Fréttablaðið - 14.04.2014, Blaðsíða 42
14. apríl 2014 MÁNUDAGUR| SPORT | 22
KÖRFUBOLTI Deildarmeistarar KR tryggðu sér sæti í úrslitaeinvígi Dominos-
deildar karla í gær. KR vann þá útisigur, 89-90, á Stjörn-
unni í fjórða leik liðanna. KR vann einvígið, 3-1.
Mikil spenna var í leiknum. KR alltaf skrefi á undan og
á lokamínútunni náði Stjarnan að anda í hálsmálið á
þeim. Nokkrum sekúndum fyrir leikslok tók Martin
Hermannsson tvö vítaskot þar sem KR var einu
stigi yfir. Hann klúðraði báðum skotunum en
KR náði frákastinu og hélt boltanum þar til yfir
lauk.
KR mætir annaðhvort Grindavík eða Njarðvík
en þau eigast við í kvöld. Með sigri getur
Grindavík tryggt sér sæti í úrslitunum gegn KR.
Vinni Njarðvík verður oddaleikur í þeirri rimmu.
- hbg
KR í úrslit eft ir háspennuleik í Ásgarði
SUND Fínn árangur náðist á Íslands-
mótinu í sundi í 50 metra laug um
helgina. Alls féllu níu Íslandsmet og
ellefu aldursflokkamet á mótinu.
Jóhanna Gerða Gústafsdóttir, Ægi,
bætti í gær eigið Íslandsmet í 400
metra fjórsundi kvenna þegar hún
synti á tímanum 4:53,24 mínútum.
Hrafnhildur Lúthersdóttir vann
alls fimm gullverðlaun á mótinu
og síðasta gullið kom í 50 metra
bringusundi. Hún var aðeins 44/100
úr sekúndu frá Íslandsmeti sínu í
greininni.
Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ægi, var
nálægt eigin Íslandsmeti í 100 metra
baksundi eða aðeins 38/100 úr
sekúndu, þegar hún synti á 1:01,46
mínútu og varð Íslandsmeistari.
Hrafnhildur Lúthersdóttir fékk
Sigurðarbikarinn fyrir Íslandsmetið
sem hún setti í 100 metra bringu-
sundi á mótinu. Þann bikar fær sá
sundmaður sem nær bestum árangri
samkvæmt opinberri stigatöflu Al-
þjóða sundsambandsins, FINA.
Eygló Ósk Gústafsdóttir fékk
aftur á móti Ásgeirsbikarinn, einnig
kallaður Forsetabikarinn, fyrir tíma
sinn í 100 metra baksundi er hún tók
fyrsta sprett í boðsundi og jafnaði
Íslandsmet sitt sem hún setti í
Danmörku fyrir rúmu ári.
Ásgeirsbikarinn veitir forseti
Íslands, til minningar um Ásgeir Ás-
geirsson, fyrrverandi forseta Íslands,
þeim einstaklingi sem á besta afrek á
ÍM50 hverju sinni. - hbg
Níu Íslandsmet féllu í Laugardalslaug
Í STUÐI Hrafnhildur í lauginni í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
SPORT
ÚRSLIT
DOMINOS-DEILD KARLA
STJARNAN - KR 89-90
Stjarnan: Matthew James Hairston 30/18 frák,
Marvin Valdimarsson 19, Fannar Helgason 12,
Justin Shouse 11/8 stoð, Dagur Kár Jónsson 10,
Jón Sverrisson 4, Sigurður Dagur Sturluson 3.
KR: Martin Hermannsson 23 Darri Hilmarsson 15,
Brynjar Þór Björnsson 15, Pavel Ermolinskij 13,
Ingvaldur Hafsteinsson 10, Helgi Már Magnússon
8 Demond Watt Jr. 6
KR vann einvígið, 3-1.
ENSKA ÚRVALSDEILDIN
SWANSEA - CHELSEA 0-1
0-1 Demba Ba (68.).
LIVERPOOL - MAN. CITY 3-2
1-0 Raheem Sterling (6.), 2-0 Martin Skrtel (26.),
2-1 David Silva (57.), 2-2 Glen Johnson, sjm (62.),
3-2 Philippe Coutinho (78.).
CRYSTAL PALACE - ASTON VILLA 1-0
1-0 Jason Puncheon (76.).
FULHAM - NORWICH 1-0
1-0 Hugo Rodallega (40.).
SOUTHAMPTON - CARDIFF 0-1
0-1 Cala (65.).
STOKE CITY - NEWCASTLE 1-0
1-0 Erik Pieters (42.).
SUNDERLAND - EVERTON 0-1
0-1 Wes Brown, sjm (75.).
WBA - TOTTENHAM 3-3
1-0 Matej Vydra (1.), 2-0 Chris Brunt (4.), 3-0
Stephane Sessegnon (31.), 3-1 Jonas Olsson, sjm
(34.), 3-2 Harry Kane (70.), 3-3 Christian Eriksen
(90.+4).
STAÐA EFSTU OG NEÐSTU LIÐA
Liverpool 34 24 5 5 93-42 77
Chelsea 34 23 6 5 66-24 75
Man. City 32 22 4 6 86-32 70
Everton 33 19 9 5 53-31 66
Arsenal 33 19 7 7 56-40 64
-------------------------------------------------------------------------
Norwich 34 8 8 18 26-53 32
Fulham 34 9 3 22 34-74 30
Cardiff 34 7 8 19 30-64 29
Sunderland 32 6 7 19 29-54 25
ENSKA BIKARKEPPNIN
HULL CITY - SHEFF. UTD 5-3
0-1 Jose Baxter (19.), 1-1 Yannick Sagbo (42.),
1-2 Steven Scougall (44.), 2-2 Matty Fryatt (49.),
3-2 Tom Huddlestone (53.), 4-2 Stephen Quinn
(67.), 4-3 J. Murphy (90.), 5-3 D. Meyler (90.+3).
WIGAN - ARSENAL 4-2 (1-1)
1-0 Jordi Gomez, víti (63.), 1-1 Per Mertesacker
(82.).
Arsenal vann í vítakeppni og mætir Hull í úrslitum.
HANDBOLTI „Þetta var svakalegt.
Ég er alveg búinn. Þetta var aðeins
of mikið,“ segir Dagur Sigurðsson,
þjálfari Füchse Berlin, en lið hans
lagði Flensburg, 22-21, í úrslita-
leik þýsku bikarkeppninnar í gær.
Þetta er fyrsti stóri titillinn í sögu
félagsins.
„Þetta er mögnuð stund fyrir
okkur hjá félaginu. Það sem hefur
verið að gerast á síðustu fimm
árum hjá okkur er magnað. Þetta
er viðurkenning á því starfi og það
brosa allir allan hringinn núna.
Þetta er án efa stærsta stundin á
þjálfaraferli mínum,“ segir Dagur
stoltur.
„Ef maður kíkir á hvaða lið hafa
unnið þennan titil þá er það meira
og minna bara Kiel síðustu ár og
svo Flensburg og Hamburg ein-
staka sinnum. Það er því stórt að
vinna þennan titil í baráttu við
þessi stóru lið.“ - hbg
Mín stærsta stund sem þjálfari
Dagur Sigurðsson gerði lið Füchse Berlin að þýskum bikarmeisturum í gær.
ÁFANGI Dagur hampar bikarnum stoltur í leikslok. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
FÓTBOLTI Eyðimerkurgöngu Liver-
pool gæti verið lokið. Eftir að hafa
ekki unnið Englandsmeistaratitil-
inn í 24 ár er Liverpool komið í lyk-
ilstöðu í baráttunni um bikarinn.
Sigurinn á Man. City í gær þýðir
einfaldlega að liðið verður meist-
ari ef það vinnur síðustu fjóra leiki
sína á tímabilinu.
Liverpool á eftir að spila við
Crystal Palace, Norwich, New-
castle og Chelsea. Leikurinn gegn
Chelsea er 27. apríl næstkomandi
og fer fram á Anfield. Sá leikur
gæti ráðið endanlega úrslitum í
deildinni.
„Þessi sigur skiptir svo rosalega
miklu máli,“ sagði Steven Gerrard,
fyrirliði Liverpool, en hann felldi
tár af gleði eftir leikinn í gær.
Engu að síður reyndi hann að vera
með báða fætur á jörðinni.
„Þetta eru lengstu 90 mínútur
sem ég hef spilað á ferlinum. Mér
fannst klukkan ganga í öfuga átt
um tíma í leiknum. Við eigum fjóra
bikarúrslitaleiki eftir. Fólk sagði
að þetta væri stærsti leikurinn.
Ég er ósammála því. Næsti leikur
er alltaf sá stærsti. Við erum ekki
búnir að vinna neitt og verðum að
passa að fara ekki fram úr okkur.“
Það var ekki að sjá á Liverpool í
upphafi leiks að liðið réði ekki við
pressuna. Liverpool átti fyrri hálf-
leikinn en gaf eftir í þeim síðari.
„Við höfum verið settir undir
pressu í hverjum einasta leik en
gæðin í okkar leik eru ótrúleg.
Þetta var stórkostlegt hjá okkur
í dag og við ráðum greinilega við
pressuna,“ sagði Brendan Rodgers,
stjóri Liverpool.
„Þetta var algjörlega einstök
frammistaða. Heimurinn að horfa
og mikil pressa á okkur. Við sýnd-
um karakter. Við erum komnir á
þann stað sem við ætlum að vera
á. Þetta lið sendi út skýr og sterk
skilaboð í þessum leik.“
henry@frettabladid.is
Ráða eigin örlögum
Liverpool tók risaskref í átt að enska meistaratitlinum í gær er liðið lagði Man.
City á Anfi eld. Vinni Liverpool fj óra síðustu leiki sína verður liðið meistari.
ALVÖRUFÖGNUÐUR Leikmenn Liverpool tryllast af gleði eftir að Coutinho skoraði sigurmarkið í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
FÓTBOLTI Íslendingar gera það
gott í fyrstu umferðunum í
norska boltanum og þá sérstak-
lega tveir Selfyssingar.
Jón Daði Böðvarsson og Viðar
Örn Kjartansson skoruðu báðir
fyrir lið sín um helgina. Þeir eru
báðir búnir að skora þrjú mörk
í fyrstu þrem umferðum norsku
úrvalsdeildarinnar og eru marka-
hæstir í deildinni.
Björn Bergmann Sigurðarson
fer einnig vel af stað hjá Molde
en hann skoraði í 2-0 sigri liðsins
í dag. - hbg
Sjóðheitir
Selfyssingar
BYRJAR VEL Viðar Örn skoraði úr víti í
uppbótartíma um helgina.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
FÓTBOLTI Kolbeinn Sigþórsson og
félagar í Ajax eru komnir með
níu fingur á hollenska meistara-
titilinn.
Ajax lagði Den Haag, 3-2, í
gær og er með sex stiga forskot
þegar aðeins tvær umferðir eru
eftir. Liðinu dugar því eitt stig í
síðustu tveimur leikjum sínum til
þess að tryggja sér titilinn.
Ajax er einnig í bikarúrslitum
og spilar úrslitaleikinn þar um
páskana. Það eru því miklar líkur
á því að Kolbeinn verði tvöfaldur
meistari á þessari leiktíð.
Kolbeinn spilaði í 84 mínútur
í gær en náði ekki að komast á
blað. - hbg
Einu stigi frá
titlinum