Fréttablaðið - 25.04.2014, Side 28

Fréttablaðið - 25.04.2014, Side 28
FRÉTTABLAÐIÐ Kristbjörg Jónasdóttir. Heilsa og Tíska. Dagur í lífi Hildar Hilmarsdóttur. Samfélagsmiðlarnir. 6 • LÍFIÐ 25. APRÍL 2014 Helgartilboð kaffidrykkur og ástarpungur 500kr. opið til 22 alla daga. É g hef alltaf heillast af því að verða þjálfari svo það kom ekki mikið annað til greina. Það að geta hjálpað öðrum og miðlað reynslu minni og þekkingu til annarra er eitthvað sem hefur átt hug minn allan í langan tíma. Ég er sjálf algjör íþróttaálfur og hef alltaf verið hugfangin af hreyf- ingu og þeim lífsstíl. Annars hefði ég getað hugsað mér að ger- ast flugfreyja eða tann læknir,“ segir Kristbjörg Jónasdóttir þegar blaðamaður spyr hana út stóru draumana þegar hún var yngri. Kristbjörg býr í Cardiff, höfuðborg Wales, ásamt kærast- anum, Aroni Einari Gunnars- syni, fyrirliða íslenska landsliðs- ins í knattspyrnu, og hundunum Tínu og Ninja. Parið kynntist í lok 2012 í gegnum sameiginlega vini og hafa þau nú búið í Eng- landi undanfarið ár þar sem Aron Einar spilar með Cardiff í ensku úrvalsdeildinni. Heimþráin hefur ekki látið á sér bæra enda eru plönin að vera úti næstu árin, eða þangað til að Aron Einar klárar ferilinn. „Hann er svo ungur enn þá svo hann á nóg inni. Við munum því vera hér áfram og ég get ekki sagt að ég hafi fengið heimþrá enn þá. Mér líkar ótrúlega vel hérna og finnst þetta vera ósköp svip- að Íslandi fyrir utan að maður er ekkert að skreppa eitthvað enda miklu meiri vegalengdir. Að sjálf- sögðu sakna ég vina minna og fjöl- skyldu og er dugleg að fá heim- sóknir eða skjótast heim og tala við þau á Facetime. Ég er einnig svo heppin að vera búin að kynn- ast yndislegu fólki hér og svo hef ég alltaf Aron og hundana okkar tvo sem ég kom með út.“ Knatt- spyrna er mikilvægur þáttur í lífi þeirra beggja. Kristbjörg stendur við bakið á sínum manni og seg- ist fara á alla heimaleikina. Henni finnst fátt skemmtilegra en að sjá kærastann sinn spila. Hins vegar er það annars konar sport sem hefur átt hug hennar allan undan- farin ár, módelfitness. Kolféll fyrir íþróttinni „Ég hef lengi haft áhuga á þessu sporti og ætlaði mér nú alltaf að fara í ICE-Fitness þegar það var í gangi en þá þurfti maður að fara í samanburð, fara í gegnum hraða- braut og gera einhverjar æfingar. Mér fannst það spennandi þar sem ég er svakaleg keppnismann- eskja. Besta vinkona mín keppti í módelfitness vorið 2010 og ég fór að sjálfsögðu að hvetja hana áfram. Þá heillaðist ég strax af þessu og ákvað að fá mér þjálf- ara. Konráð Valur Gíslason, þjálf- arinn minn, hvatti mig til að láta reyna á módelfitness um haustið 2010. Ég skellti mér í það og end- aði í öðru sæti. Þá kolféll ég fyrir þessu.“ Konur hafa margar hverjar verið gagnrýndar fyrir að stunda módelfitness og hafa verið há- værar raddir um hversu öfgafullt þetta getur verið. Hefur hún upp- lifað svoleiðis gagnrýni? „Já, ég hef upplifað það, sumir skilja bara ekkert hvað maður er að gera og til hvers maður gerir þetta því það er ekki mikið upp úr þessu að hafa. Maður fær skrýtið augnaráð þegar maður tekur upp nestisboxið sem maður er með alla daga og fólki finnst óskiljanlegt þegar maður afþakkar köku í miðri viku.“ Heilbrigði snýst ekki um öfgar „Ef maður ætlar að ná þeim árangri sem maður vill þá þarf maður bara að fórna ýmsu. Þetta snýst samt fyrst og fremst um það að lifa heilbrigðu lífi, vera dugleg að æfa og borða hollt og verðlauna sig svo með nammi- degi. Þetta þarf ekkert að vera öfgafullt og flestar þessara stelpna sem stunda þetta eru held ég ekki að fara með þetta í öfgar. Það er þá kannski einna helst þær sem ætla sér að missa mikið á stuttum tíma og það er alls ekki algengt. Flestallar reyna bara að borða hollt allan ársins hring. Aginn þarf að vera mik- ill því það eru endalausar freist- ingar í kringum mann. Þegar ég er í undirbúningi þá er ég ekkert alltaf að skreppa út að borða með vinunum eða þess háttar því ég þarf að sjálfsögðu að fylgja mínu plani. Sumir lenda í því að þurfa að elda sérstaklega fyrir sjálfan sig og svo eitthvað annað fyrir maka eða fjölskyldu og það getur oft bara verið erfitt.“ Þessi lífsstíll krefst mikils aga Kristbjörg starfaði hjá World Class sem einkaþjálfari og kenndi nám- skeiðin Fitness Form og Buttlift. Í dag leiðbeinir hún fólki í gegn- um fjarþjálfun. „Ég trúi því að þetta sé fyrir alla þá sem hafa virkilegan vilja til að gera þetta. Þetta krefst mikils aga og maður er í rauninni að tileinka sér þenn- an lífsstíl og þarf að hafa mikinn metnað fyrir því sem maður er að gera. Þetta er mikil vinna. Það er eitt að vera í flottu formi og annað að koma sér í þetta svokallaða „sviðsform“. Þess vegna hvet ég allar þær stelpur sem vilja prófa að keppa að fá sér góðan þjálf- ara sem leiðbeinir þeim því það þarf að vera góð eftirfylgni eftir mót líka. Maður æfir svo mikið og eftir mót eiga sumir það til að missa sig í mataræðinu og sleppa æfingum. Það er því mikilvægt að trappa sig hægt niður og halda rút- ínunni áfram og mæta í morgun- brennsluna. Þetta getur verið ótrú- lega erfitt og margir gera sér ekki grein fyrir því. Ég væri ekki að gera þetta nema að mér þætti þetta skemmtilegt. Mér finnst frábært að setja sjálfri mér áskoranir og sjá hvernig ég get breytt líkama mínum en það koma að sjálfsögðu tímabil þegar ég er í niðurskurði og allt er ómögulegt. Ef ég er í undirbúningi fyrir mót þá æfi ég tvisvar sinnum á dag, sex daga vikunnar, semsagt tólf sinnum í viku. Þá er ég að taka brennslu á morgnana og lyfta á kvöldin. Annars fer ég sex til níu sinnum í viku. Þá er ég að lyfta sex sinnum í viku en tek kannski þrjár brennslur aukalega. Ég er alltaf með einn heilagan hvíldar- dag. Það koma alveg tímabil þar sem maður slakar kannski aðeins meira á en venjulega en ég reyni að halda mér í formi þannig að ég þurfi ekki mikinn tíma til undir- búnings ef ég þarf að fara í mynda- töku, keppni eða eitthvað slíkt. Þannig líður mér vel og er ánægð með sjálfa mig.“ Strong is the new sexy Fitness-keppnir hafa færst í aukana undanfarin ár á Íslandi og núna um páskana fór fram fjöl- mennasta mót sem haldið hefur verið frá upphafi. Alls stigu 155 keppendur á svið og í ár eru tutt- ugu ár síðan fyrsta fitness-mótið var haldið hér á landi. Hver heldur Kristbjörg að sé aðalástæða þess að stúlkur fara á fullt í fitness? „Það byrjaði fyrir einhverju síðan að fólk var að tala um að „Strong is the new skinny“ og „Strong is the new sexy“. Þetta fór á flug og ég er ótrúlega ánægð með það þar sem KRISTBJÖRG JÓNASDÓTTIR ÉG ER SVAKALEG KEPPNISMANNESKJA Kristbjörg Jónasdóttir hefur gert fi tness að lifi brauði sínu. Hún kolféll fyrir sportinu fyrir nokkrum árum og hefur helgað sig heilbrigðum lífsstíl allan ársins hring. Kristbjörg deilir lífi sínu í Englandi með Aroni Einari Gunnarssyni, kærasta sínum, en hann spilar knattspyrnu með Cardiff í ensku úrvals- deildinni. Lífi ð ræddi við hana um ástina, búsetuna erlendis og sjálfsagann sem er mikilvægur til að ná settum markmiðum. NAFN Kristbjörg Jónasdóttir ALDUR 26 ára STARF Einkaþjálfari HJÚSKAPARSTAÐA Í sambandi BÖRN Engin börn

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.