Fréttablaðið - 09.05.2014, Page 51

Fréttablaðið - 09.05.2014, Page 51
FÖSTUDAGUR 9. maí 2014 | MENNING | 35FÖ STU D AG U R EKKI MISSA AF HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Tónleikar 12.00 Á næstu tónleikum tónleikaraðarinnar, Á ljúfum nótum mun Ingrid Örk Kjart- ansdóttir flytja jazzballöður úr ýmsum áttum í hádeginu í Háteigskirkju. Ásamt henni leika Leifur Gunnarsson á kontrabassa og Vignir Þór Stefánsson á píanó. 22.00 Blúsmenn Andreu skemmta á Café Rosenberg. Aðgangseyrir er 2.000 krónur. 22.00 Sjötta label-kvöld útgáf- unnar Lagaffe Tales á Kaffi- barnum. Félagið hefur verið að vinna í útgáfum fyrir sumarið og er með mörg skemmtileg járn í eldinum. Á meðal flytjenda eru Cream & Sugah, Viktor Birgiss, Housekell, Darri og Lagaffe Tales. Í lok kvölds taka svo Lagaffe-strákarnir Viktor og Jónbjörn við keflinu og spila til lokunar. Dansvæn hústónlist og fjör til lokunar. Sýningar 16.00 Myndasögusýning á verkum listamannsins Jan Pozok verður opnuð í mynda- sögudeild Borgarbókasafnsins. Jan Pozok, eða Jean Posocco eins og hann heitir réttu nafni, er fæddur í Frakklandi 1961. Hann hefur myndskreytt barnabækur síðan 1989. Þekkt- asta bókaserían sem hann hefur teiknað er Krakkarnir í Kátugötu sem Samgöngustofa gaf út fyrst 2004, en henni er dreift í alla leikskóla á landinu. Á sýningunni, sem staðsett er í aðalsafni Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15, í myndasögu- deild á annarri hæð, má finna ýmis dæmi um myndasögur listamannsins, aðallega þó úr bókunum þremur. 17.00 Ragnar Þórisson opnar sýningu í Tveimur hröfnum listhúsi, Baldursgötu 12. Allir velkomnir. 20.00 15 stelpur í lokaáfanga í fatahönnun í Fjölbrautaskól- anum í Garðabæ verða með tískusýningu á Kjarvalsstöðum. DJ Hanna Rún sér um tónlist. Uppákomur 15.00 Afmælisráðstefna til heiðurs Jóhannesi Nordal. Ráðstefnan er haldin af Hag- fræðideild Háskóla Íslands og Seðlabanka Íslands í til- efni af níræðisafmæli hans. Ráð stefnan verður haldin í Hátíðar sal Háskóla Íslands. Meðal fundarmanna verða Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri, Jón Sigurðsson, fyrrver- andi ráðherra og seðlabanka- stjóri, og Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. 17.00 Kokteilpartý í ELLU búðinni, Ingólfsstræti 5. Í til- efni sumars verður boðið upp á 20% afslátt af öllu vörum í partýinu. Hlynur, einkabarþjónn ELLU býr til sumarkokteila úr Grand Marnier og DJ Yamaho þeytir skífum. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Það leynist rusl út um allt Nánari upplýsingar á reykjavik.is/tiltektarhelgi Í garðinum heima, á leikvöllum, á opnum svæðum og gangstéttum. Ekki er átt við garðaúrgang heldur fyrst og fremst rusl. Best er að skila endurvinnanlegum úrgangi á endurvinnslustöðvar. Allir geta verið með Foreldrar og börn, afar, ömmur, frænkur og frændur. Nágrannar, vinir, vinnufélagar og skólasystkini. Stórir hópar og einstaklingar. Við hvetjum alla til að hjálpast að við að taka til í borginni fyrir sumarið. Þú færð poka hjá Olís Hægt er að nálgast ókeypis ruslapoka til að tína í á næstu Olísstöð. Starfsfólk Reykjavíkur- borgar keyrir um borgina og hirðir pokana mánudaginn 12. maí. Þegar vorar kemur ruslið í ljós, öllum til ama. Þess vegna hvetjum við borgarbúa til að fara út og hreinsa burt rusl í sínu nærumhverfi um næstu helgi. Í REYKJAVÍK Blúsmenn Andreu Stórsöngkonan Andrea Gylfadóttir heldur tónleika ásamt blúsmönnum sínum í kvöld á Cafe Rósenberg. Hljómsveitin er þekkt fyrir sína frábæru tónleika. Í ljósi reynslunnar nefnist afmælisráðstefna til heiðurs Jóhann- esi Nordal í tilefni af níræðisafmæli hans. Ráðstefnan verður haldin í Hátíðarsal Háskóla Íslands í dag frá klukkan þrjú til fimm og er haldin af hagfræðideild Háskóla Íslands og Seðla- banka Íslands. Fimm erindi verða flutt á ráðstefnunni en meðal þeirra er erindið Jóhannes Nordal og peningamál á seinni hluta tuttugustu aldar sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri flytur. Einnig mun Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóri, flytja erindið Jóhannes Nordal – fjölhæfur forystumaður. Þá mun Ásgeir Jónsson, lektor við hagfræðideild Háskóla Íslands, flytja erindið Aftur til fortíðar? Er stýring peningamagns með bindi- skyldu framtíðin? Fundarstjóri verður Sveinn Agnarsson. Í ljósi reynslunnar Jóhannes Nordal er íslenskur hagfræðingur og fyrrverandi bankastjóri Seðlabanka Íslands. ÁHRIFA MIKILL Jóhannes Nor- dal hefur haft gríðarleg áhrif á peningamál á Íslandi en hér er hann til hægri ásamt Matthíasi Johannessen til vinstri í Vatndalsréttum árið 1993.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.