Fréttablaðið - 26.05.2014, Page 4

Fréttablaðið - 26.05.2014, Page 4
26. maí 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 4 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ FISKIKÓNGURINN HÖFÐABAKKA 1 v/Gullinbrú SÍMI 555 2800 FISKIKÓNGUR S0GAVEGI 3 SÍMI 587 775 www.fiskikongurinn.is LAUSFRYSTIRLAUSFRYSTAR 2 FYRIR 1 INN 5 ÞÝSKALAND „Landið okkar þarf á innflytjend- um að halda,“ sagði Joachim Gauck Þýska- landsforseti í ræðu í síðustu viku. Hann sagði innflytjendur auðga þýskt samfélag og þótt breytingarnar geti stundum verið erfiðar þurfi enginn að óttast það sem við tekur. „Við eigum að hætta að tala um „okkur“ og „hina“. Hugtakið „við“ hefur fengið nýja merk- ingu, sem er eining hinna ólíku,“ sagði Gauck í hátíðarræðu sem hann flutti í síðustu viku í til- efni þess að 65 ár eru liðin frá því stjórnarskrá Þýskalands gekk í gildi. Sjálfur hafi hann reynslu af því að heimamenn í Aust- ur-Þýskalandi, þar sem hann bjó, hafi fyrst látið eins og þeir sæju ekki innflytjendur, síðar hafi þeir afneitað þeim og hafnað, smám saman hafi þeir svo farið að umbera þá og loks tekið að líta á þá sem tækifæri og fagna þeim. „Í dag veit ég að við glötum ekki okkur sjálfum, þótt við tökum við fjöl- breytni. Við viljum þetta fjölþætta „við“.“ Þýskaland fékk núgildandi stjórnarskrá sína árið 1949, aðeins örfáum árum eftir að hildarleik heimstyrjaldarinnar lauk með ósigri þýskra nasista. Höfundar hennar lögðu mikla áherslu á að tryggja mannréttindi og útiloka mismunun. Þýski rithöfundurinn Navid Kermani, sem er sonur íranskra innflytjenda, ávarpaði á föstudag þýska þingið í tilefni afmælis stjórn- arskrárinnar. Hann sagði Þjóðverja geta verið stolta af stjórnarskránni, sem tryggi innflytj- endum ekki síður en innfæddum grundvallar- mannréttindi. Hann sagðist fullur þakklæt- is fyrir hönd innflytjenda og fékk hvað eftir annað dynjandi lófaklapp frá þingsalnum. Kermani notaði hins vegar tækifærið einnig til að gagnrýna þýsk stjórnvöld, úr ræðupúlti þingsins, harðlega fyrir stefnu þeirra í inn- flytjendamálum. Hann sagði hart að vita til þess að Þýska- land hafi ekki tekið við nema rétt um 10 þús- und flóttamönnum frá Sýrlandi, eða brotabroti af þeim níu milljónum manna sem hafa flúið borgarastyrjöldina þar. „Enn í dag er fjöldi fólks sem á tilveru sína undir því að önnur lýðræðisleg lönd opni dyr sínar,“ sagði hann, og nefndi bandaríska upp- ljóstrarann Edward Snowden sem dæmi um einn þeirra. „Aðrir drukkna í Miðjarðarhafinu – þúsundir á hverju ári.“ Sérstaklega gagnrýndi Kermani þær breyt- ingar, sem gerðar voru árið 1993 á 16. grein þýsku stjórnarskrárinnar, sem upphaflega tryggði öllum, sem sæta pólitískum ofsóknum í heimalandi sínu, rétt á pólitísku hæli í Þýska- landi. Orðalag þeirrar breytingar hafi verið tyrfið og illa orðað beinlínis í þeim tilgangi að fela það að í reynd hafi breytingin verið þess eðlis að það teljist ekki lengur til mannréttinda að pólitískir flóttamenn fái hæli í Þýskalandi. Þessi gagnrýnisorð hans uppskáru reyndar dynjandi lófatak frá þingheimi, ekki síður en þakklætisorð hans í garð Þýskalands. gudsteinn@frettabladid.is Þýskalandsforseti segir þörf á fleiri innflytjendum Innflytjendamál voru mjög til umræðu í hátíðarræðum þegar haldið var upp á 65 ára afmæli þýsku stjórnar- skrárinnar. Navid Kermani, þýskur rithöfundur af írönskum uppruna, var fullur þakklætis en gagnrýndi jafn- framt harðlega tregðu Þýskalands gagnvart hælisleitendum. Gauck forseti segir þörf á fleiri innflytjendum. JOACHIM GAUCK NAVID KARMANI Karmani er þekktur rithöfundur í Þýskalandi. Hann ávarpaði þýska þingið á föstudag í tilefni af 65 ára afmæli stjórnarskrárinnar. MYND/ÞÝSKA ÞJÓÐÞINGIÐ Enn í dag er fjöldi fólks sem á tilveru sína undir því að önnur lýðræðisleg lönd opni dyr sínar. Navid Kermani, þýskur rithöfundur af írönskum uppruna. 46 ár er meðalaldur starfsfólks við kennslu í grunnskólum. Meðalaldurinn hefur farið hækkandi frá árinu 2000. Árið 1998 var meðal- aldur starfsfólks við kennslu 41,7 ár en var kominn í 46,0 ár haustið 2013. Á þessu tímabili hefur meðalaldur kvenkennara hækkað meira eða úr 41,2 árum í 46,1 ár. Meðalaldur karl- kennara hefur hækkað úr 43,2 árum í 45,4 ár Snjólaug Ólafsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá ÚRKOMA V-TIL í dag og á morgun en þurrt að kalla á miðvikudag. Bjart að mestu NA- til. Milt í veðri 8-16 stig. 8° 7 m/s 10° 9 m/s 11° 8 m/s 9° 10 m/s 3-8 m/s 3-8 m/s Gildistími korta er um hádegi 29° 32° 23° 19° 22° 21° 21° 19° 19° 23° 16° 25° 24° 28° 24° 25° 21° 21° 8° 4 m/s 9° 4 m/s 12° 6 m/s 11° 8 m/s 12° 2 m/s 12° 5 m/s 3° 6 m/s 10° 11° 7° 9° 11° 10° 15° 12° 13° 10° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur MIÐVIKUDAGUR Á MORGUN SVEITARSTJÓRNARMÁL Vilja stofna öldungaráð Félag eldri borgara í Hveragerði hefur óskað eftir því við bæjaryfirvöld í Hveragerði að stofnað verði öldunga- ráð í bæjarfélaginu, sem aðeins sé skipað eldri borgurum. Óskar félagið eftir viðræðum við bæjaryfirvöld eftir kosningar. Við því hefur bærinn orðið og hefjast þær fljótlega eftir kosning- arnar 31. maí næstkomandi. LÖGREGLUMÁL Fjórir karlar voru handteknir í verslun við Eiðistorg á laugardagskvöld fyrir að ráðast á mann og sparka ítrekað í höfuð hans. Að sögn lögreglu voru mennirnir allir mjög ölvaðir, allir útlendingar, án skilríkja og neit- uðu að gefa upp nafn. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á slysadeild. Hann var að sögn með áverka í andliti og mjög bólginn. Hann er íbúi í grennd við verslunarmiðstöðina og kveðst aldrei hafa séð fjórmenn- ingana fyrr. - bá Líkamsárás á Eiðistorgi: Spörkuðu í höfuð manns FÓLK Úthafsróðrarbáturinn Auður er lagður af stað til Íslands frá Færeyjum. Ætlað er að lokasprett- urinn taki um viku. Þetta er talið vera í fyrsta skipti í Íslandssög- unni sem báti er róið alla leiðina frá meginlandi Evrópu til Íslands. Auði var róið í fyrra frá Noregi til Orkneyja og Færeyja. Sjóleiðin milli Færeyja og Íslands er ríflega 240 sjómílur. Áætlaður lendingarstaður gæti breyst eftir straumum en áhöfn Auðar stefnir á að koma til hafnar á Höfn í Hornafirði eða Djúpavogi. Í áhöfn síðasta legginn eru Kjartan Jakob Hauksson skipstjóri, Svanur Wilcox, Hálfdán Freyr Örnólfsson og Ingvar Ágúst Þórisson. - bá Auður leggur í hann aftur: Róa frá Fær- eyjum á viku SVEITARSTJÓRNARMÁL Borgar- stjóri og formaður borgarráðs undirrituðu í gær í Kolaportinu samning við rekstraraðila þess um leigu 1. hæðar Tryggvagötu 19. Samningurinn tryggir Kola- portinu húsnæðið út árið 2024. Rekstraraðili Kolaportsins, Portið ehf., framleigir húsnæðið undir markað með sama sniði og verið hefur undanfarin ár. Kola- portið var opnað á núverandi stað 1994 og hafði þá frá 1989 verið í bílageymslu Seðlabankans. - ósk Samningur gildir út 2024: Kolaportið á sínum stað ÚKRAÍNA, AP Útgönguspár bentu til þess í gærkvöldi að milljarða- mæringurinn Petro Porosjenkó hafi haft sigur í forsetakosningum í Úkraínu í gær. Porosjenkó, sem er 48 ára, tók í gær spám um 55,9 pró- sent atkvæða handa honum sem orðnum hlut og sagði verða sitt fyrsta verk sem forseti að sækja heim iðnaðarhéraðið Donbass í austurhluta Úkraínu. Porosjenkó hefur auðgast mjög á sælgætisframleiðslu, en hann hefur verið kallaður „súkkulaði- kóngurinn“. Í yfirlýsingu sinni í gær lofaði Porosjenkó að styrkja tengsl við Evrópusambandið og að koma á friði í austanverðri Úkraínu. Langar biðraðir mynduðust fyrir utan kjörstaði í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, í gær en í Donetsk skutu aðskilnaðarsinnar kjósendum skelk í bringu með því að mölbrjóta kjörkassa á götum borgarinnar. Þar var ekki friður til að kjósa og varpar það skugga á niðurstöðu kosninganna. - kóh SÚKKULAÐIKÓNGURINN Petro Porosjenkó og eiginkona hans greiddu atkvæði í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Spár benda til sigurs í fyrstu umferð forsetakosninga með 55,9% atkvæða: Porosjenkó verður líklega forseti

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.