Fréttablaðið - 25.04.2014, Page 29

Fréttablaðið - 25.04.2014, Page 29
FRÉTTABLAÐIÐ LÍFIÐ 25. APRÍL 2014 • 7 Myndaalbúmið einu sinni var alltaf reynt að vera eins mjór og mögulegt var. Ég held að flestar stelpur í dag vilji bara vera í góðu líkamlegu formi, geta lyft og gert alls konar æfingar og haft tónaðan íþróttamannslegan líkama sem mér finnst bara frá- bært. Boðskapurinn og þetta sport er orðið svakalega vinsælt út um allan heim. Við eigum ótrúlega margar flottar stelpur heima sem eiga mikla möguleika úti í keppni og það hafa margar verið að gera mjög góða hluti.“ Kristbjörg keppti á UK Natio- nals fitness-mótinu í síðustu viku og nældi sér í annað sætið sem er hennar besti árangur hingað til. Árið 2012 lenti hún í 5. sæti á Heimsmeistaramóti WBFF og árið 2011 lenti hún í 2. sæti á Arn- old Classic Europe Bikini Fitness. „Þeir sem enda í þremur efstu sæt- unum í þessari keppni fá boð um að keppa á alþjóðlegum stór mótum og leyfi til að keppa á stærsta mótinu hér í Englandi sem heitir British Finals og er alltaf haldið á haustin. Ég stefni á að reyna að bæta sjálfa mig, keppa meira og ná eins langt og ég mögulega get. Það er ýmislegt í gangi sem von- andi gengur upp en það á allt eftir að koma í ljós.“ Erlendis gengur hún undir nafn- inu Kris J. Hvernig kom það til? „Þegar ég fór fyrst út að keppa árið 2011 þá áttaði ég mig bara á því að ég þyrfti að stytta nafnið mitt eða finna eitthvað því það var vonlaust fyrir fólk að bera það fram. Ég hef mikið verið að vinna með frábærum mönnum, þeim Snorra og Hallmari, sem eru á fullu í markaðsbransanum þannig að þeir hjálpuðu mér að finna styttingu á nafninu sem væri grípandi en einnig auðvelt að muna og bera fram. Kris kemur bara úr byrjuninni á nafninu mínu og J er vegna þess að ég er Jónasdóttir.“ Fótboltalífið í Englandi Þrátt fyrir að árangur Krist- bjargar í síðustu keppni hafi ratað í The Daily Mail hefur breska pressan látið parið í friði að mestu. Lífsstíll fótboltafrúa erlendis hefur verið umdeildur en breska slúðurpressan kallar kærustur og eiginkonur fótboltamanna WAGs. Verður Kristbjörg vör við þennan WAGs-lífstíl sem oft er rætt um erlendis? „Það var búið að vara mig við áður en ég flutti hingað út að þessar konur gætu verið uppstríl- aðar á leikjum og jafnvel væri mikið snobb og samkeppni í gangi, svo það kom mér skemmtilega á óvart að þær eru alls ekki þannig. Mér finnst þetta í raun ekkert öðruvísi hér en heima og ég get ekki sagt að ég finni neitt fyrir þessum WAGs-lífsstíl, sem betur fer. Allt er bara voðalega eðlilegt. Ég er búin að eignast góðar vin konur hér og þær eru nú flest- allar bara svakalega jarðbundnar og yndis legar. Það eina sem ég upp- lifi hér sem er svolítið öðruvísi er að Aron er reglulega stöðvaður af aðdáendum í verslunarmiðstöðinni þar sem fólk biður um eigin handar- áritun og ljósmynd með honum.“ Í sumar er parið væntanlegt til landsins. „Við ætlum að koma heim, nota sumarfríið í slökun og fara hringinn í kringum landið. Aron mun síðan halda heljarinnar afmælis veislu fyrir vini og vanda- menn á Akureyri en hann varð 25 ára í vikunni. Að lokum ætlum við að skella okkur til Dúbaí áður en hann fer að spila aftur.“ Módelfitness á hug hennar allan. ● Kærustuparið saman. ● Kristbjörg nældi sér í annað sætið á UK Nationals mótinu í vikunni. ● Ástfangin, Aron og Kristbjörg. Maður fær skrýtið augnaráð þegar maður tekur upp nestisboxið sem maður er með alla daga og fólki finnst óskiljan- legt þegar maður afþakkar köku í miðri viku.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.