Fréttablaðið - 15.04.2014, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 15.04.2014, Blaðsíða 46
15. apríl 2014 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 34 TÓNLIST ★★★★ ★ Tectonics Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Ilans Volkov. FIMMTUDAGINN 10. APRÍL Í ELDBORG Í HÖRPU Ég man ekki eftir að hafa orðið hræddur á Sinfóníutónleikum áður. En tónlistarhátíðin Tect- onics byrjaði á fimmtudags kvöldið og fyrsta atriðið á Sinfóníutón- leikunum sem ég sótti var eftir Pál Ívan frá Eiðum. Verkið byrj- aði með drungalegum, ómstríðum hljómum – en það var ekki það sem var svona óhugnanlegt. Nei, málið var að allir hljóðfæra- leikararnir störðu á tvo stóra skjái sem hafði verið komið fyrir þar sem hljómsveitarstjórinn er venju- lega. Á skjánum birtust síbreyti- leg fyrirmæli til tónlistarfólks- ins. Hljóðfæraleikararnir störðu svo einbeittir á skjáina á meðan þeir voru að spila að það var eins og þeir væru í einhverju annarlegu ástandi. Í þokkabót voru fyrirmæl- in frá tónskáldinu stundum þau að spilararnir áttu að kyrja „aaaaa“. Eða halda strengjabogunum í ein- hverjum skrýtnum stellingum. Það fór um mig, svei mér þá. Eina sem vantaði var að hljómsveitin væri blóðug um munninn. Hún var eins og hópur uppvakninga úr kvik- mynd á borð við 28 Days Later eða Night of the Creeps. Að því sögðu var þetta ágæt- is verk. Tónlistin var vissulega dálítið krefjandi en hún var snyrti- lega byggð upp með frekar hraðri og spennandi framvindu. Leik- rænu tilburðir Sinfóníunnar settu líka tónmálið í skiljanlegt sam- hengi. Útkoman var skemmtileg. Allt öðruvísi kvikmyndastemn- ing var ríkjandi í næsta verki, Átján hundruð sjötíu og fimm fyrir hljómsveit og rafhljóð eftir Valgeir Sigurðsson. Mikið var um langa, ísmeygilega hljóma sem sköpuðu myndræna áferð og andrúmsloft. Það var fallegt. Eini gallinn var að ýmsir blásarar hljómsveitarinnar voru ekki alltaf með sitt á hreinu. Óhreinir tónar trufluðu upplif- unina. Flutningurinn var betri í tón- smíð Cathy Milliken, Earth Plays I. Í tónleikaskránni stóð að hún væri um „hljóm, tónlist og orð fólks sem hefur safnast saman á tilteknum stöðum í gegnum ald- irnar“. Verkið nú fjallaði um Þing- velli. Ég verð að viðurkenna að ég gat ekki heyrt neitt Þingvallatengt við tónlistina. En hún var listilega samansett, með mörgum ólíkum köflum sem mynduðu sterka heild. Það var ljúft að hlusta á hana. Hljómsveitin flutti hana af vand- virkni og fagmennsku. Upplifunin var líka ljúf í næsta atriði, Köldum sólargeisla eftir Skúla Sverrisson við ljóð eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Ljóðið er tregafullt og rómantískt, og tónlist Skúla var það einnig. Hljómarnir voru þykkir og mun- úðarfullir, undiraldan full af ein- hverju ósögðu. Ólöf Arnalds söng einsöng og gerði það af einstakri fegurð. Hún hefur sérstæða rödd, brothætta og mannlega með hríf- andi hljómi sem hæfði tónlistinni fullkomlega. Síðast á dagskránni var glæsi- legt, einfalt verk, Diamonds eftir heiðursgest hátíðarinnar, Alvin Lucier. Þar var hljómsveitinni skipt í þrjá hópa sem hver um sig spilaði langa, hægferðuga tóna. Tónarnir sköruðust á ýmsa vegu eins og demantur sem breytist eftir því hvernig ljósi er beint að honum. Hljómsveitin lék af mik- illi nákvæmni sem getur varla hafa verið auðvelt. Svona hægar tónsmíðar verða að vera fullkom- lega samtaka ef þær eiga að virka almennilega. Þarna var virkilega vel gert. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Áhugaverð byrjun á Tectonics-tónlistarhátíðinni. Zombíar á Sinfó SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS „Hljómsveitin lék af mikilli nákvæmni sem getur varla hafa verið auðvelt.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA3 verð á rúmfötum 7.990 kr 8.990 kr 9.990 kr STÓRSÖNGVARINN Þór Breiðfjörð syngur lög úr Amerísku söngbókinni í kvöld. Á jazzkvöldi KEX Hostels í kvöld kemur fram hljómsveit söngvarans Þórs Breiðfjörð. Hana skipa, auk Þórs, þeir Snorri Sigurðarson á trompet, Vignir Þór Stefánsson á píanó, Birgir Bragason á kontrabassa og Einar Scheving á trommur. Sérstakur gestur með þeim verður kvikmyndagerðarmaður- inn góðkunni Ágúst Guðmunds- son, en hann mun leika á gítar í nokkrum lögum. Flutt verður tónlist úr stóru Amerísku söng- bókinni; sígræn sönglög sem „krúnerar“ á borð við Bing Crosby gerðu fræg. Tónlistar- flutningurinn hefst klukkan 20.30 og stendur í um það bil tvær klukkustundir með hléi. Sem fyrr er aðgangur ókeypis. Ágúst verður gestur Þórs Kvikmyndaleikstjórinn Ágúst Guðmundsson verður sérstakur gestur Þórs Breiðfj örð á tónleikum hans og hljómsveitar hans á KEX Hosteli í kvöld. Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is 4BLSBÆKLINGURNETBÆKLINGUR Á WWW.TOLVUTEK.IS MEÐ GAGNVIRKUM KÖRFUHNAPP ÆVINTÝR A PÁSKAEG G FYLGIR Ö LLUM ACE R FARTÖLVU M TIL PÁS KA MEÐAN B IRGÐIR EN DAST Fyrstu tónleikar Blúshátíðar í Reykjavík í ár verða á Hilton Nord ica í kvöld. Þar kemur fram Blúskompaní Magnúsar Eiríkssonar en ásamt honum skipa tríóið þeir Pálmi Gunnarsson og KK. Magnús og Pálmi hafa leitt Blúskompaníið hátt í 40 ár og verða sífellt betri. Einnig stígur hin goðsagnakennda hljómsveit Tregasveitin á svið með feðg- ana Pétur Tyrf- ingsson og Guðmund Pétursson í fararbroddi með splunkunýtt efni. Lucy in Blue var valið blús- aðasta bandið á nýyfirstöðnum Músíktilraunum og í tilefni af því tekur sveitin þátt í Blúshátíð í fyrsta sinn. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Fyrstu tónleikar Blúshátíðar í Reykjavík á Hilton Nordica: Blúshátíð hefst með trukki BLÚSAÐUR Magn ús Eiríksson leiðir Blúskompaníið sem auk hans er skipað Pálma Gunnarssyni og KK. MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.