Fréttablaðið - 25.04.2014, Page 26

Fréttablaðið - 25.04.2014, Page 26
FRÉTTABLAÐIÐ Innlit. Kristbjörg Jónasdóttir. Heilsa og Tíska. Dagur í lífi Hildar Hilmarsdóttur. Samfélagsmiðlarnir. 4 • LÍFIÐ 25. APRÍL 2014 INNLIT SKANDINAVÍSK HÖNNUN OG GAMALT Í BLAND Sigrún Rut Hjálmarsdóttir hefur verið viðloðandi fatabransann um nokkurt skeið. Hún rekur lífsstílsverslunina NUR á Garðatorgi en þar er að fi nna bæði tískufatnað og fallega innanhússmuni. Sigrún Rut er heimakær og segist vera rétt að byrja í hreiðurgerð því hún á von á sínu fyrsta barni í júní. Þetta er gamall fjöl- skyldukollur sem mamma bólstraði með gæru og gaf mér fyrir nokkrum árum. Rokkinn fékk ég frá ömmu minni sem er farin. Hann var ég búin að sjá á heimili afa og ömmu frá því að ég var lítil og mér þykir rosalega vænt um hann. Borðstofuborðið er úr Ilvu. Stólarnir eru úr Módern. Okkur fannst svo skemmtilegt að blanda ýmsum litum saman í staðinn fyrir að hafa allt svart og hvítt. Spegillinn heitir Lucio og er hönnun eftir Sigga Anton. Hér er hægt að slappa vel af eftir langan vinnudag. Eldhúsið er opið rými sem mér þykir einstaklega kósý. Við eldum voða- lega mikið þannig að þessi staður er í raun hjarta heim- ilisins. Trjádrumbarnir eru úr sumar- bústaðarsveitinni hjá mömmu minni. Ég ætlaði að nota þá sem útstillingu í búðinni minni en end- aði á því að taka þá heim til mín í staðinn. Málverkið er einnig úr sveitinni en kærastinn minn fékk það að gjöf frá afa sínum. Sigrún Rut Hjálmars- dóttir rekur lífstílsversl- unina NUR en segist vera ákaflega heimakær á fallega heimilinu sínu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.