Fréttablaðið - 09.05.2014, Side 24

Fréttablaðið - 09.05.2014, Side 24
9. maí 2014 FÖSTUDAGUR| TÍMAMÓT | 24TÍMAMÓT Þökkum auðsýnda samúð vegna fráfalls okkar ástkæra ARTHURS ÞÓRS STEFÁNSSONAR. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir góða umönnun. Áslaug Arthursdóttir Oddgeir Þór Árnason Nanna Arthursdóttir Guðbergur Þorvaldsson Þorsteinn Arthursson Guðrún Petra Guðnadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN ÓSKARSSON fv. stöðvarstjóri Flugleiða í Keflavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut 5. maí. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 12. maí kl. 13.00. Hafdís Hlíf Sigurbjörnsdóttir Björn Jónsson Anna Kristín Daníelsdóttir Óskar Örn Jónsson Gerður Ríkharðsdóttir Sigmar Jónsson Birna Björg Másdóttir og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, BJÖRN ÞORBJÖRNSSON húsgagnabólstrari frá Kirkjubæ í Vestmannaeyjum, Hraunbæ 180, Reykjavík, lést þriðjudaginn 29. apríl sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Kristín Vilhjálmsdóttir (Krista) Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR JÓNSSON Hnjúkaseli 11, Reykjavík, andaðist á heimili sínu miðvikudaginn 7. maí 2014. Brynja Baldursdóttir Magnea Guðmundsdóttir Haukur Sigurðsson Jónína Guðmundsdóttir Daníel Rafn Guðmundsson Bergrún Lind Jónasdóttir Tinna Rut, Sigurður, Telma Sif, Sæbjörn Rafn, Brynja Sól og Saga Lind. MERKISATBURÐIR 1768 Rannveig Egilsdóttir tekur ljósmóðurpróf, hið fyrsta sem skráð er hérlendis, að Staðarfelli í Dölum. 1855 Konungur gefur út tilskipun sem lögleiðir prentfrelsi á Íslandi. 1874 Fyrsti strætóinn dreginn af hestum keyrir um borgina Mumbai. 1941 Guðrún Á. Símonar söng í fyrsta sinn opinberlega, þá sautján ára, með danshljómsveit Bjarna Böðvarssonar. 1949 Rainier III. verður Mónakóprins. 1955 Vestur-Þýskaland gengur í NATO. 1964 Verkamannasamband Íslands stofnað. 1974 Rithöfundaþing hefst og rithöfundar sameinaðir í einu stéttarfélagi, Rithöfundasambandi Íslands. 1977 33 látast í eldsvoða á Polen-hótelinu í Amsterdam og 21 slasast alvarlega. 1982 Fyrsta Íslandsmótið í vaxtarrækt haldið í Reykjavík. Hrafn- hildur Valbjörnsdóttir og Guðmundur Sigurðsson eru hlutskörpust. 2001 129 fótboltaaðdáendur láta lífið í Accra Sports Stadium- hörmungunum í Gana. „Nú eru fimm ár síðan við byrj uðum á þessu brasi. Þetta var náttúrulega sjokk fyrir okkur. Þetta gerðist aðeins hraðar en við hefðum viljað. Í hunda- árum erum við á besta aldri. Við erum að komast á grunnskólaaldurinn og hættir í leikskólagríninu,“ segir Jóhann Alfreð Kristinsson. Hann skip- ar grínhópinn Mið-Ísland ásamt þeim Halldóri Halldórssyni, betur þekktur sem Dóri DNA, Berg Ebba Benedikts- syni, Birni Braga Arnarssyni og Ara Eldjárn. Hópurinn fagnar fimm ára afmæli sínu um þessar mundir. „Fyrsta giggið okkar var á skemmti- staðnum Karamba árið 2009. Það var rosaskemmtilegt – frítt inn og allt stappað. Þá var ég í hópnum með Ara, Bergi Ebba, Dóra og Árna Vilhjálms- syni. Ég, Ari og Árni vorum allir að þreyta okkar frumraun í þessu og þetta var mjög eftirminnilegt og skemmtilegt kvöld. Bergur og Dóri höfðu verið með uppistand á Prikinu nokkrum vikum fyrr þar sem Bergur talaði að ég held í fjörutíu mínútur og Dóri í fimmtíu mínútur. Það var ekki mikið verið að stytta mál sitt á þess- um tíma. Í minningunni var þetta mjög þétt þótt það standist örugglega ekki skoðun í dag,“ segir Jóhann. Strákarnir þekktust allir fyrir og var það Bergur Ebbi sem tók sig til og stofnaði hópinn. „Hann plataði mig og Ara í þetta og hafði trú á því að við værum fyndnir náungar. Ég var ekki viss þegar hann hafði samband við mig en Ari var til þannig að ég sló til líka.“ Nokkru síðar hætti Árni í hópnum og tók Björn Bragi við keflinu árið 2010. Jóhann er gríðarlega ánægður með þær viðtökur sem hópurinn hefur fengið á þessum fimm árum. „Það er ótrúlega gaman hvað þetta hefur vaxið rosalega og stækkað með hverju árinu. Ég held að sýninga röðin okkar núna standi upp úr. Við erum búnir að fá rúmlega fimmtán þúsund manns á sýningar í vetur. Þetta er búið að vera geggjað. Við erum í skýjun- um,“ segir Jóhann. Þeir félagar halda einmitt óbeint upp á afmælið í kvöld þegar þeir sýna tvær lokasýningar af uppistandinu sínu í Þjóðleikhúskjall- aranum. „Það eru aðeins örfáir miðar eftir. Þetta eru allra síðustu forvöð til að sjá þessa sýningu okkar,“ bætir Jóhann við en allt er opið í framtíð Mið-Íslands. „Bergur Ebbi er að fara í nám til Kanada í eitt og hálft ár en við höld- um áfram að grínast og gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Jóhann en vill ekki gefa upp nákvæmlega hvað það verður. „Bergur Ebbi hefur verið rosalegur mótor í þessum hóp. Hann setti hann saman og fann nafnið. Þessi hópur hefði aldrei orðið til hefði ekki verið fyrir Berg Ebba.“ liljakatrin@frettabladid.is Hættir í leikskólagríninu Grínhópurinn Mið-Ísland fagnar fi mm ára afmæli sínu um þessar mundir. Fyrsta uppi- standið var á skemmtistaðnum Karamba sem einn meðlimanna, Jóhann Alfreð Kristins- son, segir hafa verið eft irminnilega stund. Þeir halda óbeint upp á afmælið í kvöld. Kvikmynd leikstjórans Alfreds Hitchcock, Vertigo, var heimsfrumsýnd í San Francisco á þessum degi árið 1958. Sagan var byggð á skáldsögunni D’entre les morts eftir Boileau-Narcejac sem kom út árið 1954. Í myndinni leikur James Stewart fyrr- verandi lögreglumann sem neyðist til að setjast snemma í helgan stein þar sem hann þjáist af mikilli lofthræðslu. Í kjölfarið ræður kunningi hans hann sem einkaspæjara og biður hann um að fylgjast með konu sinni. Myndin er hvað þekktust fyrir að nota „dolly zoom“, myndavélabrellu sem brenglar dýptarsýn og skapar áhrif ruglings og ringulreiðar. Í daglegu tali eru þessi áhrif oft kölluð Vertigo-áhrifin. Myndin fékk misjafna dóma þegar hún var frumsýnd en nú er oft litið á hana sem eina af klassískum myndum Hitchcocks. Hún var valin besta mynd allra tíma í gagnrýnendakönnun British Film Institute Sight & Sound árið 2012 og var einnig nefnd ein af bestu myndum allra tíma af tímaritinu Empire. Á kvik- myndasíðunni IMDb.com fær hún 8,5 stig af tíu mögulegum. ÞETTA GERÐIST 9. MAÍ 1958 Kvikmyndin Vertigo heimsfrumsýnd Evrópustofa blæs til hátíðartónleika í Eldborgarsal Hörpu í dag í tilefni Evr- ópudagsins 2014. Þar verður grísk tón- list í forgrunni, flutt af Caput- hópnum, í fylgd Geoffrey Douglas Madge og Þóru Einarsdóttur, sem og af grísku rebetiko-hljómsveitinni Pringipessa Orchestra. „Leiðarstef tónleikanna verður grísk tónagleði en Grikkland fer með for- mennsku í ráðherraráði Evrópusam- bandsins um þessar mundir. Caput- hópurinn ríður á vaðið fyrir hlé með mögnuðum verkum eftir gríska tón- skáldið Nikos Skalkottas og útfærslum Maurice Ravel á grískum þjóðlögum. Caput-hópurinn verður ekki einn á ferð en með honum koma fram hinn heims- þekkti ástralski píanóleikari Geoffrey Douglas Madge ásamt hinni ástsælu íslensku sópransöngkonu Þóru Einars- dóttur,“ segir Dóra Magnúsdóttir hjá Evrópustofu. Eftir hlé stígur gríska hljómsveitin Pringipessa Orchestra á svið og leikur rebetiko-lög eftir þjóðlagaskáldið og bouzouki-spilarann Vasílis Tsitsánis. - lkg Grísk tónagleði leiðarstef Sérstakir hátíðartónleikar verða haldnir í Hörpu í dag í tilefni Evrópudagsins. ÞENUR RADDBÖNDIN Þóra Einarsdóttir flytur grísk þjóðlög í útsetningu Ravel. Bergur Ebbi hefur verið rosalegur mótor í þessum hóp. Hann setti hann saman og fann nafnið. Þessi hópur hefði aldrei orðið til hefði ekki verið fyrir Berg Ebba. Jóhann Alfreð Kristinsson. GUÐRÚN Á. SÍMONAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.