Fréttablaðið - 25.04.2014, Síða 2

Fréttablaðið - 25.04.2014, Síða 2
25. apríl 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 FISKIKÓNGURINN HÖFÐABAKKA 1 v/Gullinbrú SÍMI 555 2800 FISKIKÓNGUR S0GAVEGI 3 SÍMI 587 775 www.fiskikongurinn.is Nýveiddur INN 5 SAMFÉLAG Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur borist kvörtun um hávaða vegna árshátíðar Alcoa í mars sem haldin var í íþróttahúsinu á Egilsstöðum. „Þetta er ekkert stórmál og snýr fyrst og fremst að skemmtanahaldi almennt í húsinu. Kvörtunin barst frá aðila sem býr ekki langt frá. Hans hug- mynd snýr að því hvort ekki sé hægt að leysa málin þannig að skemmtanahaldið byrji fyrr og því ljúki fyrr,“ segir Páll Sigvaldason, formaður menningar- og íþrótta- nefndar. Árshátíð Alcoa mun hafa staðið til klukkan tvö að nóttu. Páll bendir á að þar sem um íþróttahús sé að ræða en ekki skemmtistað séu dyr hafðar opnar og þess vegna heyrist meira frá skemmtanahaldinu en ella. „Svo er verið að ganga frá fram eftir nóttu þar sem íþróttahúsið er tekið í notkun strax morguninn eftir.“ Björn Ingimarsson bæjarstjóri segir að athuga- semdum verði komið á framfæri við þá sem halda árshátíðir og íbúum greint frá skemmtunum með fyrirvara. „Menn hafa þá þetta í huga næst þegar svona hátíðir verða haldnar svo að þetta þurfi ekki að pirra nágrannana. Það er full ástæða til að skoða þetta þegar bent er á að þetta megi betur fara.“ Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa, segir fyrirtækinu ekki hafa borist formlegt erindi vegna málsins. „Þegar það kemur munum við bregðast við því. Okkur þykir leiðinlegt ef íbúar hafa orðið fyrir ónæði.“ - ibs Kvörtun frá pirruðum íbúa vegna skemmtana í íþróttahúsinu á Egilsstöðum: Hávaði barst frá árshátíð Alcoa BJÖRN INGIMARSSON ÁLVER ALCOA Á REYÐARFIRÐI Bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs vill ekki að íbúar verði pirraðir. MYND/PJETUR MENNTAMÁL Ráðherrarnir Sigurður Ingi Jóhannsson og Illugi Gunn- arsson, ásamt Ágústi Sigurðssyni, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, notuðu tækifærið í gær, sumardaginn fyrsta, og skáluðu í íslensku kaffi á opnu húsi Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi. „Nýlega kom í hús önnur uppskera af kaffi úr bananahúsi skólans,“ segir á vef Garðyrkjuskólans, en kaffið er brennt og malað á staðnum. Ráðherrarnir og rektor gáfu kaffinu sínu bestu einkunn. Garðyrkjuskólinn fagnar 75 ára afmæli í ár og margt var að sjá á opnu húsi í gær. - óká, mhh Ráðherrar og rektor skáluðu í íslensku kaf i á opnu húsi: Ný uppskera brennd og möluð SKÁLA Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson land- búnaðarráðherra og Ágúst Sigurðsson, rektor LbhÍ, gáfu kaffi Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi góða einkunn. FRÉTTABLAÐIÐ/MHH MENNTUN Leikskóla kennarar í Kópa vogi og mörgum öðrum sveitar félögum geta ekki notað efni Námsgagnastofnunar fyrir spjaldtölvur vegna þess að ekkert þráðlaust net er í leikskólunum. Þetta segir Fjóla Þorvaldsdóttir, varaformaður Félags leikskóla- kennara og sérkennslustjóri, sem kennt hefur leikskólakennurum að nota spjaldtölvur. „Við hér í Kópavogi erum enn aftur í fornöld. Þetta er mjög baga- legt því að Námsgagnastofnun er með fínan krakkavef með íslensku efni sem hún hefur verið að endur- bæta og laga svo hægt sé að nota hann í ipad,“ segir Fjóla. Á vef Kópavogsbæjar í des- ember síðastliðnum segir að átján leikskólar hafi fengið afhentar spjaldtölvur. Stefnt sé að því að setja upp öruggt þráðlaust net í öllum leikskólunum á þessu ári. „Bæjarfélagið lét hvern leikskóla fá eina spjaldtölvu og hafa þær verið mikið notaðar við sérkennslu með góðum árangri. Rannsóknir í Danmörku, Skotlandi og Sví- þjóð hafa leitt í ljós að börnum fer mikið fram í tungumálakunnáttu í slíkri sérkennslu. Það er einnig mín reynsla.“ Á árlegu þingi breskra kenn- ara í samtökunum Association of Teachers and Lecturers vöruðu nokkrir kennarar við spjaldtölvu- notkun ungra barna. Fram kom á þinginu að fjögurra börn væru fær í að renna fingrum eftir skjám á spjaldtölvum en þau skorti hins vegar hreyfifærni til að byggja með kubbum. Fjóla telur engar líkur á slíkt komi fyrir íslensk börn. „Leikur- inn er námsleið barna á Íslandi og leikskólakennarar eru mjög með- vitaðir um það. Víða í Evrópu eru fjögurra ára börn farin að sitja við borð í akademísku námi. Hér eru þau við leik. Það er þeirra náms- leið. Skólakerfið á Íslandi er allt öðruvísi uppbyggt og miklu betra.“ Hún kveðst hvetja leikskóla- kennara til að nota spjaldtölvur í skapandi starfi með börnum. „Ég bendi þeim líka á að ná sér í smá- forrit sem hægt er að þýða. Mér finnst skipta máli að börnin læri á íslensku. Það eru til flott forrit sem auðvelda alla vinnu í skapandi starfi.“ ibs@frettabladid.is Skortur á þráðlausu neti hamlar námi Ekki er hægt að nota efni Námsgagnastofnunar fyrir spjaldtölvur vegna skorts á þráðlausu neti í leikskólum. Bagalegt segir varaformaður Félags leikskólakennara. Hún segir flott forrit auðvelda alla vinnu í skapandi starfi með leikskólabörnum. MEÐ SPJALDTÖLVU Breskir kennarar segja fjögurra ára börn skorta hreyfifærni til að byggja með kubbum vegna mikillar spjaldtölvunotkunar. Engar líkur á slíku hér, segir varaformaður Félags leikskólakennara. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Við hér í Kópavogi erum enn aftur í forn- öld. Þetta er mjög bagalegt því að Náms- gagnastofnun er með fínan krakkavef með íslensku efni. Fjóla Þorvaldsdóttir, varaformaður Félags leikskólakennara Bjarni, er grasið grænna hinum megin? „Það fer eftir því hver nágranni manns er.“ Bjarni Þór Hannesson, formaður Sam- taka íþrótta- og golfvallasérfræðinga er eini Íslendingurinn með mastersgráðu í íþróttavallarfræðum. Á blaðamannafundi samtakanna er staða íslenskra fótboltavalla sögð vægast sagt slæm. ALÞINGI Fyrirhugað er að leggja fram frumvarp til laga um vernd afurðaheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sér- stöðu fram á Alþingi. Þetta segir í skriflegu svari Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, við fyrirspurn Össurar Skarphéð- inssonar, þingmanns Samfylking- arinnar. Snýst frumvarpið um að vöru- heiti sem innihalda uppruna- eða staðarvísun fái lögbundna vernd. Með því verði samkeppnisstaða inn- lendra vara gerð sterkari gagnvart innfluttum vörum. Einnig myndi slík löggjöf skapa ný tækifæri á erlendum mörkuðum. - kóh Sigurður Ingi svarar fyrir sig: Frumvarp um vernd vöruheita SVÍÞJÓÐ Umhverfisflokkurinn og Vinstriflokkurinn í Svíþjóð gagn- rýna áætlanir stjórnvalda um að búa orrustuflugvélar lang drægum flugskeytum. Jafnaðarmanna- flokkurinn er fylgjandi, að því er segir í frétt Dagens Nyheter. Samkvæmt áætlununum á að vera hægt að stýra flugskeytunum þannig að þau nái til hernaðarlegra skotmarka í Rússlandi eða öðrum löndum við Eystrasalt. Stjórnar- andstaðan segir áætlanirnar geta leitt til vígbúnaðarkapphlaups. - ibs Flugskeyti á orrustuvélar: Sænsk stjórn- völd vígbúast NOREGUR Kínverjar hafa í leyni- legum viðræðum við norsk stjórnvöld lagt fram kröfur í tíu til fjórtán liðum um hvað Norð- menn þurfi að gera til að stjórn- málasamband milli Noregs og Kína komist aftur á. Meðal þess sem Kínverjar eru sagðir krefjast er að Norðmenn lofi því að Nóbelsverðlaun verði aldrei aftur veitt Kínverja sem gagnrýnir opinberlega mann- réttindabrot kínverskra stjórn- valda. Fundirnir munu hafa verið haldnir í norska utanríkisráðu- neytinu og sendiráði Kína. - ibs Kröfur er í 10 til 14 liðum: Í Ósló hefur verið rætt við Kínverja á laun SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR, AP Í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum um nauðganir í styrjöldum eru 34 vopnuð samtök eða hópar í alls 21 landi sakaðir um að hafa beitt kynferðisofbeldi með markvissum hætti gegn andstæðingum sínum. Þetta eru ýmist uppreisnarmenn, stjórnarhermenn eða liðsmenn ann- arra vopnaðra hópa sem tekið hafa þátt í átökum víða um heim. „Skýrslan sýnir að þetta er svo sannarlega alþjóðlegur glæpur,“ sagði Zainab Hawa Bangura, fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, á blaðamannafundi í gær þar sem skýrslan var kynnt. Nefnd eru til sögunnar lönd á borð við Angóla, Bosníu-Hersegó- vínu, Kambódíu, Kólumbíu, Mið- Afríkulýðveldið, Kongó, Malí, Suður- Súdan og Sýrland. Bangura segir að hinir seku séu sjaldnast dregnir fyrir dóm og fórnarlömbin fái sjaldnast aðstoð við að takast á við lífið eftir að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi í hernaði. - gb 34 vopnaðir hópar í 21 landi nefndir í skýrslu SÞ um nauðganir í stríði: Fæstir gerenda dregnir til saka RAUNVERULEIKI MARGRA Konur bíða við læknamiðstöð í Austur-Kongó, þar sem fórnarlömbum nauðgana er sinnt. NORDICPHOTOS/AFP SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.