Fréttablaðið - 26.05.2014, Side 11

Fréttablaðið - 26.05.2014, Side 11
MÁNUDAGUR 26. maí 2014 | FRÉTTIR | 11 *Gegn fra mvísun m iðans. Klip ptu út mið ann og tak tu hann m eð þér í A pótekaran n. gegn fram vísun mið ans.1.000 kr. afsláttur PI PA R \ TBB W A S ÍA 1 41 5 6 6 Einn miði veitir 1.00 0 kr. afslá tt ef verslað er fyrir 5 .000 kr. e ða meira. Gildir til 5 . júní 2014 . Er Apótekarinn nálægt þér? Gildir ekk i fyrir lyf sem heyr a undir g reiðsluþá tttöku Sjú kratryggi nga Íslan ds. Gildir ekki fyrir lyf sem heyra undir greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands. námskeið Skráning í síma 581 1281 "Crash course" í júní Einkatímar 2x í viku í 4 vikur Skráning er hafin www.gitarskoli.is gera gangskör að því að koma þeim sem geta unnið í vinnu. Því þurfi að halda áfram. Vilja skilyrða fjárhagsaðstoð „Við stofnuðum nýja atvinnumála- deild sem hefur það verkefni að koma þeim sem eru í fjárhagsað- stoð í virkni,“ segir Dagur. Sveitarfélög hafa ekki heimild til að skilyrða fjárhagsaðstoðina, en Dagur segir Samfylkinguna vilja að lögum verði breytt til að slík heimild fáist. „Okkur finnst ekki eðlilegt að námsmaður geti rölt inn á hverfa- miðstöð og fengið fjárhagsaðstoð yfir sumarið í stað þess að fá sér vinnu,“ segir Dagur. Hann tekur þó fram að sá hópur sem fái fjár- hagsaðstoð frá borginni sé mjög fjölbreyttur og ekki geti allir í þeim hópi unnið. Samfylkingin leggur áherslu á fjölbreytni í atvinnulífinu. Dagur segir sérstaka áherslu lagða á að laða til borgarinnar ferðamenn sem versli og noti þjónustu í Reykjavík og skilji þar af leiðandi mikið eftir í borginni. Þá segir hann mikla áherslu lagða á skap- andi greinar. Þarf hærri fjárhagsaðstoð Það er mikilvægt að hækka fjár- hagsaðstoð þannig að hægt sé að lifa af aðstoðinni, segir Sóley Tóm- asdóttir, oddviti Vinstri grænna. Flokkurinn er einnig með það á stefnuskrá sinni að hækka húsa- leigubætur þannig að leigumark- aðurinn verði raunhæfur kostur. „Við erum algerlega andvíg því að skilyrða fjárhagsaðstoðina,“ segir Sóley. Hún segir mikilvægt að bjóða upp á fjölbreytt úrræði til að auka virkni þeirra sem þiggja aðstoð, en hafnar því algerlega að skilyrða aðstoðina. „Þetta er síðasta úrræðið fyrir fólk, ef við höfnum einhverjum um þessa aðstoð erum við þar með hætt að vera velferðarsamfélag,“ segir Sóley. Vinstri græn vilja byggja á fjöl- breyttu atvinnulífi með áherslu á ferðaþjónustu, sjávarútveg, rann- sóknir, nýsköpun og skapandi greinar. Sóley bendir á að borg- in sé einn stærsti vinnustaður landsins og leggja verði áherslu á atvinnumál ungs fólks með fjöl- breyttum sumarstörfum og virkni- verkefnum. Allir sem geta unnið fái vinnu Björt framtíð vill áframhaldandi áherslu á átaksverkefni borgar- innar með Vinnumálastofnun, sem hafa gert það að verkum að fjöldi fólks hefur sloppið við að festast í varanlegu atvinnuleysi, segir Sigurður Björn Blöndal, oddviti flokksins í Reykjavík. „Við viljum að öllum sem geta unnið en eru á fjárhagsaðstoð verði boðin vinna eða virkniúrræði,“ segir Björn. „Sumir kalla það skil- yrðingu, en við erum með þessu að reyna að hjálpa fólki til virkni. Fjárhagsaðstoðin er mikilvægt neyðarúrræði, en ekki eitthvað sem fólk ætti að þurfa í langan tíma.“ Hann segir að meta þurfi stöðu þeirra sem fá fjárhagsaðstoð reglu- lega með tilliti til þess hvort þeir eru vinnufærir eða ekki. Augljóst sé að fólk sem er í mikilli neyslu geti verið óvinnufært, og ekki hægt að þvinga það í úrræði gegn þess vilja. Þarf að endurskoða reglurnar „Það er mikilvægt að endurskoða reglur borgarinnar um velferðar- mál,“ segir Sveinbjörg B. Svein- björnsdóttir, oddviti Framsókn- ar og flugvallarvina. Framboðið hefur ekki mótað sér stefnu í þess- um málaflokki. Hún nefnir sem dæmi að náms- maður sem er á vanskilaskrá geti ekki fengið framfærslulán hjá banka meðan hann bíður eftir námslánum, og eðlilegt að borg- in láni fyrir framfærslu í slíkum tilvikum. Sveinbjörg segir að samræma ætti atvinnumál fatlaðra og ófatl- aðra. Borgin sjái í dag um atvinnu- mál fatlaðra, en ríkið sé með ófatlaða. Hún hefur ekki myndað sér skoðun á því hvort færa ætti málaflokkinn allan til ríkisins eða sveitarfélaganna en skoða verði það mál út frá heildarhagmunum. Á FERÐ Í REYKJAVÍK Þegar fólk hefur verið atvinnulaust í þrjú ár missir það rétt til atvinnuleysisbóta. Þá er hægt að leita til sveitarfélaga. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.