur um árabil unnið sem sjálfboðaliði á barnadeild-
um sjúkrahúsa í Reykjavík og stutt fjölskyldur fjölda veikra
barna með ýmsum hætti.
Gáfu börnum á BUGL spjaldtölvur
Börn sem dvelja á barna-og unglingageðdeild Landspítala fengu nýlega nokkrar Apple-
spjaldtölvur. Tölvurnar voru gjöf frá velunnara Vildarbarnasjóðs Icelandair.
Vígsla Ráðhúss Reykjavíkur fór fram þennan mánaðardag
árið 1992, nákvæmlega fjórum árum eftir að Davíð Oddsson,
þá borgarstjóri, tók fyrstu skóflustunguna. Fjölmennt var við
opnunarhátíðina sem hófst á því að hljómskálakvintettinn
tók nokkur lög. Síðan söng Karlakór Reykjavíkur, meðal annars
Við Reykjavíkurtjörn, lag Gunnars Þórðarsonar við texta
Davíðs Oddssonar. Þórður Þorbjarnarson borgarverkfræðingur
lýsti byggingarsögu hússins. Til máls tóku einnig Magnús
L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar, Markús Örn Antonsson
borgarstjóri og Davíð Oddsson forsætisráðherra.
Fyrsti fundur borgarstjórnar Reykjavíkur var síðan settur,
þar var eitt mál á dagskrá, kaup Reykjavíkurborgar á Iðnó
sem voru samþykkt samhljóða og ákveðið að hefja endur-
bætur á húsinu.
ÞETTA GERÐIST: 14. APRÍL 1992
Ráðhús Reykjavíkur var vígt
MERKISATBURÐIR
1695 Hafís berst inn á Faxaflóa í fyrsta sinn síðan 1615. Leið
hans hafði legið suður með Austurlandi, vestur með Suðurlandi
og fyrir Reykjanes.
1931 Alþingi er rofið og boðað til nýrra þingkosninga.
1963 Hrímfaxi, flugvél Flugfélags Íslands, ferst við Ósló og tólf
manns týna lífi.
1987 Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli er vígð að
viðstöddum þrjú þúsund gestum.
2010 Eldgos hefst í Eyjafjallajökli, með öskufalli og flóðum.
Askan veldur mikilli röskun á flugi víðs vegar um Evrópu.
VIÐ AFHENDINGU Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir
BUGL, Dóra Elín Atladóttir, forstöðumaður Vildarbarna Icelandair,
Linda Kristmundsdóttir, deildarstjóri göngudeildar BUGL, og Vilborg
G. Guðnadóttir,deildarstjóri legudeildar BUGL.
HÖFUNDAR OG RITSTJÓRAR Aftari röð: Halla Þórlaug Óskarsdóttir, Júlía Margrét Einars-
dóttir, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, Inga Rósa Ragnarsdóttir, Sigríður Ásta Árnadóttir,
Árný Elínborg Ásgeirsdóttir, Rannveig Garðarsdóttir. Fremri röð: Ingibjörg Magnadóttir,
Helga Ágústsdóttir, Sigþrúður Gunnarsdóttir, Jóda Elín Valgerður Margrétardóttir, Þuríður
Elva Jónsdóttir, Ragna Ólöf Guðmundsdóttir. Á myndina vantar Bjargeyju Ólafsdóttur og Ingi-
björgu Valsdóttur. MYND ÚR EINKASAFNI