Fréttablaðið - 25.04.2014, Page 1

Fréttablaðið - 25.04.2014, Page 1
Bolungarvík 5° SV 2 Akureyri 8° S 5 Egilsstaðir 11° SV 4 Kirkjubæjarkl. 9° SA 2 Reykjavík 9° NV 3 Hægviðri í dag Dálítil rigning N-til en bjart A- og S-lands. Dálítil væta SV-til um tíma. Hiti 5-14 stig, hlýjast A-til. 4 LÍFIÐ MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Föstudagur 16 ÆVINTÝRI MAXÍMÚSAR MÚSÍKÚSAR Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur nýtt ævintýri um Maxímús Músíkús á morgun kl. 14. Tónelska músin Maxímús Músíkús er heimilisvinur fjölda barna á Íslandi en hefur einnig unnið hug og hjörtu barna og fjölskyldna þeirra í mörgum löndum Evrópu, Asíu og Ameríku. Tónleikarnir eru í Eldborgarsal Hörpu. NÝBREYTNILjúffeng chorizo- pylsan ásamt kjúklinga-baunum setur skemmtilegan svip á rétt dagsins. MYND/DANÍEL M atreiðslumaðurinn Úlfar Finnbjörnsson sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar eldar hann ljúffenga rétti úr Holta-kjúklingi fyrir áhorfendur. Hér færir Úlfar okkur uppskrift að kjúklingalærum með kjúklingabaunum og chorizo-pylsu í tómatkjötsósu. Hægt er að fylgj- ast með Úlfari elda þessa girnilegu máltíð í kvöld klukkan 21.30 á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Þættirnir verða svo endursýndir yfir helgina. Einnig er hægt að horfa á þá á heimasíðu ÍNN, inntv.is. ELDAÐ MEÐ HOLTA HOLTA KYNNIR Úlfar Finnbjörnsson er einn færasti kokkur landsins. Hann sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar fáum við að fylgjast með honum elda ljúffenga kjúklingarétti úr Holta-kjúklingi. KJÚKS Lífi ð 25. APRÍL 2014 FÖSTUDAGUR Karin Kristjana Hindborg NETVERSLUNIN NOLA.IS SELUR HÚÐVÖRUR 2 Sigrún Rut Hjálmars- dóttir eigandi NUR ER HEIMAKÆR Á FALLEGU OG HLÝJU HEIMILI 4 Hildur Hilmarsdóttir flugfreyja ÆVINTÝRALEGT LÍF Í LEIK OG STARFI Í DÚBAÍ 10 2 SÉRBLÖÐ Lífið | Fólk Sími: 512 5000 25. apríl 2014 96. tölublað 14. árgangur Vantar þráðlaust net Skortur á þráðlausri nettengingu hamlar námi í leikskólum. Ekki er hægt að nota efni fyrir spjaldtölvur. 2 Enn er barist Stjórnarhermenn í Úkraínu lögðu í gær til atlögu gegn aðskilnaðarsinnum. 6 Til hjálpar skógarfjárfestum Á meðan dregið hefur úr fjárveitingum hafa tekjur af skógrækt aukist. 10 SKOÐUN Sigurður Ingi Jóhanns son skrifar um sóun á mat og bætta lífshætti. 16 TÍMAMÓT Þrír ættliðir unnu bók og geisladisk undir nafninu Óskasteinar. 18 LÍFIÐ Ingvar E. Sigurðsson tókst á við náttúruöflin í tökum á Everest. 38 SPORT Grindvíkingar ætla að jafna gegn KR í „sokka- buxunum“ í kvöld. 34 Íslensk Hönnun L a u g a v e g i 4 6 s : 5 7 1 - 8 3 8 3 Vor 2014 freebird Full búð af nýjum vörum.. NÝR 4BLS BÆKLINGUR Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | yri Akure • íð 2 Undirhl • 430 6900 TÚTFULLUR AF SPENNANDI TÖLVUBÚNAÐIS FLJÓTLEGT OG ÞÆGILEGT FRÉTTIR Ég er svakaleg keppnismanneskja Kristbjörg Jónasdóttir hefur gert fit- ness að lifibrauði sínu. Hún kolféll fyrir sportinu fyrir nokkrum árum og hefur helgað sig heilbrigðum lífsstíl allan ársins hring. Kristbjörg deilir lífi sínu í Englandi með Aroni Einari Gunnarssyni, kærasta sínum, en hann spilar knattspyrnu með Cardiff. VINNUDEILUR Deila flugvallarstarfs- manna og Isavia er í hnút. Þriðja vinnustöðvun flugvallarstarfs- manna var í morgun. Þorsteinn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, segir enga efnislega innistæðu fyrir kröfugerð flugvallarstarfs- manna. Þeir krefjist mun meiri hækkunar en samið var um í des- ember á almenna markaðnum. „Það kemur ekki til greina af okkar hálfu að hverfa frá þeirri línu sem var mörkuð þá,“ segir hann. Þorsteinn segir flugvallarstarfs- menn að meðaltali með um hálfa milljón á mánuði. Þeir krefjist 25,6 prósenta hækkunar á mánaðar- launum, sem myndi þýða 120 til 130 þúsund króna hækkun á mánaðar- launum á samningstímanum. „Það er ekkert í launaþróun þessa hóps á undanförnum misserum sem kallar á leiðréttingu. Kröfur þeirra eru óásættanlegar.“ Kristján Jóhannsson, formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkis- ins, segir að meðallaunin á bilinu 450-480 þúsund, með yfirvinnu, vaktaálagi og bílastyrkjum. Flug- vallastarfsmenn fari fram á launa- flokkahækkanir og prósentuhækk- anir á launatöflu. „Við höfum látið reikna út að heildarkostnaður Isavia yrði 18 prósent á samningstímanum en við höfum rætt um að gera samn- ing til 29 mánaða,“ segir hann. Það jafngildi 5 til 6 prósenta hækkun mánaðarlauna á tæplega tíu mán- aða fresti út samningstímann. Þorsteinn segir flugvallar- starfsmenn með góð laun miðað við menntun. Öryggisverðir þurfi til dæmis bara að hafa lokið tveggja vikna námskeiði hjá Isavia. Þá hafi öryggisverðir á flugvöllum fengið 18 prósenta hækkun 2010 á sama tíma og aðrir starfsmenn hafi fengið 11 prósent. Kristján segir að það ár hafi tekist góðir samningar. Flugvallarstarfsmenn hafa boðað til ótímabundins verkfalls frá og með næsta miðvikudegi, hafi ekki samist fyrir þann tíma. Koma verði í ljós hvort stjórnvöld beiti lögbanni. „Ef ef þeir setja lög frestar það bara aðgerðum,“ segir hann. -jme Krefjast 120 til 130 þúsunda króna hækkunar á mánuði Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að flugvallarstarfsmenn séu með um hálfa milljón í mánaðar- laun. Hann segir þá krefjast 26 prósenta hækkunar á launum sem komi ekki til greina að semja um. KRISTJÁN JÓHANNSSON ÞORSTEINN VIGLUNDSSON SUMRI FAGNAÐ Það var notalegt að vera í hlýrri úlpu og með vettlinga á höndunum á sumardaginn fyrsta, eins og þessi hnáta sem fór fyrir skrúðgöngunni um Langarima í Grafarvogi ásamt skátunum sem báru íslenska fánann. Fjölbreytt skemmti- dagskrá var í gær í hverfum borgarinnar fyrir unga og aldna. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR STJÓRNMÁL Framsóknarmenn í Reykjavík leita að kandídat til að leiða lista þeirra í borgar- stjórnarkosningunum í Reykjavík eftir rúman mánuð. Vegna þess hve stutt er í kosningar er helst leitað að einhverjum þekktum. Það kom mönnum í opna skjöldu að Guðni Ágústsson skyldi hætta við að taka fyrsta sætið en fyrir nokkru hafði verið ákveðið að kynna framboðslista sem Guðni leiddi á sumar daginn fyrsta. Þórir Ingvarsson, formaður kjördæmisráðs Framsóknarmanna í Reykjavík, segir að nýr framboðslisti verði kynntur á þriðju- dag í næstu viku. Hann segist ekki líta svo á að það sé einhver vandræðagangur með listann. „Vinna við listann er langt komin, það er bara eftir að ganga frá lausum endum,“ segir hann. Þórir vill ekkert gefa upp með hver skipar fyrsta sætið en segist fylgjandi því að það verði kona. - jme / sjá síðu 4 Framboðsmál Framsóknarflokksins í borginni í óvissu eftir að Guðni sagði nei: Framsókn leitar að oddvita GUÐNI ÁGÚSTSSON BRETLAND Nick Clegg, aðstoðar- forsætisráðherra Bretlands, vill að skilið verði með formlegum hætti á milli ensku biskupa- kirkjunnar og breska ríkisins. Verði þetta að veruleika yrði Elísabet Breta- drottning að öllum líkindum ekki yfirboðari kirkjunnar lengur. Breska dagblaðið The Tele- graph skýrir frá þessu á vef- síðum sínum. Breskir kóngar og drottn ingar hafa verið yfirboðarar ensku biskupakirkjunnar allar götur frá árinu 1534, þegar Hinrik áttundi komst í ónáð hjá páfanum og setti í kjölfarið ensku biskupakirkjuna á stofn. - gb Vill aðskilnað ríkis og kirkju: Bretadrottning verði ekki yfir ensku kirkjunni NICK CLEGG

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.