Fréttablaðið - 15.04.2014, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 15.04.2014, Blaðsíða 36
KYNNING − AUGLÝSINGSumardekk ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 20148 Hjólbarðaskipti Aðferð: • Setjið bílinn í gír, handhemil- inn á og steina við hjól, ef þörf krefur. • Setjið viðvörunarþríhyrning 50 til 100 metrum fyrir aftan bílinn. • Takið hjólkoppinn af og losið um allar felgur, en takið þær ekki af. • Náið í varahjólbarðann og tjakk. Stillið tjakkinn undir bílinn. Upplýsingar um hvar hann er og hvar á að setja hann undir eru í eigendahandbók bílsins. • Tjakkið bílinn upp þar til hjólbarðinn sem skipta á um er í lausu lofti. • Skrúfið felgurær af og takið sprungna hjólbarðann undan. • Setjið varahjólbarðann undir og skrúfið rærnar að. Sú hlið róarinnar sem er með úrtakinu (kóníska hliðin) á að snúa að hjólbarðanum (felgunni). Herðið rær á misvíxl, þannig að felgan sitji rétt á. • Slakið bílnum niður, takið tjakk- inn undan og herðið allar rærnar aftur. Setjið hjólkoppinn á. Heimild: Umferðarstofa ÖRYGGISAPP Tire Facts-appið frá Tire Safety Group veitir ókeypis dekkjaupp- lýsingar beint í símann. Þar er að finna allar helstu upplýsingar af heimasíðu Tire Safety Group en með því að skrá inn DOT-kóða dekkja, sem gefur meðal annars upplýsingar um stærð og fram- leiðsludag, fást nauðsynlegar upplýsingar um endingartíma. Þá fá eigendur tilkynningu ef dekk þeirra hafa verið innkölluð en margir eru grunlausir um það. Dekk ætti ekki að nota lengur en í sex ár og lætur appið vita hversu mikið þau eiga eftir. DOT-kóðinn er letraður í hliðar dekksins. DOT stendur fyrir The U.S. Department of Trans- portation og í kjölfarið má lesa tölur og bókstafi sem segja til um framleiðanda og framleiðsludag. Appið er uppfært á sólarhrings- fresti. Það má nálgast á www. tiresafetygroup.com. SAGA DEKKSINS Fyrirrennarar dekkjanna voru tréhjól sem umlukin voru járn- hring og síðar stálhring. Slík „dekk“ voru notuð undir kerrur og vagna. Járnræmur voru þá hitaðar í eldi, settar utan á hjólið og kældar. Þannig dróst járnið saman og festist tryggilega við hjólið. Vagnasmiður sá um þessa smíði. Fyrsta loftfyllta dekkið var búið til af uppfinningamanninum John Boyd Dunlop árið 1887. Hann starfaði sem dýralæknir í Belfast og ákvað að finna lausn á vanda sonar síns sem fékk alltaf mikinn höfuðverk þegar hann hjólaði á hörðum götum. Reyndar var einkaleyfi Dunlop lýst ógilt þar sem Skotinn Robert William Thomson átti svipaða hugmynd aðeins fyrr. Önnur merkileg tímamót í sögu dekksins voru þegar Charles Goodyear og Robert William Thomson uppgötvuðu gúmmísuðu. Gervigúmmí var síðan fundið upp í rannsóknarstofum Bayer á þriðja áratugnum. Ný og betriheimasíða! NORRÆN SUMUR GERA KRÖFU UM HÁMARKS FRAMM ISTÖÐU Á Íslandi vitum við að sumarveður getur þýtt alls konar veður! Þess vegna hefur Noki an þróað sumar- og he ilsársdekk sem henta fjölbreyttu veður fari norðlægra slóða. NOKIAN FINNSK SUMAR- OG HEILSÁRSDEKK Í HÆSTA GÆÐAFLOKKI Finndu réttu dekkin undir bílinn þinn! Skoðaðu MAX1.is Mundu : naglad ekkin af fyrir 15. apr íl! Fáðu vaxtalaust kortalán eða 10% staðgreiðsluafslátt af dekkjum! Reykjavík: Bíldshöfða 5a Jafnaseli 6 Knarrarvogi 2 Hafnarfjörður: Dalshrauni 5 515 7190 Opnunartími: Öll verkstæði opin virka daga kl. 8-17 Laugardaga: sjá MAX1.is Aðalsímanúmer: Mikið úrval fyrir fólksbíla, jeppa og sendibíla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.