Fréttablaðið - 15.04.2014, Blaðsíða 2
15. apríl 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2
LÖGREGLUMÁL Á erlendri spjall-
síðu stunda íslenskir karlmenn
þá iðju að skiptast á myndum af
fáklæddum íslenskum stúlkum.
Þær yngstu eru á fjórtánda aldurs-
ári. Hundruð mynda af íslenskum
stúlkum eru komin inn á spjall-
síðuna.
Erlenda síðan er svo kallaður
„korkur“, spjallsíða þar sem not-
andi getur sett inn efni að vild
undir umræðu. Fimm mismun-
andi spjallþræðir hafa verið
teknir í gagnið á síðustu sex mán-
uðum í þeim tilgangi að skiptast á
myndum af íslenskum stúlkum.
Friðrik Smári Björgvinsson,
yfirlögregluþjónn hjá lögregl-
unni á höfuðborgarsvæðinu, segir
erlendu síðuna til rannsóknar hjá
lögreglu. „Lögreglunni barst til-
kynning um síðuna í síðustu viku.
Þetta mál er nú til rannsóknar.
Reynt verður að fá síðunni lokað á
sama hátt og öðrum viðlíka síðum
sem hafa skotið upp kollinum á síð-
ustu árum. Þetta er ekki í fyrsta
skipti sem spjallsíða af þessu tagi
er til rannsóknar hjá lögreglu.“
í 210. grein almennra hegningar-
laga segir að hver sem fram leiðir,
flytur inn, aflar sér eða öðrum
eða hefur í vörslu sinni ljósmynd-
ir, kvikmyndir eða sambærilega
hluti sem sýna börn á kynferðisleg-
an eða klámfenginn hátt skuli sæta
sektum eða fangelsi allt að tveim-
ur árum. Einnig segir að hver sem
skoðar myndir, myndskeið eða aðra
sambærilega hluti sem sýna börn
á kynferðislegan eða klámfenginn
hátt á netinu eða með annarri upp-
lýsinga- eða fjarskiptatækni skuli
sæta sömu refsingu.
„Samkvæmt íslenskum lögum
er öll skoðun, varsla og dreifing
á efni sem sýnir börn yngri en 18
ára á kynferðislegan hátt ólögleg
og er brot á réttindum barnsins.
Mikilvægt er að uppræta slíkt efni
og koma þolandanum til hjálpar.
Það að myndefnið sé skoðað aftur
og aftur og sé í dreifingu er í raun
síendurtekið ofbeldi gegn þoland-
anum,“ segir Erna Reynisdóttir
,framkvæmdastjóri Barnaheilla –
Save the Children á Íslandi.
sveinn@frettabladid.is
Fáklædd fermingar-
börn á erlendri síðu
Erlend spjallsíða hefur að geyma myndir af fáklæddum íslenskum stúlkum sem
eru allt niður í fjórtán ára. Lögregla rannsakar málið og reynir að fá síðunni
lokað. Alvarlegt brot gegn réttindum barns segir framkvæmdastjóri Barnaheilla.
SPJALLSÍÐA Notendur nafngreina stúlkur og greina frá aldri og bæjarfélagi sem
stúlkurnar búa í, eins og sjá má á meðfylgjandi skjáskotum af vefsíðunni.
FRAMKVÆMDIR Ný gata við Pósthússtræti verður samkvæmt áætlunum tilbúin í
júlí 2015. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
REYKJAVÍK Framkvæmdir sem hófust í byrjun apríl standa nú yfir í
Pósthússtræti, milli Austurstrætis og Tryggvagötu. Ýmsar lagfær-
ingar verða gerðar, meðal annars á gangstétt og götu, en snjóbræðsla
verður lögð undir nýju hellurnar og malbikið. Kostnaður við verkefnið
er áætlaður um 100 milljónir króna. Verklok eru áætluð í júlí 2015. - kóh
Gata og gangstétt gerðar upp frá grunni í miðbæ Reykjavíkur:
Framkvæmdir í Pósthússtræti
VINNUMARKAÐUR Kjaradeilum
þriggja stéttarfélaga opinberra
starfsmanna sem boðað hafa
verkföll hefur ekki verið vísað
til ríkissáttasemjara. Þetta eru
félög háskólakennara við Háskóla
Íslands og Háskólann á Akureyri,
auk náttúrufræðinga sem vinna
hjá Reykjavíkurborg.
Boðuð verkföll þessara félaga
hefjast á tímabilinu 25. til 28.
apríl, takist samningar ekki fyrir
þann tíma.
Ekki gilda sömu lög um afskipti
sáttasemjara af kjaradeilum
félaga á almenna markaðnum og
þeim opinbera.
Félög á almenna markaðnum
geta ekki boðað til verkfalls nema
kjaradeila þeirra við vinnuveit-
endur sé komin til sáttasemj-
ara og það sé staðfest að haldnir
hafi verið árangurslausir fundir í
kjaradeilunni.
Félögum á opinbera markaðnum
ber að tilkynna vinnuveitanda og
ríkissáttasemjara að félagsmenn
ætli í verkfall með 15 daga fyrir-
vara. Félögin þurfa ekki að sýna
fram á að sáttafundir hafi verið
árangurslausir áður en þau boða
verkfall.
Hafi kjaradeilu ekki verið vísað
til sáttasemjara er hlutverk hans
fremur óljóst, það er hvenær sátta-
semjari á eða getur haft afskipti
af kjaradeilu stéttarfélaga. Það er
ekki fyrr en verkfall er skollið á
sem það er skýrt í lögunum hvert
hlutverk sáttasemjara er gagnvart
félögum á opinbera markaðnum.
- jme
Önnur lög gilda um afskipti sáttasemjara af kjaradeilum á almenna markaðnum en hinum opinbera:
Ekki búið að vísa til ríkissáttasemjara
MILLI VONAR OG ÓTTA Háskólanemar
bíða milli vonar og ótta eftir því að vita
hvort kennarar fari í verkfall á prófa-
tíma í vor. FRÉTTABLAÐIÐ /ANTON
UMHVERFISMÁL Landeigendafélag Geysis hætti að taka
gjald af ferðamönnum í gærmorgun, eða um leið og
Héraðsdómur Suðurlands hafði úrskurðað að sýslu-
manninum á Selfossi bæri að leggja lögbann við því að
gestir væru rukkaðir um aðgangseyri.
Málaferli halda þó áfram að sögn Garðars Eiríks-
sonar, talsmanns landeigendafélagins. „Ríkið verður
að höfða staðfestingarmál innan sjö daga frá því að
sýslumaðurinn setur lögbann,“ segir Garðar.
Hann segir að samkvæmt úrskurðinum sé gjald-
takan ekki ólögmæt heldur snúist þetta um formsatriði
í sameignarfélaginu. Ríkið sem á hluta landsins verði
að samþykkja gjaldtökuna. Allir landeigendur verði að
samþykkja gjaldtöku, það dugi ekki aukinn meirihluti.
Hann segir að úrskurðurinn sé vonbrigði. „Það er
skoðun dómarans að minnihlutinn megi kúga meiri-
hlutann vegna formsatriða,“ segir Garðar.
Landeigendafélag Geysis telur að úrskurðurinn veki
spurningar um eignarrétt og geti tafið fyrir nauðsyn-
legri verndun og uppbyggingu á Geysissvæðinu.
Gjaldtaka inn á Geysissvæðið hófst 15. mars og
kostaði 600 krónur að fara um svæðið.
- jme
Talsmaður landeigenda segir að meirihlutinn megi kúga minnihlutann:
Lögbann við gjaldtöku við Geysi
FRÍTT INN Gestir sem koma á Geysissvæðið eru ekki lengur
rukkaðir um aðgangseyri að svæðinu. Talsmaður land eig-
enda félagsins segir að menn séu að íhuga næstu skref í mál-
inu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Sigrún, voruð þið að renna
blint í sjóinn?
„Nei, við höfum marga fjöruna
sopið.“
Sigrún Þuríður Geirsdóttir og aðrir meðlimir
í sjósundshópnum Sækúnum fengu nýverið
verðlaun fyrir lengsta tímann í sjónum þegar
þær syntu Ermarsundið á 19 klukkustundum,
38 mínútum og 8 sekúndum.
VIÐSKIPTI Tölvuleikjaframleið-
andinn CCP hefur hætt þróun á
tölvuleiknum World of Darkness,
sem hefur verið í vinnslu á skrif-
stofu fyrirtækisins í Atlanta í
Bandaríkjunum. Í kjölfar þess-
arar ákvörðunar eru lögð niður 56
stöðugildi hjá CCP í Atlanta.
Hilmar Veigar Pétursson, fram-
kvæmdastjóri CCP, segir í til-
kynningu að þessi ákvörðun sé ein
sú erfiðasta sem hann hafi tekið.
„Okkur dreymdi um leik sem
færði spilarann í ævintýraheim
World of Darkness, en verðum að
horfast í augu við að það verður
ekki að veruleika. Ég vona að
við getum einhvern tímann bætt
ykkur þetta,“ segir Hilmar. - fbj
Hætta framleiðslu á WoD:
CCP segir upp
starfsmönnum
KÖNNUN Samkvæmt nýrri könnun
Capacent Gallup mælist Samfylk-
ingin með mest fylgi í Reykjavík
eða 28 prósent, fjórum prósentu-
stigum meira en fyrir mánuði.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist
25 prósent, einu prósentustigi
meira en í síðustu könnun.
Fylgi Bjartrar framtíðar eykst
um eitt prósentustig á milli kann-
ana og mælist 24 prósent.
Aðrir flokkar fá minna fylgi
samkvæmt könnun Capacents.
Píratar mælast með 10 prósent
og VG með sjö prósent. Fylgi
beggja flokkanna dalar um þrjú
prósentustig. Framsóknarflokk-
urinn og Dögun mælast loks með
þriggja prósenta fylgi. - jme
VG og Píratar tapa fylgi:
Samfylkingin
eykur fylgi sitt
SPURNING DAGSINS
SEGLAGERÐIN ÆGIR
Þar sem ferðalagið byrjar
FERÐAVAGNAR
Þegar þú
vilt gæði
Það að
myndefnið sé
skoðað aftur
og aftur og sé í
dreifingu er í
raun sem
síendurtekið
ofbeldi gegn þolandanum.
Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri
Barnaheilla– Save the Children á Íslandi