Fréttablaðið - 26.05.2014, Síða 20
KYNNING − AUGLÝSING MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2014
Íslensk Ameríska fagnar 50 ára afmæli um þessar mundir.
Fyrirtækið hefur rekið í um 9 ár svokallaða horeca deild
en nafn hennar er dregið af ensku orðunum hotel, res-
taurant og catering. Deildin sérhæfir sig í stóreldhúsvörum
og vörum fyrir matvælaiðnað. Ísam hefur það markmið
að vera með heildarlausnir fyrir alla í fageldhúsum og
matvælaiðnaði. Ísam Horeca samanstendur af fagfólki
úr flestum geirum veitinga og matvælaiðnaðar sem hefur
mikla þekkingu og ástríðu fyrir matargerð ásamt því að
kappkosta að vera með lipra og góða þjónustu.
Að undanförnu hefur Ísam Horeca sankað að sér gæða
vörumerkjum frá Ítalíu. Ítalir eru frægir fyrir pasta, ís,
pizzur, pestó og aðrar gourmet vörur. Ísam telur sig hafa
bestu fáanlegu vörur í þessum flokkum.
Hjá Ísam Horeca má finna Saclavörur fyrir stóreldhús og
þar ber helst að nefna pestó, ólífur, baunir, sósur, niður-
soðið grænmeti og olíur í hæsta gæðaflokki. Sacla hefur
verið á matvörumarkaði í mörg ár og margir íslendingar
þekkja vörurnar en nú eru þær loksins fáanlegar í stóreld-
hússtærðum.
Ef þú vilt ekta ítalska pizzu þá mælir Ísam með Polselli
hveiti. Hveitið er sérstakt að því leyti það er próteinríkt,
þolir mjög háan hita, hefur mikla teygju og bindur í sig
mikið vatn. Frá Polselli er einnig hægt að fá sérstök hveiti
fyrir panettone, croissant, biscotti og kökur.
Dececco pasta er þekkt um heim allan og er stærsta vöru-
merkið í pasta á Ítalíu. Ísam er með nokkrar tegundir af
pasta í stóreldhússtærðum ásamt hágæða ólífuolíu.
Ísgerð er ástríða og tækni sem ítalir hafa fullkomnað og
því hefur Ísam Horeca sótt þekkingu sína í ísgerð þangað.
Nú á næstu dögunum hefja þeir sölu á ísgerðarefnum
frá Fabbri sem er 110 ára gamalt fyrirtæki sem sérhæfir
sig í ísvörum. Hægt er að fá hjá Ísam Horeca bragðefni,
hjálparefni, sósur, ísbox, skeiðar og fleiri vörur tengdar ís.
50 ára afmæli
1 EFSTA HILLAN
Gott er að geyma hér hluti sem notaðir eru oft, á borð við jógúrt, osta og
sósur. Mjólk er líka gott að geyma hér. Ef mjólk er geymd í hillu á hurð
kemst hún í snertingu við heitt loft í hvert sinn sem ísskápurinn er opnaður
og endist ekki eins lengi.
Raðað rétt í ísskápinn
Ekki er sama hvernig gengið er um ísskápa. Til að matvælin geymist sem best
þarf að raða rétt í skápinn, stilla hann rétt og passa að hlaða ekki of miklu í
hann. Þá skal einnig að hafa í huga að sum matvæli eiga alls ekki heima í ísskáp.
Tómatar verða bragðlausir af því að vera í ísskáp og
fá auk þess óspennandi áferð. Þá hafa tómatar einnig
slæm áhrif á aðra ávexti eða grænmeti þar sem þeir
gefa frá sér efni sem veldur því að þau skemmast fyrr.
Tómata skal geyma í skál eða körfu á borðinu.
Basilíka skemmist hraðar í ísskápnum og dregur í sig
lykt frá matnum í kring. Best er að geyma hana á borði.
Kartöflur geymast illa í ísskáp og ætti fremur að
geyma í pappírspoka á svölum – en ekki köldum – stað.
Laukur myglar hraðar í ísskáp vegna raka. Hann ætti
fremur að geyma á þurrum og svölum stað en ekki
nálægt kartöflunum því saman skemmast þessar
tegundir hraðar.
Hvítlaukur spírar fyrr í ísskápnum. Betra er að geyma
hann á svölum, þurrum stað.
Brauð á alltaf að geyma á borðinu, helst í plastpoka
þar sem það verður þurrt í ísskáp.
Ólífuolía geymist best á svölum, dimmum stað.
Kaffi tapar bragði og dregur í sig lykt úr ísskápnum.
Best er að geyma kaffi á svölum, dimmum stað.
Hunang getur kristallast og orðið óspennandi í ísskáp.
Sum matvæli ætti ekki að geyma í ísskáp
1
2
3
4
5
2 MIÐHILLAN
Hér má geyma eldað kjöt í lokuðum umbúðum.
Þá er einnig gott að geyma egg í miðhillunni þar
sem hiti ísskápsins er stöðugastur. Egg á að geyma
í sínum upprunalegu umbúðum.
3 NEÐSTA HILLAN
Í kaldasta hluta ísskápsins er best að geyma hrávörur eins
og ferskan fisk og ferskt kjöt. Þannig getur safi sem lekur af
slíkum vörum ekki mengað vörur fyrir neðan. Sumir mæla
einnig með að mjólkin sé geymd í mesta kuldanum.
4 SKÚFFUR
Ávexti og grænmeti á að
geyma í neðstu skúffunum.
5 HILLUR Í HURÐ
Hitastigið í hurðinni er síbreytilegt. Því er best að geyma þar sultur,
tómatsósur, salatdressingu og ýmsan krukkumat. Einnig ávaxtasafa
sem er gerilsneyddur. Þá má setja í lokuðu hillurnar smjör og mjúka
osta sem þurfa ekki mikinn kulda.
EKKI TROÐA Ekki er gott að troða of miklu í ísskápinn. Þá aukast líkur á að hitinn verði of hár og matvörur skemmist fyrr.