Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.05.2014, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 09.05.2014, Qupperneq 4
9. maí 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 24.910 tonn af kjöti runnu ofan í landsmenn á síðasta ári. Nær þriðjungur, 31,8 prósent, var alifuglakjöt, sem var mest selda kjöttegundin. Um 26,5 prósent var kindakjöt. Heimild: Bondi.is FERÐAÞJÓNUSTA Gosminjasafnið Eldheimar í Vestmannaeyjum verður opnað 23. maí og eru iðnaðarmenn þessa dagana að leggja lokahönd á húsnæðið. Fullt miðaverð er 1.900 krónur en fyrstu helgina fá heimamenn frítt inn. Bæði innlendir og erlendir hópar hafa boðað komu sína á safnið, þar á meðal Danir og Þjóðverjar. Í júní munu norrænir ráð- herrar á vegum velferðarráðuneytisins einnig koma í heimsókn. „Norðurlöndin voru betri en enginn fyrir okkur í gosinu og hugsuðu um okkur þegar illa stóð á sínum tíma,“ segir Kristín Jóhannes dóttir, sem hefur verið viðloðandi Eldheima frá byrjun. „Ég er rosalega ánægð með safnið og verð ánægðari með hverjum deginum sem ég kem þangað.“ Eldheimar kosta um níu hundruð milljónir króna. „Það kostar peninga að búa til peninga. Við ætlum okkur að þetta verði mikið aðdráttar- afl fyrir ferðaþjónustu og það er stefnt að því að safnið skili tekjum,“ segir hún. - fb Gosminjasafnið Eldheimar í Vestmannaeyjum verður opnað eftir tvær vikur og margir eru á leiðinni: Norrænir ráðherrar heimsækja Eyjamenn Það kostar peninga að búa til peninga. Kristín Jóhannesdóttir ELDHEIMAR Safnið verður opnað í Vestmannaeyjum eftir um tvær vikur. MYND/ÓSKAR PÉTUR FRIÐRIKSSON DÓMSMÁL Þórhallur Ölver Gunn- laugsson hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi í Hæsta- rétti fyrir að hóta tveimur lög- reglumönnum lífláti. Hann er jafnframt dæmdur fyrir að hafa haft undir höndum tvö grömm af alsælu og tæplega tvö grömm af amfetamíni. Þórhallur sagði lögreglumönn- unum að hann ætlaði á manna- veiðar og að hann ætlaði sér að koma heim til þeirra og skjóta þá. Þórhallur Ölver er jafnan kall- aður Vatnsberinn fyrir umfangs- mikið skattsvikamál í tengslum við vatnsverksmiðjuna Vatnsber- ann árið 1995. Hann hlaut þungan dóm árið 2000 fyrir að verða manni að bana. - ssb Var í vímu og hótaði lögreglu: Vatnsberinn dæmdur á ný HEILBRIGÐISRÁÐHERRA Krist- ján Þór Júlíusson heilbrigðis- ráðherra segir varnarbaráttu að baki og tíma sóknar og upp- byggingar tek- inn við. Þetta kom fram í ræðu Kristjáns þar sem hann ræddi um bygg- ingaráform og húsnæðismál á ársfundi Land- spítalans í vik- unni. Ráðherra benti á að þjóðin eigi bundið fé í fyrirtækjum og fasteignum. „Það er tímabært að við ræðum opinskátt og án upphrópana hvort ekki sé skyn- samlegt að losa um eitthvað af þessum eignum og nýta fjár- munina í að reisa þjóðarsjúkra- hús. Þannig forgangsröðum við í þágu allra landsmanna,“ sagði Kristján Þór. - gar Ráðherra á Landspítalafundi: Vill sölu eigna fyrir sjúkrahús KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá HELGARVEÐRIÐ Rólegt veður um allt land um helgina. Vindáttin verður áfram norðaustlæg og lítur út fyrir hægt kólnandi veður einkum um norðan og austanvert landið. Yfirleitt úrkomulítið en þykknar upp syðra á sunnudaginn. 6° 7 m/s 9° 6 m/s 10° 3 m/s 10° 3 m/s 5-10 m/s. 3-8 m/s. Gildistími korta er um hádegi 16° 32° 12° 19° 17° 13° 18° 15° 15° 23° 17° 24° 24° 22° 24° 18° 15° 19° 10° 2 m/s 9° 6 m/s 5° 5 m/s 5° 6 m/s 6° 5 m/s 8° 6 m/s 4° 7 m/s 12° 8° 6° 2° 10° 6° 5° 3° 8° 2° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur SUNNUDAGUR Á MORGUN LÖGREGLUMÁL Fimm piltar voru í gær leiddir fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur vegna gruns um hópnauðgun stúlku. Þeir eru á aldrinum sautján til nítján ára og því er ljóst að sumir þeirra eru ekki orðnir lögráða. Atvikið átti sér stað aðfaranótt sunnudagsins 4. maí síðastliðinn í heimahúsi í Efra-Breiðholti. Lög- regla gat staðfest að ekki hefði verið tilkynnt um málið til lög- reglustöðvarinnar í Breiðholti það kvöld sem verknaðurinn átti sér stað. Fréttablaðið hefur ekki upplýsingar um hvort stúlkan leitaði sér aðstoðar á neyðar- móttöku fyrir þolendur kyn- ferðisofbeldis í Fossvegi. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er fórnarlambið sextán ára stúlka sem var stödd í sam- kvæmi með mönnunum fimm. Áfengi var haft um hönd en ekki fíkniefni, eftir því sem Frétta- blaðið kemst næst. Fórnar lambið og árásarmennirnir eru flest í sama framhaldsskóla. Á miðvikudag kærði stúlkan alla piltana til lögreglu fyrir nauðgun. Rannsókn lögreglu fór í kjölfarið af stað sem leiddi til þess að mennirnir voru hand- teknir á miðvikudagskvöld en krafist var gæsluvarðhalds yfir þeim á fimmtudag. Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu fer fram á vikulangt gæslu- varðhald yfir mönnunum en dóm- ari tók sér frest til klukkan ellefu í dag til að ákveða hvort dóm- urinn verði við kröfu lögreglu. Mennirnir verða í haldi lögreglu þar til úrskurður liggur fyrir. Verði mennirnir ákærðir fyrir brotið og fundnir sekir eiga þeir yfir höfði sér eins til sextán ára fangelsi. Samkvæmt lögum skal sú staðreynd að fórnarlambið er undir átján ára aldri vega til þyngingar refsingarinnar. Refsi- ramminn í nauðgunarmálum hefur aldrei verið fullnýttur en þyngstu dómar sem fallið hafa á Íslandi fyrir nauðgun eru átta ára fangelsi. Verjendur mannanna vildu ekki tjá sig við Fréttablaðið um málið en sögðu það á afar við- kvæmu stigi. Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu sendi tilkynningu frá sér vegna málsins í gærkvöldi en vildi ekki tjá sig neitt frekar að svo stöddu. Ekki er vitað hvort Barnaverndarnefnd hafi verið kunngjört um málið en vegna aldurs fórnarlambs og aldurs þeirra grunuðu ber að tilkynna henni um málið. snaeros@frettabladid.is Sextán ára kærir fimm pilta fyrir hópnauðgun Fimm menn á aldrinum sautján til nítján ára hafa verið kærðir fyrir hópnauðgun. Samkvæmt kæru átti atvikið sér stað í samkvæmi í austurhluta borgarinnar um síðustu helgi. Lögreglan fer fram á að mennirnir verði í gæsluvarðhaldi til 15. maí. LEIDDIR ÚR DÓMSAL Mennirnir fimm voru leiddir fyrir dómara í gær en hann bað um frest til að ákveða hvort gæsluvarðhaldskrafa lögreglunnar verður tekin til greina. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Sturtusett Verð frá kr. 66.900 Gæði fara aldrei úr tísku DÓMSMÁL Ekki er talin þörf á að hækka tekjuviðmið vegna gjaf- sókna þrátt fyrir að um fjórð- ungi umsókna um gjafsókn hafi verið hafnað undanfarin ár. Þetta kemur fram í svari innanríkis- ráðherra við fyrirspurn Willums Þórs Þórssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, á Alþingi. Alls sóttu 579 um gjafsókn á síðasta ári en 148 var hafnað. Af þeim umsóknum sem var hafnað var ástæðan í 72 tilvikum sú að ekki þótti tilefni til máls höfðunar en í 52 tilvikum var fjárhagsstaða umsækjanda yfir mörkum. Þá var umsóknum vísað frá í 24 til- vikum af ýmsum ástæðum. - bj Alls 579 sóttu um gjafsókn: Fjórðungur fær ekki gjafsókn SAMFÉLAGSMÁL Viskubrunnur hlaut Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2014 við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Verkefnið, sem er unnið á Seyðis firði, er spurningakeppni þar sem foreldrar, starfsfólk og nemendur Seyðisfjarðar- skóla sameina krafta sína við undirbúning og safna í leiðinni fyrir skólaferðalagi 9. og 10. bekkja skólans til Danmerkur. Hvatningar verðlaun 2014 hlaut verkefnið Söguskjóður sem er starfrækt á Dalvík. Þá var Helga Margrét Guðmundsdóttir kjörin dugnaðarforkur Heimilis og skóla 2014. Hún hlaut viðurkenninguna fyrir eflingu foreldrastarfs og borgaravitundar. - fb Foreldraverðlaun afhent: Viskubrunnur með verðlaun Í DÓMSAL Svipaður fjöldi sótti um gjafsókn í fyrra og síðustu ár.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.