Fréttablaðið - 25.04.2014, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 25.04.2014, Blaðsíða 4
25. apríl 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ StartStartStart 13-16 ára og16-25 ára Nánari upplýsingar í síma 560 1010 eða á mottaka@heilsuborg.is www.heilsuborg.is Hentar ungu fólki sem vill komast í gott form. Áhersla á aukna hreyfifærni, líkamsbeitingu og líkamsvitund. 13-16 ára: Mán., mið. og fös. kl. 16:30 16-26 ára: Þjálfari: Bára Ólafsdóttir Verð kr. 15.900, (kr. 13.900 í áskrift, 3ja mán. binditími) 1,5 milljónir króna var andvirði innfluttrar vöru frá smáríkinu Barein árið 2013. LEIÐRÉTT Í frétt um skoðanakönnun á fylgi flokka á Akranesi í Fréttablaðinu í gær voru rangir útreikningar á fjölda bæjarfull- trúa. Rétt er að samkvæmt könnuninni myndi Björt framtíð fá einn fulltrúa, Framsóknarflokkurinn og óháðir tvo, Sjálfstæðisflokkurinn þrjá, Sam fylk ingin tvo og Vinstri græn einn. Meirihluti Samfylkingar, Framsóknar og óháðra og Vinstri grænna myndi því ekki falla, eins og fullyrt var í fréttinni. Beðist er afsökunar á þessum mistökum. VIÐSKIPTI Sigþór Jónsson hefur verið ráðinn sem framkvæmda- stjóri eignastýringarsviðs Straums fjár- festingarbanka. Hann hefur störf 1. ágúst næst- komandi, að því er fram kemur í tilkynningu. Haft er eftir Jakobi Ásmunds- syni, forstjóra Straums, að mikill styrkur sé fyrir bankann að fá Sigþór til þess að leiða uppbyggingu eignastýr- ingarinnar. Sigþór var áður framkvæmda- stjóri Landsbréfa hf. og þar áður forstöðumaður sérhæfðra fjár- festinga hjá Stefni hf. - óká Hefur störf fyrsta ágúst: Sigþór Jónsson fer til Straums SIGÞÓR JÓNSSON STJÓRNMÁL „Þetta er bara mjög vandræðalegt,“ segir Þuríður Bernódusdóttir, fyrrverandi for- maður Félags Framsóknarkvenna í Reykjavík. Þeir eru fleiri Framsóknar- mennirnir í Reykjavík sem við- hafa sömu orð um stöðu fram- boðsmála f lokksins fyr ir borgar stjórnarkosningarnar sem verða eftir rúman mánuð. Flestum virðist hafa komið á óvart að Guðni Ágústsson, fyrr- verandi ráðherra, skyldi hætta við að taka fyrsta sæti á lista Fram- sóknarmanna í Reykjavík. Í yfirlýsingu sem Guðni sendi frá sér í gær segist hann hafa tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér til að leiða lista fram- sóknarmanna í Reykjavík „að vel hugsuðu máli“ og í samráði við fjölskyldu sína. Það var nokkru fyrir páska sem Óskar Bergs- son ti lkynnti að hann drægi framboð sitt til baka og vantaði þar með mann í oddvitasætið í borginni. Guðrún Bryn- dís Karls dóttir, sem sk ipaði annað sætið á upphaflega list- anum, hefur sagt að enginn hafi ráðgast við hana um nýjan lista eða boðið henni fyrsta sætið. Þess í stað fóru framsóknarmenn þess á leit að Guðni tæki fyrsta sætið. „Við settum í feitan lax sem var Guðni. Hann ákvað að taka sér umhugsunarfrest en sagði að lokum nei,“ segir Sigrún Magn- úsdóttir, þingmaður og fyrr- verandi borgarfulltrúi Fram- sóknarmanna. Hún segir ljóst að mörgum hafi staðið ógn af Guðna. Menn hafi farið ham- förum í gagnrýni á hann á meðan hann var að hugsa sig um. „Margt af því sem birtist á bloggsíðum og víðar er ógeð,“ segir hún. Vandræðum framsóknarmanna virðist ekki lokið. Af við- tölum við framsóknar- menn í gær má ráða að þeir leiti logandi ljósi að einhverjum þekktum til að skipa forystusætið. Svo stutt sé í kosningar að menn hafi ekki tíma til kynna óþekktan frambjóð- anda til leiks. Siv Friðleifs- dóttir, alþingis- m a ð u r o g fyrrverandi ráðherra, var nefnd til sögunnar fyrir páska sem hugsanlegur kandí- dat í fyrsta sætið. Í samtali við blaðið í gær sagð- ist hún ekki á leið í framboð og neitaði því að til sín hefði verði leitað. Þá hefur nafn Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, formanns Lands- sambands framsókn- arkvenna, borið á góma. Hún hefur raunar lýst því yfir í viðtali við mbl.is að hún hafi gefið kost á sér í framboð. Þórir Ingvarsson, formaður kjör- dæmisráðs Framsóknarmanna í Reykjavík, segir að nýr framboðs- listi verði kynntur á þriðjudag í næstu viku. Hann segist ekki líta svo á að það sé einhver vand- ræðagangur með listann. „Vinna við listann er langt komin, það er bara eftir að ganga frá lausum endum,“ segir Þórir. Hann vill ekkert gefa upp með hver skip- ar fyrsta sætið en segist fylgjandi því að það verði kona. johanna@frettabladid.is Leitað að þekktum í framboð Guðni Ágústsson hætti á elleftu stundu við að taka oddvitasæti hjá Framsókn í Reykjavík. Sigrún Magnús dóttir segir menn hafa farið hamförum í gagnrýni á Guðna. Framsóknarmenn segja framboðsmálin vandræðaleg. FRAMSÓKNARHEIMILIÐ Í REYKJAVÍK Gera má ráð fyrir að stíft sé fundað hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík eftir að Guðni Ágústsson hætti við að leiða lista flokksins. Áður sagði Óskar Bergsson sig frá oddvitasætinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLIGUÐRÚN BRYNDÍS KARLSDÓTTIR JAPAN, AP Barack Obama Banda- ríkjaforseti staðfesti í gær í Japan að varnarsamningur Bandaríkj- anna við Japan feli í sér að Banda- ríkin þyrftu að bregðast við, fari svo að Kínverjar reyni að sölsa undir sig hinar umdeildu Senkako-eyjar. Bæði Japanir og Kínverjar gera til- kall til eyjanna. Obama sagðist andvígur „einhliða tilraunum til að grafa undan stjórn Japana á þessum eyjum“. Talsmaður kínverskra stjórn- valda svaraði því til að Kína hefði „óumdeild yfirráð“ á eyjunum og að hið „svonefnda bandalag Japans og Bandaríkjanna“ ætti ekki að skerða þann yfirráðarétt. Obama kom í gær í heimsókn til Japans, en heldur svo þaðan til Suður- Kóreu, Malasíu og Filipps- eyja. Síðastliðið haust þurfti Obama að hætta við fyrirhugað Asíuferða- lag vegna þráteflis á Bandaríkja- þingi um bandarísku fjárlögin. Í gær átti hann fund með Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans og hitti líka Akihito Japanskeisara. - gb Bandaríkjaforseti segir varnarsamning við Japan gilda um Senkaku-eyjar: Bandaríkin þyrftu að svara BARACK OBAMA OG SHINZO ABE Bandaríkjaforseti ásamt forsætisráð- herra Japans í Tókýó. FRÉTTABLAÐIÐ/AP RÉTT MYND KÖNN- UNAR Á AKRANESI SAMFÉLAGSMÁL Tuttugu og fimm börnum og fjölskyldum þeirra, rúmlega 150 manns, var afhentur ferðastyrkur úr sjóð Vildarbarna Icelandair í gær. Markmið sjóðsins er að gefa langveikum börnum og aðstand- endum þeirra tækifæri til þess að ferðast um heiminn. Frá stofnun hafa 456 fjölskyldur notið slíks stuðnings, eða um 2.300 einstaklingar. Þetta var 22. úthlut- un sjóðsins og hans ellefta starfs- ár. - kóh Sjóður styrkir langveik börn: 150 fengu styrk til ferðalaga Snjólaug Ólafsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá SNÖGGKÓLNAR N-lands um helgina. Milt veður í dag og á morgun en kalt loft læðist inn á land á laugardagskvöld og má búast við hita um og undir frostmarki N-lands á sunnudag. Bjart S-lands næstu daga en dálítil væta svo él N-til. 5° 2 m/s 7° 3 m/s 9° 3 m/s 7° 5 m/s Fremur hægur vindur 5-13 m/s hvassast NV-til Gildistími korta er um hádegi 15° 30° 18° 15° 13° 13° 21° 15° 15° 22° 19° 18° 24° 23° 22° 21° 16° 24° 9° 2 m/s 7° 3 m/s 11° 4 m/s 8° 4 m/s 8° 5 m/s 7° 3 m/s 4° 2 m/s 8° 7° 5° 1° 10° 5° 10° 0° 9° -1° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur SUNNUDAGUR Á MORGUN GUÐNI ÁGÚSTSSON SIGRÚN MAGNÚSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.