Fréttablaðið - 15.04.2014, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 15.04.2014, Blaðsíða 58
15. apríl 2014 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 46 GOLF Gerry Lester „Bubba“ Wat- son er ekki steyptur í golfmótið. Þegar hann var lítill drengur sag- aði faðir Bubba ofan af níu-járni fyrir hann og sendi hann út í garð með litla loftbolta. Hann fékk stutta kennslu frá föður sínum um hvernig halda skyldi á kylfunni og sveifla. Meira var það ekki. Bubba Watson hefur ekki sótt sér neina golfkennslu síðan. Hann kenndi sér sjálfur og er nú orðinn tvöfaldur Masters-meistari eftir frábæra frammistöðu á Augusta National-vellinum á sunnudaginn þar sem hann hafði betur í barátt- unni við hinn unga Jordan Spieth. Bubba fékk græna jakkann aftur, í annað sinn á þremur árum, og er þar með kominn í hóp með mönnum á borð við Ben Hogan, Byron Nelson, Tom Watson og Seve heitnum Ballesteros. Hóp sem flestir væru til í að tilheyra. Bubba afgreiddi þá mýtu algjör- lega að hann væri eitthvert „one hit wonder“. Spilar golf á sinn hátt Sigurinn á Masters að þessu sinni var ekki jafn dramatískur og fyrir tveimur árum þegar hann bauð upp á eitt ótrúlegasta högg golfsögunnar í bráðabana. Nú var hann reyndi kylfingurinn sem hélt haus og talaði um það alla helgina að hitta flatirnar. Á sama tíma brotnaði Spieth. Það var þó ekki þar með sagt að Bubba væri ekki lengur sá skemmtilegi og óútreiknanlegi kylfingur sem golfheimurinn er fyrir löngu byrjaður að elska. Hann sagðist eftir mótið oftar hafa beðið kylfusvein sinn um ráð og spurt hver væri skynsamlegasti kosturinn. Bubba fór þó ekki alltaf eftir ráðleggingunum. Það er bara ekki hans stíll. Besta dæmið um það var á 15. holu á lokahringnum þegar hann missti boltann aðeins út fyrir braut. Í staðinn fyrir að leggja hann örugglega inn á brautina aftur og nota þriðja höggið til að setja sig eins nálægt pinna og hægt var negldi Bubba boltanum bara inn á flöt úr erfiðri stöðu. Þetta myndi engum öðrum detta í hug í þessari stöðu. „Ég geri allt á minn hátt,“ sagði Bubba Watson eftir sigurinn á sunnudaginn. Hann laug engu. Erfitt að verja titilinn Bubba náði aðeins 50. sæti á síðasta Masters-móti þegar hann kom til að verja titilinn. Það reyndist honum um megn. Hann var í raun enn að átta sig á því sem hann hafði afrekað ári áður. Bubba hafði komið svo langa leið og unnið stærsta mótið. „Þið verðið að átta ykkur á því hvaðan ég kem. Pabbi vann í byggingarvinnu og mamma vann tvö störf til að ég gæti stundað golf,“ sagði Bubba. Hann var þá einnig nýbúinn að ættleiða soninn Caleb með konu sinni Angie. Eiginkona Bubba til- kynnti honum á fyrsta stefnumóti að hún gæti ekki eignast börn og þurftu þau því að grípa til ættleið- ingar. Eftir nokkrar misheppn- aðar tilraunir fengu þau Caleb og það sem var að gerast utan vallar var einfaldlega of mikið fyrir hinn tilfinningaríka Bubba Watson. „Ég þurfti að læra að greiða úr mínum málum á minn hátt. Það tók mig bara svolítið langan tíma að finna einbeitinguna og drif- kraftinn aftur sem kom mér aftur hingað,“ sagði Bubba Watson sem faðmaði son sinn og konu og grét af gleði eins og svo oft áður þegar sigurpúttið steinlá á 18. flötinni á Augusta-vellinum. Hráir hæfileikar „Hann er svo hugmyndaríkur og snjall spilari. Hann er með svo hráa og náttúrulega hæfileika. Bubba er eiginlega snillingur en samt maður sem hefur þurft að hafa fyrir sínu,“ sagði Paul Azin- ger, fyrrverandi fyrirliði Ryder- liðs Bandaríkjanna, um Bubba um helgina er hann var að lýsa mótinu á einni sjónvarpsstöðinni. Bubba er svo sannarlega hrár. Sveiflan hans er langt frá því að vera falleg eins og svissneska klukkuspilið sem margir mót- herjar hans bjóða upp á. Bubba slær boltann og slær hann fast. Hann slær líka lengst á móta- röðinni en um helgina fóru teig- höggin hans að meðaltali 280 metra. „Maður verður bara að nota sína sveiflu. Það er það sem ég segi við alla. Ég geri bara það sem ég þarf að gera til að vinna mót. Mér er alveg sama þó sveiflan sé ljót. Ég vil bara vinna og sem betur fer er ég búinn að gera það tvisvar hérna,“ sagði Bubba eftir Masters- mótið en hann vildi þó lítið vera að láta nefna sig í sömu setningu og aðrar hetjur sem unnið hafa mótið tvisvar. „Ég er bara að reyna að halda PGA-kortinu mínu. Ef fólk segir að ég sé góður spilari þá er það bara flott. En ég spila ekki golf til að heyra fólk segja hversu frábær ég er. Ég spila golf því ég elska það,“ sagði Bubba Watson. tom@frettabladid.is Geri allt á minn hátt Hrái töframaðurinn Bubba Watson vann Masters öðru sinni og komst í hóp með risanöfnum sögunnar. Kenndi sér sjálfur og fagnaði með ættleiddum syni. ENGUM LÍKUR Bubba Watson með ættleidda soninn Caleb Watson eftir sigur á Masters 2014 á Augusta-vellinum í Georgíuríki. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FÓTBOLTI KV, sem leikur í 1. deild í fyrsta skipti í níu ára sögu félags- ins í sumar, gerði jafntefli við Pepsi-deildarlið Víkings, 2-2, í lokaumferð 3. riðils A-deildar Lengjubikarsins í fótbolta síðast- liðið föstudagskvöld. Úrslitunum hefur þó verið breytt í 3-0 sigur Víkinga því KV-menn notuðust við ólöglegan leikmann í leiknum. Davíð Steinn Sigurðarson, miðjumaður KV, fékk sitt þriðja gula spjald í leiknum á undan gegn Víkingum úr Ólafsvík og hefði því átt að taka út leikbann en það yfir- sást KV-mönnum. Davíð Steinn er í láni frá Vík- ingum en hafði fengið leyfi til að spila leikinn, ólíkt því þegar liðin mættust í Borgunarbikarnum síð- asta sumar. Leikurinn verður eftirminni legur fyrir Davíð þar sem hann mætti bróður sínum, Halldóri Smára Sig- urðarsyni, í fyrsta skipti á knatt- spyrnuvellinum en Halldór hefur leikið allan sinn feril með Víkingi. „Leikurinn í kvöld mun seint gleymast en KV og Víkingur mætt- ust þar sem ég og stóri bróðir byrj- uðum á sitthvorri miðjunni,“ skrif- aði Davíð Steinn á Instagram-síðu sína eftir leik. Þessi bræðraslagur kostaði KV þó þrjú stig en það hafði engin áhrif á lokastöðu riðilsins. KV komst ekki áfram en Víkingar enduðu í 2. sæti og mæta Breiða- bliki í átta liða úrslitum. FH notaði einnig ólöglegan leik- mann í 3-2 sigri á Fjölni í næst- síðustu umferð 1. riðils. Það varð til þess að Þór fór upp fyrir FH í 1. sæti riðilsins og hefur það í för með sér breytingar á átta liða úrslitum Lengjubikarsins. Í stað þess að mæta Keflavík í átta liða úrslitum mætir FH nú Stjörnunni en Þórsarar mæta Kefl- víkingum í átta liða úrslitum. - tom Bræðraslagur kostaði þrjú stig FH og KV notuðu ólöglega leikmenn í lokaumferðum Lengjubikarsins í fótbolta. LITLI BRÓÐIR Davíð Steinn Sigurðar- son var í banni. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL OG 3FALDIR Vildarpunktar Icelandair alla páskana 15.–21. apríl Dæmi: 10.000 kr. áfylling gefur 450 Vildarpunkta. -12KR. AF BE NSÍN I OG D ÍSEL Í DAG ÞRIÐ JUDA G með lykli, Stað greið slu- o g Tvenn ukort i Olís Til að safna Vildarpunktum Icelandair með Olís-lyklinum þarf að hafa hann tengdan Visa Icelandair korti, American Express vildarkorti eða Einstaklingskorti Olís. Einnig er hægt að safna punktum með Sagakorti. Nánari upplýsingar um vildarkerfi Olís eru á olis.is/vidskiptakort/vildarkerfi PI PA R\ TB W A - SÍ A - 14 11 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.