Fréttablaðið - 15.04.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.04.2014, Blaðsíða 6
15. apríl 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hversu dýr verður fyrirhuguð upp- bygging á Kefl avíkurfl ugvelli á næstu tveimur árum? 2. Hvað heitir liðið sem Dagur Sigurðsson gerði að bikarmeisturum um helgina? 3. Lag hvaða Íslendings var fl utt á einni stærstu danstónlistarhátíð heims í Miami? SVÖR: 1. Níu milljarðar. 2. Füchse Berlin. 3. Jóhanns Steins Gunnlaugssonar. EFNAHAGSMÁL Eigendur íbúðarhús- næðis eru að jafnaði í betri stöðu en leigjendur á húsnæðismarkaði. Þetta kemur fram í Hagtíðindum Hagstofu Íslands um byrði hús- næðiskostnaðar 2004 til 2013 sem kom út í gær. Hjá þeim sem búa í eigin hús- næði hefur langtímaþróunin orðið sú að húsnæðisbyrðin lækkar sem hlutfall af ráðstöfunartekjum. Sömu sögu er ekki að segja af leigj- endum á húsnæðismarkaði því þar hækkar hlutfall húsnæðis kostnaðar samkvæmt tölum Hagstofunnar. Húsnæðiskostnaður er talinn vera verulega íþyngjandi þegar fólk þarf að ráðstafa 40 prósentum eða meira af ráðstöfunartekjum heimilis í húsnæðiskostnað. Um 8,8 prósent landsmanna voru í þeirri stöðu á árinu 2013, samanborið við 14,3 prósent árið 2006. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir tölurnar sýna að ekki sé verið að beina aðstoðinni að rétta hópnum. „Það er gagnrýnivert að skuldalækkunartillaga ríkisstjórn- arinnar nær ekki til þeirra sem eru í mestum vanda samkvæmt tölum Hagstofunnar.“ Húsnæðiskostnaður meðal- einstaklings sem hlutfall af ráðstöf- unartekjum nam 16,8 prósentum árið 2013. Þessi tala hefur haldist nokkuð stöðug frá árinu 2006. Þeir hópar sem eru líklegastir til að vera í erfiðri stöðu á húsnæðis- markaði eru leigjendur, einstak- lingar undir þrítugu og einstæðir foreldrar með eitt eða fleiri börn samkvæmt Hagtíðindum. - sa Leigjendur greiða hærra hlutfall af ráðstöfunartekjum sínum í húsnæði en fasteignaeigendur: Rangir hópar fá aðstoð segir forseti ASÍ KOSTNAÐUR Um 8,8 prósent lands- manna eyða 40 prósentum eða meira af ráðstöfunartekjum í húsnæði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SJÁVARÚTVEGUR Bæjarráð Norður- þings samþykkti á fundi sínum í gær að óska eftir viðræðum um kaup á eignum og aflaheimildum útgerðarfyrirtækisins Vísis hf. á Húsavík. Vísir hf. tilkynnti í lok mars- mánaðar að fyrirtækið hygðist hætta allri starfsemi sinni á Djúpavogi, Húsavík og Þingeyri á næstu mánuðum og færa hana alfarið til Grindavíkur, þar sem fyrirtækið hefur höfuðstöðvar. Um 150 manns starfa hjá fyrirtækinu í þessum þremur byggðar lögum og hefur þeim verið boðið að flytja með fyrir- tækinu til Grindavíkur. Hætti Vísir starfsemi sinni yrði það gífur legt áfall fyrir þau þrjú sveitarfélög sem um ræðir. Bergur Elías Ágústsson, sveitar stjóri Norðurþings, viður- kennir að það gæti reynst áhætta fyrir Norðurþing að ráðast í fjár- festingu af þessari stærðargráðu. „Það má segja að það sé neyðar- úrræði, það er óhætt að segja það. Ef við lítum á þessi samfélög sem slík og leggjum þau saman þá samsvarar þetta því að öllum starfsmönnum Landspítalans yrði sagt upp og þeim boðin vinna á Akureyri,“ sagði Bergur. Pétur Hafsteinn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Vísis, sagði í sam- tali við Stöð 2 fyrir skömmu að hann ætlaði að ræða við aðila í sveitarfélögunum þremur áður en fyrirtækið tæki loka ákvörðun. - jjk Norðurþing vill kaupa eignir og aflaheimildir Vísis svo störf hverfi ekki: Vilja grípa til neyðarúrræða HÖFUÐSTÖÐVAR Vísir hf. hefur bæki- stöðvar á Grindavík en útgerðin hefur boðið 150 starfsmönnum fyrirtækisins á Þingeyri, Djúpavogi og Húsavík að flytja til Grindavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR VEISTU SVARIÐ? Fæst án lyfseðils Verkjastillandi bólgueyðandi FRÁVEITA Kostnaður fráveitu Orkuveitu Reykjavíkur vegna förgunar fasts rusls sem íbúarnir sturta niður um salernin og taka þarf úr dæluhjólum fráveitunnar verður ef fram fer sem horfir 32 milljónir króna á þessu ári. Orku- veitan undirbýr nú herferð til að fræða almenning um hverju ekki megi fleygja á þennan hátt. „Þetta er stórt vandamál hjá okkur og fer vaxandi. Sorpa hætti að taka á móti þessum úrgangi til urðunar í ár. Kostnaðurinn hefur verið átta milljónir króna á ári vegna urðunar en mun fjórfald- ast á þessu ári þar sem nú þarf að farga úrganginum með öðrum hætti,“ greinir Eiríkur Hjálmars- son, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, frá. Að sögn Eiríks sturta Íslending- ar niður fjórfalt meira magni af því sem ekki á að fara þá leið en Svíar. „Þeir hafa farið í herferðir til að draga úr þessu með þeim árangri að það hefur minnkað um þrjá fjórðu- hluta. Ef við náum sama árangri ættum við að geta komist niður í átta milljóna kostnað á ári á ný.“ Eiríkur bendir á að allt fasta ruslið endi ekki í dæluhjólum fráveitunnar. „Þetta stíflar einnig lagnir og heimtaugar sem íbúarnir bera sjálfir ábyrgð á. Þar með getur það verið sjálf- skaparvíti að sturta niður blautþurrkum, dömubindum, tíðatöppum, eyrnatöppum, bóm- ullarhnoðrum, smokkum, einnota trefjaklútum sem notaðir eru til þrifa og öðru föstu rusli.“ Stefán Kjartansson, verkstjóri fráveitu Orkuveitunnar, segir framangreindu sturtað niður í miklu magni. „Vélarnar okkar stíflast og bila. Það sem íbúarnir sturta niður á hverjum degi hleðst upp í dæluhjólunum. Við erum að taka upp dælu tvisvar til þrisvar sinnum í viku út af þessu. Við höfum einnig fundið gólfmoppur í dælum og þvottapoka. Það kemur alltaf einn og einn svoleiðis.“ Eitt af því versta sem kemur í kerfin er steikingarfeiti, að því er Stefán greinir frá. „Fita á ekki að fara í vaskinn. Það á að láta hana harðna og fleygja henni í sorpið en ekki skólpið.“ Meðal þess sem rekið hefur á fjörur starfsmanna fráveitunnar eru falskar tennur, kreditkort og farsímar. „Það er greinilegt að þessa hluti hefur fólk misst í klósettið.“ ibs@frettabladid.is Förgun salernisrusls kostar 32 milljónir Dömubindi, smokkar, blautþurrkur og annað rusl sem íbúarnir sturta niður stíflar vélar fráveitu Orkuveitunnar. Förgun slíks úrgangs kostar 32 milljónir í ár. Orku- veitan undirbýr nú herferð til að fræða almenning um hvert ruslið á að fara. „Hann ber þess merki að hafa farið í gegnum eina dælistöð. Það vantar á hann augun. Þau hafa slitnað af vegna straumhraðans,“ segir Stefán Kjartansson, verkstjóri fráveitu Orkuveitu Reykjavíkur, um japanska skrautfiskinn Undra sem starfsmenn fundu fyrir sex árum. Stefán segir hann óvæntasta fundinn í fráveitunni. Fiskurinn lifir enn ágætislífi. Óvæntasti fundurinn var skrautfiskur STURTAÐ NIÐUR Hér sést rusl sem síað hefur verið frá skólpinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM EIRÍKUR HJÁLMARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.