Fréttablaðið - 15.04.2014, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 15.04.2014, Blaðsíða 55
ÞRIÐJUDAGUR 15. apríl 2014 | LÍFIÐ | 43 Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran var gestur í útvarpsþætti Elvis Duran á útvarpsstöðinni Z100 og flutti sína útgáfu af Beyoncé- smellinum Drunk in Love. Flutningur Eds vakti mikla athygli en hann var í útvarps- þættinum til að kynna nýju plöt- una sína X, sem kemur út þann 23. júní. Ed er þekktur fyrir að setja lög annarra í nýjan búning og hefur til dæmis gert þetta með lög Blackstreet og Rihönnu. - lkg Setur Beyoncé í nýjan búning FJÖLHÆFUR Ed Sheeran er með engla- rödd. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Tónlistarkonan Lily Allen hefur í nægu að snúast þessa dagana við að kynna nýju plötuna sína Sheezus. Lily segir í viðtali við Tele- graph að hún tileinki Amy heit- inni Winehouse plötuna en þær voru kunningjakonur. „Hún var ekki á góðum stað þegar við kynntumst þannig að mér finnst ég ekki hafa þekkt Amy, ég þekkti útgáfu af henni,“ segir Lily. „Hún þurfti að kljást við tíu sinnum meira en ég. Hún seldi miklu fleiri plötur en ég og það var miklu meiri áhugi fyrir henni. Það var fólk fyrir utan heimili hennar allan sólar- hringinn, alla daga vikunnar. Hún gat ekki gert neitt án þess að það ylli æsingi og hún elskaði að skemmta sér og kynnast fólki. Hún var fangi þegar það var tekið af henni,“ bætir Lily við. - lkg Tileinkar Amy nýju plötuna KUNNINGJAKONUR Lily þekkti Amy lítillega. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY „Ég útskrifaðist sem tamninga- maður árið 2002 og var að vinna við það í svolítinn tíma. Ég hafði mikinn áhuga á að hafa mynd- bandið hestatengt,“ segir söng- konan og tónsmiðurinn Bryn- hildur Oddsdóttir. Hún tók nýverið upp tónlistarmyndband við fyrstu sólósmáskífuna sína Óumflýjanlegt og fékk lánaðan graðhestinn Pilt frá Hæli í tök- urnar. „Ég hefði ekki getað fengið betri hest. Hann var algjör snill- ingur. Þetta er þolinmóðasti hestur sem ég hef á ævi minni kynnst. Hann stóð grafkyrr á milli taka eins og ekkert væri,“ segir Brynhildur en vinkona hennar, Eva Rut Hjaltadóttir, leikstýrði myndbandinu, tók það upp og klippti. Brynhildur lærði á fiðlu sem krakki og lærði söng í Nýja tón- listarskólanum. Árið 2011 klár- aði hún síðan tónsmíðanám við Listaháskóla Íslands. Núna er hún líka að læra á rafmagns- gítar hjá Félagi íslenskra hljóm- listarmanna og er á framhalds- stigi í djasssöng. Þá er hún einnig í hljómsveitinni Beebee and the Bluebirds sem gefur út plötu í maí. Það er því í nægu að snúast hjá Brynhildi. „Lagið Óumflýjanlegt er hluti af sólóverkefninu mínu. Þetta lag er verk sem stendur eitt og sér með myndbandinu en ég ætla að gera sólóplötu á þessu ári. Það er allavega stefnan,“ segir Brynhildur. Hún treður upp á Blús hátíð Reykjavíkur á Hilton Nordica á fimmtudaginn sem sólólistamaður. „Ég opna kvöldið en sama kvöld spila einnig Egill Ólafs- son, Dóri Braga og Andrea Gylfa- dóttir.“ - lkg Hestur leikur aðalhlutverk í myndbandinu Brynhildur Oddsdóttir tók upp myndband við lagið Óumfl ýjanlegt og fékk graðhest lánaðan í tökurnar. GEKK EINS OG Í SÖGU Brynhildur er lærður tamningamaður. MYND/EVA RUT HJALTADÓTTIR Þetta er þolin- móðasti hestur sem ég hef á ævi minni kynnst. Brynhildur Oddsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.